Svívirða María Bjarnadóttir skrifar 5. apríl 2019 07:00 Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar.“ Þessi grein í kosningalögum lætur lítið yfir sér en hefur verið áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum; stýrt örlögum ríkisstjórna og valdið fjöldamótmælum. Það sem er svívirðilegt í huga eins er yfirsjón í huga annars. Inntak gildismats er ekki alltaf einhlítt, sérstaklega í svona lýðræðissamfélögum sem þróast. Afstaða til vændis er dæmi um þetta. Mörgum finnst það svívirðilegt brot, öðrum ekki. Lögin virðast hallast að hinu síðara. Refsinæmi vændiskaupa felur til dæmis ekki í sér flekkun mannorðs í skilningi laga um lögmenn. Það er því ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að lögmaður geti keypt vændi af manneskju, hlotið fyrir það dóm (sem yrði auðvitað aldrei birtur á vefnum því það eru svo viðkvæmar upplýsingar) og væri svo kallaður til sem réttargæslumaður eða skipaður verjandi fyrir viðkomandi síðar. Svipað á við um lögreglufólk. Almennt gerum við kröfu um að lögreglumenn sem gegna lykilhlutverki við að framfylgja refsilögum séu ekki að fremja refsiverða háttsemi, jafnvel þó það sé frívakt. En þegar íslenskur lögreglumaður varð uppvís að því að kaupa vændi nýlega var vægasta úrræði beitt við úrlausn málsins. Samkvæmt fréttum lét hann svo af störfum að eigin ósk, en var ekki sagt upp. Ég þekki auðvitað ekki til atvika málsins, en ég er alveg viss um að það kaupir enginn vændi óvart. Það eru mistök annars eðlis en að rekast í takka og kveikja óvart á kjarnorkuofninum eins og Hómer Simpson lenti í á vinnutíma. Hann var reyndar ekki rekinn heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar.“ Þessi grein í kosningalögum lætur lítið yfir sér en hefur verið áhrifavaldur í íslenskum stjórnmálum; stýrt örlögum ríkisstjórna og valdið fjöldamótmælum. Það sem er svívirðilegt í huga eins er yfirsjón í huga annars. Inntak gildismats er ekki alltaf einhlítt, sérstaklega í svona lýðræðissamfélögum sem þróast. Afstaða til vændis er dæmi um þetta. Mörgum finnst það svívirðilegt brot, öðrum ekki. Lögin virðast hallast að hinu síðara. Refsinæmi vændiskaupa felur til dæmis ekki í sér flekkun mannorðs í skilningi laga um lögmenn. Það er því ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að lögmaður geti keypt vændi af manneskju, hlotið fyrir það dóm (sem yrði auðvitað aldrei birtur á vefnum því það eru svo viðkvæmar upplýsingar) og væri svo kallaður til sem réttargæslumaður eða skipaður verjandi fyrir viðkomandi síðar. Svipað á við um lögreglufólk. Almennt gerum við kröfu um að lögreglumenn sem gegna lykilhlutverki við að framfylgja refsilögum séu ekki að fremja refsiverða háttsemi, jafnvel þó það sé frívakt. En þegar íslenskur lögreglumaður varð uppvís að því að kaupa vændi nýlega var vægasta úrræði beitt við úrlausn málsins. Samkvæmt fréttum lét hann svo af störfum að eigin ósk, en var ekki sagt upp. Ég þekki auðvitað ekki til atvika málsins, en ég er alveg viss um að það kaupir enginn vændi óvart. Það eru mistök annars eðlis en að rekast í takka og kveikja óvart á kjarnorkuofninum eins og Hómer Simpson lenti í á vinnutíma. Hann var reyndar ekki rekinn heldur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar