Árni Pétur

Fréttamynd

Spilari dæmdur til dauða

Tvítugur maður að nafni Devin Moore hefur verið fyrir rétti undanfarið ár vegna þess að árið 2003 myrti hann 3 lögreglumenn í Alabama, USA.  Devin hefur frá upphafi kennt GTA III um morðin, og sagði leikinn hafa ýtt sér til ofbeldis. Í ágúst var hann dæmdur sekur af kviðdómi, og í dag var hann dæmdur til þyngstu mögulegu refsingar, dauða.

Leikjavísir
Fréttamynd

Sony reiðir Vatíkanið

Það er viðbúið að keppinautar innan tölvuleikjaiðnaðarins lendi upp á kant við hvorn annan öðru hvoru. Annað er í raun ómögulegt á þessum stóra markaði þar sem risar ráða völdum. En það er önnur saga þegar tölvuleikjafyrirtæki fara að reita kirkjuna til reiði, og móðga marga strangtrúaða einstaklinga í heiminum. Það er nákvæmlega það sem Sony hefur gert.

Leikjavísir
Fréttamynd

Sírenan skellur í Hvíta Tjaldið

Kvikmynd byggð á Siren leikjaseríunni fyrir PS2 mun koma í bíóhús á næsta ári samkvæmt japönskum fréttamiðlum. Þessari hryllingsmynd verður leikstýrt af Yukihiko Tsutsumi, sem er vel þekktur í Japan, og í aðalhlutverki er Yui Ichikawa sem er fræg fyrir hlutverk sitt sem Chiharu í hryllingnum Juon.

Leikjavísir
Fréttamynd

Tak 2: The Staff of Dreams

Tak 2 er leikur sem, eins og flestir heilvita menn ættu að sjá, framhald af Tak 1. Við höldum áfram að fylgjast með smávöxnu söguhetjunni okkar þegar hann þarf enn á ný að koma öðrum til björgunar. Sagan byrjar þegar hann Tak er búinn að vera fastur í svefni í 13 daga, og engin leið er til að vekja hann.

Leikjavísir
Fréttamynd

Næsta bylting?

Í ræðu sinni í dag, 16. september, lýsti forseti Nintendo, Saturo Iwata, áformum fyrirtækisins með nýjan stýripinna sem á að koma út fyrir næstu Nintendo Console tölvu sem hefur einfaldlega verið nefnd Revolution.

Leikjavísir
Fréttamynd

Charlie and the chocalate factory

Eins og augljóst er þá er leikurinn byggður á kvikmyndinni Charlie and the Chocolate Factory sem hefur verið í bíóhúsum undanfarið og skartar Johnny Depp í aðalhlutverki sem hinn sérvitri Willy Wonka, sem rekur stærstu nammiverksmiðju í heiminum. Enginn veit hvað gengur á í þessari verksmiðju þar sem hún hefur verið lokuð almenningi í mörg ár. Einn daginn tilkynnir Willy Wonka það að hann muni hleypa 5 börnum inn í verksmiðjuna.

Leikjavísir
Fréttamynd

Kaldara kaffi er komið út

Eins og allir ættu að vita hafa Rockstar Games svo sannarlega verið í vandræðum undanfarið eftir að Hot Coffe kóðinn kom í ljós og leysti úr læðingi falda kynlífsleiki í GTA San Andreas. Nú hafa Rockstar séð að sér og gefið út "plástur" til að hreinsa öll PC eintök af leiknum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Big Mutha Truckers 2

Truck me Harder er eins og titillinn bendir til, framhaldsleikur Big Mutha Truckers. Núna höldum við áfram að fylgja Jackson fjölskyldunni í gegnum öll hennar ævintýri. Ættmóðirin sjálf hefur verið handtekinn fyrir skattsvik, og nú þurfa börnin hennar að finna leið til að múta kviðdómendunum svo Ma Jackson sleppi við fangelsisvist.

Leikjavísir
Fréttamynd

Vandræðin virðast aldrei hætta

Það sem byrjaði með Hot Coffee hneykslinu virðist engan enda ætla að taka. Leikur sem Rockstar Games eru að vinna að þarf núna að sæta hörðum árásum frá Bullying Online, vegna þess að hann er sagður ýta undir einelti í skólum. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Madagascar

Madagascar er leikur sem byggist á söguþræði og sögupersónum í samnefndri kvikmynd sem hefur verið sýnd við miklar vinsældir hér á Klakanum. Við fylgjum 4 dýrum: Alex, Marty, Gloria og Melman, þegar þau flýja úr dýragarðinum í Central Park. Seinna eru þau handsömuð og sett á flutningaskip, en enda fyrir slysni á eyjunni Madagascar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Rockstar eru sekir

Hot Coffee hneykslið hefur náð suðupunkti nú þegar allur vafi hefur verið fjarlægður varðandi það hver ber ábyrgð á kynlífsleikjunum sem uppgötvuðust í GTA: San Andreas. Þetta mál hefur vakið gífurlegt umtal í Bandaríkjunum, enda hafa GTA leikirnir alltaf valdið miklum deilum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Geist kemur loksins út á GameCube

Draugaleikurinn Geist átti upprunalega að koma út haustið 2004, en líkt og Half Life 2, hefur hann þurft að þola sífelldar frestanir, og margir leikmenn hafa ekki verið sáttir. Núna hefur þróandi leiksins n-Space loksins gefið út fastan útgáfudag, og núna segjast þeir vera búnir að klára leikinn og honum verði ekki frestað lengur.

