Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Sungið fyrir ferðafrelsi Einars Óla

Einar Óli er lamaður eftir alvarlega heilablæðingu. Ættingjar hans og vinir halda styrktartónleika á mánudagskvöld. Markmiðið er sér­útbúinn bíll sem mun gera hann frjálsari ferða sinna.

Innlent
Fréttamynd

Sköpum störf

Við sjáum ekki allar hugmyndirnar sem gengu ekki upp, fyrirtækin sem lifðu ekki af vegna þess að hugmyndin var röng, tíminn var rangur eða frumkvöðullinn var óheppinn. Ótrúlega margt getur farið úrskeiðis í frumkvöðlastarfinu og það er í raun ótrúlegt að einhverjir séu tilbúnir til að taka áhættuna og reyna að skapa eitthvað nýtt.

Skoðun
Fréttamynd

Kútalaus í djúpu lauginni

Leikferill Arons Más Ólafssonar, betur þekktur sem Aron Mola, fer kröftuglega af stað. Hann leikur eitt aðalhlutverkið í Kæru Jelenu sem er frumsýnt í Borgarleikhúsinu í næstu viku. Næsta haust mun hann svo standa á stóra sviði Þjóðleikhússins.

Menning
Fréttamynd

Missti minnið eftir raflost

Gunn­hildur Una lýsir reynslu sinni af raf­lost­með­ferðum sem hún fór í á Land­spítalanum. Hún glímdi við djúpt þung­lyndi og með­ferðin átti að kippa henni upp, hratt og örugg­lega. Eftir með­ferðina missti hún bæði minni og færni til að gera ein­földustu hluti eins og að kaupa inn mat.

Innlent
Fréttamynd

Orðrómur leiddi til átaka

Lögreglu og flóttafólki lenti saman í Grikklandi nærri landamærunum við Norður-Makedóníu. Flóttafólkið hafði safnast saman eftir að orðrómur breiddist út um að landamærin yrðu opnuð fyrir flóttafólki

Erlent
Fréttamynd

Þurfum að skapa og móta framtíðina

Forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar segir að þótt gríðarlegar breytingar séu í farvatninu á vinnuumhverfi heimsins óttist hann ekki varanlegan skort á störfum. Hins vegar megum við ekki bara bíða eftir framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ég er hætt að flýja

„Það hefur verið svartur skuggi á sálinni í langan tíma,“ segir tónlistarkonan Kristín Anna Valtýsdóttir. Hún dró sig inn í skel í kjölfar erfiðrar reynslu og hélt listsköpun sinni að miklu leyti út af fyrir sig. Hún gaf nýverið út plötuna I Must Be The Devil.

Tónlist
Fréttamynd

Sniðgengur þriðja árið í röð

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að sniðganga blaðamannakvöldverð Hvíta hússins þriðja árið í röð. Frá þessu greindi hann í gær en kvöldverðurinn er haldinn þann 27. apríl næstkomandi í höfuðborginni Washington.

Erlent
Fréttamynd

Kvennalandsliðið mætir Suður-Kóreu ytra í nótt

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fimmta vináttulandsleik á þessu ári þegar liðið leikur við Suður-Kóreu í nótt. Leikurinn hefst klukkan 05.00 að íslenskum tíma en leikið er á Yongin Citizen Sports Park.

Sport
Fréttamynd

Stefnum á annað sætið

Stelpurnar okkar eru í riðli með ríkjandi heims- og Evrópumeisturum Frakka, Króatíu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 þar sem tvö lið komast áfram.

Handbolti
Fréttamynd

„Þeir voru náttúrlega algerlega svo lúðalegir“

Kolbrúnu Kristínu Daníelsdóttur finnst stórmerkilegt að Proclaimers-tvíburinn Craig Reid muni enn eftir því þegar hún vatt sér að honum í London 1988 með þau óvæntu gleðitíðindi að þeir bræður væru á toppi vinsældalista Rásar 2.

Lífið
Fréttamynd

Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni

Innri endurskoðun skilaði borgarráði skýrslu um fjórar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Mathöllin á Hlemmi fór tugi milljóna fram úr fjárheimildum. Forseti borgarstjórnar segir ábendingarnar góðar.

Innlent
Fréttamynd

Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Svívirða 

Það sem er svívirðilegt í huga eins er yfirsjón í huga annars. Inntak gildismats er ekki alltaf einhlítt, sérstaklega í svona lýðræðissamfélögum sem þróast.

Skoðun
Fréttamynd

Ný leið 

Óvissunni hefur loksins verið aflétt. Stemningin fyrir verkfallsaðgerðum, samtímis fjöldauppsögnum og niðursveiflu í efnahagslífinu, reyndist afar lítil þegar á hólminn var komið.

Skoðun
Fréttamynd

 Svik og prettir hf.

Það hefur verið átakanlega sorglegt að fylgjast með fréttaflutningi fjölmiðla af því hvernig einstaka bílaleigur hafa starfrækt skipulagðar svikamyllur gagnvart íslenskum neytendum með því að skrúfa niður kílómetrafjölda í bílaleigubílum sem síðan hafa verið seldir landsmönnum.

Skoðun
Fréttamynd

Býr Guð í gagnaverinu?

Í gamla daga, löngu áður en nokkur lesandi Fréttablaðsins fæddist, var fólk byrjað að hafa áhyggjur af því að ofgnótt upplýsinga gæti leitt til þess að fólk missti smám saman vitið.

Skoðun
Fréttamynd

Byggðarráð undrast seinagang ráðherra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra gagnrýnir seinagang Lilju Alfreðsdóttur sem hefur ekki staðfest Borðeyri sem verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru síðan sveitarstjórn óskaði eftir því við stjórnvöld.

Innlent
Fréttamynd

Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný

Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum.

Innlent
Fréttamynd

Efla eftirlit með útlendingum

Heimilt verður að leita að og bera kennsl á útlendinga sem hingað koma á grundvelli fingrafaraleitar í VIS-upplýsingakerfinu samkvæmt nýju reglugerðarákvæði sem dómsmálaráðherra hefur birt til kynningar á samráðsvef stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Undrast asa við frágang kjarasamninga

Formaður Eflingar segir að félagið hafi verið í virkum samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins alveg fram á síðustu stundu fyrir undirskrift. Náðst hafi fram mikilvæg atriði á lokametrunum. Ekki sátt um auknar heimildir trúnaðarmanna á vinnustöðum.

Innlent
Fréttamynd

Karlar og hundar velkomnir í kvenfataverslun

Júlía Helgadóttir og Silla Berg í Kvenfataverslun Kormáks og Skjaldar fagna því í kvöld að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum. Karlmenn og hundar eru samt velkomnir í gleðskapinn.

Lífið