Íslensk tunga

Fréttamynd

Um orð

Hvert einasta orð í hverju einasta tungumáli heimsins er búið til af mannfólki í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar. Orðið orð var búið til, sömuleiðis orðið heimili, orðið foreldri og ævintýri, orðin uppþvottavél, fordrykkur og fartölva, líka stjörnuþoka, sorg og ljósleiðari, orðin vinátta og verkstæði, hugbúnaður og hamingja. Amma og afi.

Skoðun
Fréttamynd

Notum ís­lensku

Ef þér er almennt sama hvort þjónustan sem þú færð er á íslensku eða ensku eru allar líkur á að hún verði til framtíðar á ensku. Við skulum samt hafa það á hreinu að ensk tunga er ekki óvinur íslenskunnar, heldur er það doðinn og andvaraleysið sem skapa ógn við samtíð og framtíð tungumálsins okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu

Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt.

Innlent
Fréttamynd

„Ekkert tengsla­net, engin vinna“

Menntaðir inn­flytj­endur upp­lifa það ó­mögu­legt að fá vinnu á ís­lenskum vinnu­markaði án hjálpar tengsla­nets segir náms- og starfs­ráð­gjafi. Er­lend menntun sé verr metin en ís­lensk, upp­lýsinga­miðlun til inn­flytj­enda sé á­bóta­vant og úr­val af ís­lensku­námi fyrir út­lendinga sé eins­leitt.

Innlent
Fréttamynd

Toppur verður að Bonaqua

Vörumerkið Toppur mun brátt heyra sögunni til. Nafnabreyting verður á vörunni í sumar og mun drykkurinn framvegis kallast Bonaqua. Engin breyting verður þó á bragði eða þeim bragðtegundum sem í boði eru.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icefjord and Olafsbay

Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar.

Skoðun
Fréttamynd

Fékk dul­úðugan Er­lend í Unu­húsi á heilann

Nafn Erlends í Unuhúsi þekkja margir en maðurinn sjálfur er minna þekktur. Þessa dagana getur fólk fengið rækilega innsýn inn í líf hans með útvarpsþáttunum Litli rauði trékassinn, sýningu um samband hans við Halldór Laxness á Gljúfrasteini og sögugöngu sem verður farin um Reykjavík 31. maí. Allt þrennt er afrakstur rannsóknar Sunnevu Kristínar sem fékk Erlend á heilann síðasta vor.

Menning
Fréttamynd

Embla og GPT-4 í eina sæng

Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani.

Innlent
Fréttamynd

Féllust í faðma þegar ráðherra fól þeim lykilinn að Eddu

Hús íslenskunnar var vígt síðdegis við hátíðlega athöfn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra, greindi gestum frá því að nýja húsið hefði hlotið nafnið Edda. Nafnið var valið úr hópi 1580 tillagna í sérstakri nafnasamkeppni. Sex ára stúlka sem ber sama nafn og nýja húsið er hæstánægð með valið.

Innlent
Fréttamynd

Not­endur geta talað ís­lensku við gervi­greindina

Gestir og gangandi geta rabbað við gervigreindarforritið Emblu á íslensku á opnu húsi í Eddu, Húsi íslenskunnar, á sumardaginn fyrsta á morgun. Í viku frá og með morgundeginum geta notendur Emblu síðan spjallað ókeypis við gervigreindina GPT-4.

Innlent
Fréttamynd

Hús íslenskunnar heitir Edda

Hús íslenskunnar, nýtt húsnæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, hefur fengið nafnið Edda. Nafnið var afhjúpað við hátíðlega athöfn í dag. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í nafnasamkeppni um húsið sem hefur verið í byggingu frá 2019.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hús íslenskunnar vígt og nafnið afhjúpað

Vígsla á Húsi íslenskunnar fer fram í dag. Sýnt verður frá vígslunni í beinni útsendingu. Á meðal þess sem fram fer á vígslunni er að nafn hússins verður afhjúpað. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í samkeppni um nafn á húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðinni muni þykja mjög vænt um nafnið

Hús íslenskunnar verður vígt í dag og nafn þess, sem mikil leynd hvílir yfir, opinberað. Menningarráðherra segir daginn marka tímamót fyrir íslenska tungu. Þá séu fleiri handrit á heimleið frá Danmörku sem sýnd verða í húsinu strax á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Skiptir málið í skólum máli?

Íslenska er skólamálið okkar, á öllum skólastigum. Gott læsi og vald á tungunni er mikilvægt veganesti til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig nýtast hæfileikar okkar betur. Er það hvort tveggja samfélaginu til farsældar og einstaklingnum sjálfum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers á kerling að gjalda?

Tungumálið er ekki eingöngu samansafn orða til að gera sig skiljanlega(n). Það endurspeglar viðhorf og felur í sér vald. Taka má sem dæmi þau ólíku viðhorf til Nató sem felast í því að kalla það annars vegar hernaðarbandalag og hins vegar varnarbandalag eða jafnvel friðarbandalag.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­mála­á­ætlun dapur­leg lesning frá sjónar­hóli ís­lenskrar tungu

Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir að fjármálaáætlun sé dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskunnar. Hún veki litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún sé nú í. Hann segir raunverulega hættu á því að hér á landi verði til samfélög fólks sem ekki tali íslensku. Það sé alvarlegt fyrir lýðræðið ef stórir hópar fólks geti ekki tekið þátt í samfélagslegri umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­mála­á­ætlun án fram­tíðar­sýnar fyrir ís­lensku­kennslu

Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“.

Skoðun
Fréttamynd

Skautadrottning lærir íslensku til að ná sér eftir slys

Bandarísk kona sem lenti í slysi ákvað að koma til Íslands til að ná bata. Læknir hennar sagði að það væri ekkert sem hún gæti gert en hún fullyrðir að henni líði mun betur eftir að hafa verið hér í sjö mánuði. Hún lærir íslensku til að þjálfa heilann og fer í sund til að hjálpa líkamlegu hliðinni.

Lífið
Fréttamynd

Læra íslensku sem er sérhæfð fyrir vinnu í skólum

Í Reykjanesbæ er rekin svokölluð leikskólasmiðja þar sem innflytjendur læra íslensku sem er sérsniðin fyrir störf í leik- og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið fólki af erlendum uppruna fyrir þrifum. 

Innlent
Fréttamynd

Gefum íslensku séns!

Á síðasta ári var staðið að átaki á Ísafirði með það augnamið að auka vitund fólks gagnvart íslensku og tileinkun málsins. Átakið hlaut nafngiftina Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar og hafði Háskólasetur Vestfjarða veg og vanda að skipulagningu átaksins þótt fleiri aðilar hafi vissulega komið að því, t.a.m. Fræðslumiðstöð Vestfjarða og ekki síst íbúar Ísafjarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Teslur tala nú íslensku

Nokkrir eigendur Tesla-bifreiða geta nú valið íslensku sem tungumál ökutækisins. Okkar ástkæra og ylhýra er þar með komið í hóp rúmlega tuttugu tungumála sem bíllinn býður upp á. 

Bílar
Fréttamynd

Bein út­sending: Fram­tíðin svarar á ís­lensku

„Framtíðin svarar á íslensku“ er yfirskrift kynningarfundar menningar- og viðskiptaráðuneytisins um íslenska máltækni og gervigreind sem hefst í Grósku klukkan 13 í dag. Fulltrúar OpenAI verða á fundinum og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan.

Innlent