Leikjavísir
Fréttamynd

Legend of Heroes á PSP

Notendur PSP tölvunnar í Bandaríkjunum hafa kvartað mikið yfir skorti á RPG leikjum fyrir vélina, en sú bið er brátt á enda. Tölvuleikjafyrirtækið Bandai hefur tilkynnnt að þeir ætli að gefa út RPG leik í sumar sem á að standast allar kröfur hörðustu aðdáenda RPG leikja.

Leikjavísir
Fréttamynd

Netslagurinn er hafinn

Teiknimyndafyrirtækið Marvel Comics hefur tilkynnt að þeir hafi gert samning við Microsoft sem geftur Microsoft einkarétt á öllum Multiplayer Online leikjum sem byggðir eru á persónum í eigu Marvel Comics.

Leikjavísir
Fréttamynd

Lego Star Wars

Lego og Star Wars? Hverjum hefði dottið það í hug? En það sem hljómaði eitt sinn sem hálffáránleg hugmynd er núna orðið að veruleika, og hefur verið að gera góða hluti. Eins og nafnið bendir til gefur leikurinn manni kost á því að spila sér leið í gegnum allar 6 Star Wars myndirnar með öllum persónunum úr myndunum, en þær eru núna í Legoformi, rétt eins og allur alheimurinn. Gjörsamlega ALLT sem er til í heimi George Lucasar hefur verið rifið niður og endurbyggt með Lego kubbunum sem allir ættu að þekkja.

Leikjavísir
Fréttamynd

SONY PSP (PlayStation Portable)

Sony PSP tölvan, eða PlayStation Portable olli miklu fjaðrafoki um leið og Sony tilkynnti að þeir væru að útbúa leikjavél í vasastærð, enda er það markaður sem Nintendo hefur haft öll völd yfir undanfarin ár. Það þarf varla að nefna það að hörðustu tölvunördarnir hafa setið sveittir og beðið í eftirvæntingu eftir henni, og ég get viðurkennt það að ég er sekur um sama glæp. Því miður mun hinn íslenski almenningur þurfa að bíða nokkuð lengi í viðbót vegna þess að PSP tölvan kemur ekki á íslenskan markað fyrr en 1. september. Við vorum hinsvegar svo heppnir að við gátum útvegað okkur eitt eintak og við urðum ekki fyrir vonbrigðum.

Leikjavísir
Fréttamynd

MX vs ATV: Unleashed

MX vs ATV er kappaksturs og torfæruleikur sem gefur manni tækifæri til að upplifa þá spennu og þann hasar sem fylgir því að vera atvinnumaður í torfæruakstri. Eins og nafnið gefur til að kynna er hægt að velja á milli tveggja farartækja, torfæruhjóla eða fjórhjóla. MX vs ATV  býður eiginlega upp á allt sem aðdáendur torfæruíþrótta gætu óskað sér.

Leikjavísir
Fréttamynd

Death By Degrees

Tekken’s Nina Willams in: Death By Degrees er fulla nafnið á leiknum sem ég fékk í hendurnar um daginn. Þetta er leikur sem Tekken aðdáendur hafa beðið lengi eftir, því að í honum er fylgst með einmenningsævintýrum hennar Ninu Williams, sem gerði einmitt garðinn grænan í Tekken leikjunum frægu. Mennirnir hjá Namco höfðu lofað frábærri grafík og spilun sem myndi gleðja alla leikmenn, allt frá hörðustu Tekken aðdáendum til allra hinna. Þá er bara spurningin, náðu þeir að standa við stóru orðin?

Leikjavísir
Fréttamynd

Tom Clansy's Ghost Recon 2

Margir leikir hafa komið út undir nafni Tom Clancy’s, og hefur hans nafn oft verið merki um mikil gæði í tölvuleikjaiðnaðinum. Núna er Ghost Recon 2 kominn út á markaðinn, og eftir miklar vinsældir fyrri leiksins, voru væntingarnar miklar. Ghost Recon snýst um sérsveit innan bandaríska hersins, þekktir sem “Draugarnir”, sem hafa það hlutverk að útrýma óvinum í leyni, án þess að til stórátaka komi. Þú spilar leikinn sem foringi þessarar sveitar, og þitt hlutverk er að halda bæði þér, og þínum liðsmönnum á lífi, og útrýma allri mótspyrnu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ratchet snýr aftur, með aukahluti.

