Fréttir af flugi

Fréttamynd

Líklegt að flakið sem fannst sé úr banaslysi fyrir fimmtán árum

Margt bendir til þess að flak og líkamsleifar sem komu upp í togara úti fyrir strendur Reykjaneshryggs séu úr lítilli flugvél sem fórst á leiðinni frá Grænlandi til Íslands í febrúar 2008. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd munu taka málið til skoðunar þegar togarinn kemur í land eftir tæpar tvær vikur.

Innlent
Fréttamynd

Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun

Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt að ekki hafi tekist að manna sjúkraflug

Heilbrigðisráðherra segir alvarlegt að maður sem beið eftir lifrarígræðslu hafi misst af tækifærinu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflug. Tryggja þurfi að atvikið endurtaki sig ekki en til greina komi að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks.

Innlent
Fréttamynd

Annar met­sölu­mánuður Play í röð

Flugfélagið Play flutti 63.949 farþega í febrúar á þessu ári. Um er að ræða annan metsölumánuðinn í röð og segir í tilkynningu frá Play að þetta sé til marks um aukna eftirspurn og styrk sölu og leiðakerfis. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki þörf á annarri hluta­fjár­aukningu og vegna met­sölu „safnist upp“ fjár­munir

Eftir að hafa lækkað í verði um þrjátíu prósent á hálfum mánuði eftir birtingu ársuppgjörs Play hefur hlutabréfaverð flugfélagsins rétt úr kútnum síðustu tvo viðskiptadaga. Mikið gengisfall mátti einkum rekja til ótta fjárfesta um að Play þyrfti mögulega að ráðast að nýju í hlutafjáraukningu og að tekjur voru minni en vonir stóðu til. Forstjóri Play hafnar því að þörf sé á að auka hlutafé og vegna sterkrar bókunarstöðu „safnist upp“ fjármunir með vorinu.

Innherji
Fréttamynd

Reyndi að opna neyðar­út­gang og stakk flug­þjón

Bandarískur karlmaður hefur verið kærður fyrir að hafa reynt að opna neyðarútgang farþegaþotu United á leið frá Los Angeles til Boston og að hafa stungið flugþjón í þrígang í hálsinn með brotinni skeið í gær.

Erlent
Fréttamynd

Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug

Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig.

Innlent
Fréttamynd

Bréfið fæst ekki heldur af­hent frá Evrópu

Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Munu fljúga þrisvar í viku til Köben

Niceair mun fljúga þrisvar á viku frá Akureyrarflugvelli til Kaupmannahafnar frá og með byrjun júní. Flugfélagið hefur flogið tvisvar í viku til dönsku höfuðborgarinnar, á fimmtudögum og sunnudögum, en mun nú einnig fljúga á þriðjudögum í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vélin lent og hættu­stigi aflýst

Hættustig var sett í gildi á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna flugvélar frá Icelandair sem snúa þurfti við. Vélinni hefur verið lent og hefur hættustigi verið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu ár frá fyrsta flug­taki Iceland Express

Í dag eru 20 ár liðin frá því að Boeing 737 þota Iceland Express fór fyrstu ferðina til Kaupmannahafnar. Innkoma Iceland Express í ferðaþjónustuna var stórmerkileg vegna þess að þetta var í fyrsta skipti sem millilandaflug stóð til boða með flugfélagi sem gat boðið varanlega lág fargjöld á grundvelli lægri rekstrarkostnaðar en áður þekktist.

Skoðun
Fréttamynd

„Af hverju ættum við að fara í þrot?“

„Af hverju ættum við að fara í þrot?“ spyr Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, sem kveðst þreyttur á sögusögnum um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Hann segir að merki séu um að þrotlaus vinna sé farin að skila sér. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundu mennina látna á eld­fjallinu

Yfirvöld í Filippseyjum hafa staðfest að mennirnir fjórir sem voru týndir eftir að flugvél brotlenti á Mayon-eldfjallinu séu látnir. Teymi vinnur nú að því að koma líkum mannanna niður af fjallinu. 

Erlent
Fréttamynd

Fyrir­ætlanir ESB setji stöðu Ís­lands í hættu

Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 

Viðskipti innlent