Birna Brjánsdóttir

Fréttamynd

Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni

Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun

Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig.

Innlent
Fréttamynd

Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi

Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila.

Innlent
Fréttamynd

Birna var á lífi við komuna á bryggjuna

Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp.

Innlent
Fréttamynd

Leitin að Birnu jók styrki Landsbjargar

Um fjórar milljónir króna hafa safnast til Landsbjargar í einstökum styrkjum eftir að leitin að Birnu Brjánsdóttur hófst. Metfjöldi hefur skráð sig í svokallaða bakvarðasveit til að styrkja björgunarsveitirnar mánaðarlega. Birna var ja

Innlent
Fréttamynd

Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar

Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani.

Innlent