Insomniac Games, sem hafa skapað sér stórt nafn í tölvuleikjaiðnaðinum með Ratchet & Clank leikjunum, hafa tilkynnt útkomu 4 leiksins í þessari seríu, sem áætlað er að komi á markað í haust. Mun sá leikur bera titilinn: Ratchet: Deadlocked. Í þessum leik lendir tvíeykið góðkunna aldeilis í klandri, þegar þeim er rænt af fjölmiðlakonunginum Gleeman Vox, sem neyðir þá til að taka þátt í raunveruleikaþættinum sínum, Dreadzone.

Leikjavísir
Fréttamynd

The Incredibles

The Incredibles er byggður á samnefndri kvikmynd  sem kom í kvikmyndahús fyrir stuttu og vakti mikla lukku.  Myndin, og leikurinn, fjalla um fjölskyldu af ofurhetjum, sem hafa neyðst til að setjast í helgan stein gegn vilja sínum, en þurfa svo að grípa aftur í búningana þegar nýr ofurglæpamaður byrjar að útrýma ofurhetjum. Þar sem myndin vakti svona mikla, og verðskuldaða athygli, var bara spurning um tíma hvenær leikurinn kæmi út, og myndi hann standast þær háu kröfur sem myndin hafði sett?

Leikjavísir
Fréttamynd

Robots

Robots er tölvuleikur byggður á samnefndri teiknimynd sem að vakti miklar vinsældir hérna á klakanum. Myndin, og leikurinn, fjalla um Rodney Copperbottom sem er, eins og titillinn gefur til kynna, vélmenni. Hann býr í heimi alsettum vélmennum þar sem allir hlutir eru vélrænir á einn eða annan hátt. Rodney er talinn vera mikill uppfinningamaður af öllum þeim sem þekkja til hans, og fjallar leikurinn um ferð hans til stórborgarinnar þar sem hann ætlar að hitta uppáhalds uppfinningamanninn sinn, Bigweld, og kynna fyrir honum uppfinningar sínar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Spongebob Squarepants: The Movie

Spongebob Squarepants, eða Svampur Sveinsson eins og hann kallast á Íslensku þýðingunni, er áhugaverður djúpsjávarsvampur sem hefur skemmt yngri kynslóðinni hér á klakanum og útum allan heim. Hann er orðinn nokkurskonar  “icon” í Bandaríkjunum og er einnig byrjaður að afla sér mikilla vinsælda hér á landi. Svampur Sveinsson býr á Bikinibotnum með besta vini sínum Pétri (Patrick) sem er krossfiskur sem stígur ekki beint í vitið. Leikurinn er byggður á söguþræði myndarinnar, sem er komin í bíóhús á Íslandi, og snýst um það að Svampur og Pétur þurfa að leggja í leiðangur til að endurheimta kórónu konungsins sem hefur verið stolið og Herra Krabba hefur verið kennt um glæpinn.

Leikjavísir
Fréttamynd

Shrek 2

Shrek 2 er stórt grænt og úrillt tröll sem flestir íslendingar ættu að vera farnir að kannast vel við. Hann snýr núna aftur í þessum tölvuleik sem fylgir söguþræðinum úr seinni myndinni sem var mjög vinsæl í íslenskum kvikmyndahúsum. Leikurinn byrjar á því að Shrek og konunni hans, Fionu, er boðið á konunglegt ball hjá foreldrum hennar, í konungdæminu Langt langt í Burtu. Eftir það fylgjum við þeim á leið þeirra til konungdæmisins, en jafnvel eftir að þau koma þangað er ævintýrið bara rétt að byrja.

Leikjavísir
Fréttamynd

Rumble Roses

Rumble Roses er glímuleikur þar sem mætast tveir söluhæstu eiginleikar í öllum skemmtanaiðnaðinum: Kynlíf og Ofbeldi. Þótt að þessi blanda hafi mjög oft skapað frábæra leiki á borð við GTA, þá eru þetta hlutir  sem erfitt er að setja saman á góðan hátt án þess að endurtaka gamla hluti sem allir eru komnir með leið á. Því miður þá býður Rumble Roses ekki upp á neina nýja hluti, en nær þrátt fyrir það að bjóða upp á ágætis skemmtun, ef manni tekst að líta fram hjá stærstu göllunum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ratchet & Clank 3 Up Your Arsenal

Ratchet og Clank er tveir góðir vinir sem allir dyggir Platform-leikja aðdáendur kannast við. Þessir leikir, sem skapaðir eru með grafíkvélinni sem Naughty Dog hannaði fyrir Jak leikina, hafa slegið rækilega í gegn með fyrstu tveim leikjunum, og Ratchet & Clank 3: Up Your Arsenal, er alls engin undantekning. Eftir svaðilfarir þeirra félaga í fyrri ævintýrum, hefur Clank hlotið heimsfrægð sem Special Agent Clank í samnefndum sjónvarpsþáttum, en því miður hefur Ratchet lent á varamannabekknum.

Leikjavísir