Fréttir af flugi

Fréttamynd

Egils­staða­flug­völlur – öryggisins vegna

Efling Egilsstaðaflugvallar er eitt af þeim verkefnum sem víðtæk samstaða er um á Austurlandi og unnið hefur verið að undanfarin ár á vettvangi SSA og Austurbrúar. Egilsstaðaflugvöllur hefur fjölmörg hlutverk.

Skoðun
Fréttamynd

Þarf að selja allt sitt í Icelandair

Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, þarf að selja allan eignarhlut sinn í Icelandair innan tiltekins tíma, vegna kaupa Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum. Hluturinn er metinn á rétt rúmlega einn milljarð króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vélin er komin á þurrt land

Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni rétt í þessu. Aðgerðir hafa staðið yfir við vatnið í allan dag og vélin hefur verið hífð upp í áföngum.

Innlent
Fréttamynd

Hífa vélina upp í skrefum og vona að að­gerðum ljúki í kvöld

Flak flugvélarinnar TF-ABB verður híft upp af botni Þingvallavatns í dag en vélin brotlenti í vatninu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Lögregla er með mikinn viðbúnað á svæðinu en flakið verður fært upp á land í nokkrum skrefum. Vonir eru bundnar við að aðgerðum verði lokið um kvöldmatarleytið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur grímuskylda í flugi til Bandaríkjanna

Grímuskylda verður valkvæð í flugferðum á vegum Icelandair og Play til Bandaríkjanna. Play og Icelandair slökuðu á sínum reglum varðandi grímuskyldu í ákveðnum ferðum í Evrópu í síðasta mánuði en hafa nú stigið skrefinu lengra í samræmi við úrskurð alríkisdómara í Bandaríkjunum. 

Innlent
Fréttamynd

Dómari nam grímuskyldu úr gildi

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur afnumið grímuskyldu í flugi og almenningssamgönum þar í landi. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna mælir áfram með grímunotkun í flugi og almenningssamgöngum.

Erlent
Fréttamynd

Nota­leg upp­lifun í góðri flug­stöð

Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar.

Skoðun
Fréttamynd

Keflavíkurflugvöllur verði kolefnalaus fyrir 2030

Á aðalfundi ISAVIA var Kristján Þór Júlíusson kjörin stjórnarformaður en hann gegndi embætti sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra til ársins 2021. Nýja stjórn skipa þau Hólmfríður Árnadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Matthías Páll Imsland og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umsækjendur látnir byggja flugvél með legókubbum undir dúndrandi tónlist

Hátt í fimm þúsund manns sóttust eftir því að verða flugmenn og flugliðar hjá flugfélaginu Play, þegar auglýst var eftir umsóknum fyrr á þessu ári. Umsækjendur voru látnir byggja flugvél með legókubbum með háværa tónlist í eyrunum og spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn hefði spilað á trommur.

Innlent
Fréttamynd

Varar við því að starfsemin í Keflavík fjármagni taprekstur á innanlandsflugi

Fráfarandi stjórnarformaður Isavia varar við hugmyndum um að starfsemin á Keflavíkurflugvelli, sem eigi í samkeppni við aðra alþjóðaflugvelli, verði nýtt til að fjármagna rekstrarhalla á innanlandsfluginu. Stjórnendur telja horfur fyrir sumarið „enn vænlegar“ og að mikilvægt sé að hætt var með sóttvarnaraðgerðir á landamærunum sem fyrirliggjandi gögn hafi sýnt að voru að „valda meiri skaða heldur en verið til gagns“.

Innherji
Fréttamynd

Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar

Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns.

Innlent