Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Vopnahléi lýst yfir í Oromiya

Oromohreyfingin lýsti í gær yfir einhliða vopnahléi í Afríkuríkinu Eþíópíu eftir að þing landsins tók hreyfinguna af lista yfir ólögleg hryðjuverkasamtök.

Erlent
Fréttamynd

Ísland kjörið í mannréttindaráðið í dag

Utanríkisráðherra segir stöðuna þá æðstu sem Ísland hefur fengið á alþjóðavettvangi. Staðan muni kalla á málamiðlanir en gildin breytist ekki. Deildarstjóri mannréttindamála segir aðstæðurnar sem leiddu að kjörinu sérstakar.

Innlent
Fréttamynd

G! Festival í Færeyjum í blússandi gangi

G! Festival er stærsta tónlistarhátíðin í Færeyjum en hún fer fram um þessar mundir. Útsendari Lífsins er á svæðinu og fylgist vel með því sem fram fer. Úlfur Úlfur spilar fyrir Íslands hönd í ár.

Lífið
Fréttamynd

Hvítu tjöldin kosta sitt

Nokkur óánægja er meðal þeirra sem sóttu um pláss fyrir hvítt tjald í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum fyrir Þjóðhátíð. Nú þarf að sækja um pláss og bíða eftir úthlutun.

Innlent
Fréttamynd

Trump leggi niður vopnin

Wang Shouwen, undirráðherra viðskipta í Kína, hvatti Bandaríkjastjórn í gær til að „leggja niður vopnin“, það er að segja að afnema nýja tolla á kínverskar vörur svo hægt sé að ganga til viðræðna um viðskipti landanna.

Erlent
Fréttamynd

Erfðaréttur gildir um Facebook

Móðir í Þýskalandi fær aðgang að Facebook-síðu dóttur sinnar sem er látin. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar Þýskalands gildir erfðaréttur um rafrænar upplýsingar.

Erlent
Fréttamynd

Tvöfalda sekt vegna sölu á sígarettum

Dönsk stjórnvöld vilja tvöfalda upphæð þeirrar sektar sem verslunareigendum er gert að greiða þegar þeir hafa gerst sekir um að selja unglingum yngri en 18 ára sígarettur.

Erlent
Fréttamynd

Framlengdu valdatíð forsetans

Suðursúdanska þingið greiddi atkvæði með því í gær að lengja kjörtímabil Salva Kiir forseta og ýmissa annarra kjörinna embættismanna fram til árins 2021.

Erlent
Fréttamynd

Hugleiðingar um sumarið sem aldrei kom

Fimmtíu gráir skuggar er önnur tveggja nýrra rigningarhugleiðinga fyrir altflautur eftir Steingrím Þórhallsson organista sem hann og Pamela De Sensi flautuleikari spila á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag.

Menning
Fréttamynd

Hetjusaga

Ólík mál rata í heimsfréttir og krefjast ítarlegra fréttaskýringa og má þar nefna pólitískt uppnám í Bretlandi vegna Brexit, leiðangurs sem þjóðin hefði betur aldrei lagt upp í, eins og henni ætti nú sjálfri að vera orðið ljóst.

Skoðun
Fréttamynd

Blanda ýmsu saman eins og í bakstri

Fiðludúettinn Bachelsi sem nálgast tónverk Bachs á nýjan hátt verður með ókeypis tónleika í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 18 ásamt fleira tónlistarfólki.

Menning
Fréttamynd

Hugað að hæfni í ferðaþjónustu

Samtök ferðaþjónustunnar fagna nýútkominni skýrslu um færniþörf á vinnumarkaði en Ísland hefur lengi verið eftirbátur Evrópuríkja þegar kemur að því að leggja mat á hæfni- og menntunarþörf á vinnumarkaði til skemmri og lengri tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Milljarðatryggingar á pakkaferðum

Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld.

Innlent
Fréttamynd

Laxeldi án heimilda

Í Berufirði hefur verið rekið laxeldi á vegum Fiskeldis Austfjarða í meirihlutaeigu norskra eldis­risa.

Skoðun
Fréttamynd

Byltingin er staðreynd

Þegar starfsstétt er sagt að nú þurfi framvegis að læra tveimur árum lengur í háskóla til að fá starfsleyfi er eðlilegt að stéttin geri kröfur um hærri laun.

Skoðun
Fréttamynd

Vildi vera betri fyrirmynd

Margrét Ýr Ingimarsdóttir grunnskólakennari var að senda frá sér sína fyrstu bók og myndskreytir hana sjálf. Það er barnabókin Veröld Míu og hún hefur boðskap að bera.

Lífið
Fréttamynd

Stórblöð mæla með Ragnari

Á dögunum mælti stórblaðið New York Times með nokkrum bókum við lesendur sína sem gætu kælt þá niður, en nokkuð heitt er í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Menning
Fréttamynd

Fangi opnar sportbar og veitingahús í Árbænum

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félags fanga, hefur opnað veitingahús og sportbar í Hraunbæ með fjölskyldu sinni. Tekur út síðustu mánuði refsingarinnar á Vernd. Segir mikilvægt að fangar geti átt framtíðarsýn eftir afplánun.

Innlent
Fréttamynd

Stýra umfjöllun um tollastríðið

Svo virðist sem kínverska ríkisstjórnin reyni nú að koma í veg fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beiti sér af meiri hörku í tollastríðinu.

Erlent