Fréttir Hættir öllu samstarfi Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. Erlent 26.12.2006 12:44 Símkerfi Landsspítala-Háskólasjúkrahúss bilað Símkerfi Landspítala Háskólasjúkrahúss er bilað sem stendur. Erfitt er að ná sambandi í aðalnúmer spítalans og er fólki bent á að prófa bæði heimasíma og farsíma ef ná þarf sambandi við sjúkrahúsið. Verið er að vinna að viðgerðum á símkerfi sjúkrahússins. Innlent 26.12.2006 11:56 Hundruð manna láta lífið í sprengingu í Nígeríu Vitni segja að fleiri en 500 brunnin lík liggi við olíuleiðslu sem sprakk í Nígeríu í dag en gat hafði verið gert á hana í nótt. Þjófar höfðu ætlað sér að stela olíunni og fóru hundruð manna að olíuleiðslunni til þess að ná sér í olíu. Erlent 26.12.2006 11:49 Rætt um hugsanlegan arftaka Túrkmenbashi Allsherjarþing var sett í Túrkmenistan í morgun og sækja það fleiri en 2.500 fulltrúar víðsvegar úr landinu. Þar á að ræða hvernig á að haga kosningum sem og hvaða frambjóðendur á að velja til verksins. Ákveðið var að halda kosningar þann 11. febrúar næstkomandi. Erlent 26.12.2006 10:57 25 farast í sprengjuárás í Bagdad Að minnsta kosti 25 manns létust og 55 særðust þegar að þrjár bílasprengjur sprungu í suðvesturhluta Bagdad í morgun. Árásin átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu og er talin alvarleg, jafnvel á íraskan mælikvarða. Ekki er ljóst hverjum var verið að reyna að ná sér niður á en næstum öll fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar. Erlent 26.12.2006 11:06 Olíudælum komið fyrir í dag Stefnt er að því að koma upp búnaði til að dæla olíu úr Wilson Muuga þegar birtir í dag en skipið strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Hávar Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir veður hafa hamlað því hingað til að hægt væri að koma búnaðnum fyrir en allt útlit er fyrir að hægt sé að hefjast handa í dag. Innlent 26.12.2006 10:21 Eþíópískir hermenn nálgast Mogadishu Eþíópískar hersveitir eru farnar að nálgast höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, og gætu náð henni á sitt vald á næstu 48 klukkustundum en þetta sagði talsmaður Sómalíustjórnar rétt í þessu. Sómalska stjórnin hefur einnig heitið að gefa leiðtogum uppreisnarmanna upp sakir gefist þeir friðsamlega upp. Erlent 26.12.2006 10:03 Tvö ár liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf Þess er minnst um gjörvalla heimsbyggðina í dag að tvö ár eru frá því að flóðbylgjan mikla skall á strandhéruðum við Indlandshaf og grandaði 250.000 manns. Í Taílandi lögðu ættingjar þeirra sem fórust blóm á hafflötinn til minningar um ástvini sína og á indónesísku eynni Balí var viðvörunarbúnaður prófaður og svæði rýmd í æfingaskyni. Erlent 26.12.2006 10:30 Árleg jólabrenna fór út um þúfur Tilraun um tuttugu ungmenna í Grindavík til að halda jólabrennu í gærkvöldi fór út um þúfur þegar lögregla mætti á svæðið og leysti upp samkomuna. Fólkið hafði safnast saman við skrúðgarðinn Sólarvé skammt frá sundlauginni. Þar var hlaðið upp balkesti með spýtnabraki og ýmsu drasli, eldfimum vökva skvett á og síðan kveikt í. Innlent 26.12.2006 09:56 Yfirvöld í Basra slíta samstarfi við breska herinn Yfirvöld í hafnarborginni Basra í Írak segjast hætt að starfa með breska hernum á svæðinu eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni, frelsuðu 127 fanga og sprengdu svo í loft upp höfuðstöðvar hennar. Erlent 26.12.2006 09:54 Fjórir í Keflavík teknir með fíkniefni Fjórir karlmenn voru handteknir í Keflavík um þrjúleytið í nótt vegna meints fíkniefnamisferlis en fíkniefni fundust í bíl sem þeir voru í. Þeir voru færðir í fangageymslur og verða teknir til yfirheyrslu með morgninum. Innlent 26.12.2006 10:11 Lögregla óskar upplýsinga um skemmdarverk Bíll sem stóð í vegkantinum á Hafnavegi rétt utan við Hafnir á Suðurnesjum var skemmdur í nótt, rúður brotnar og hurðir og vélarhlíf dælduð. Bíllinn, sem er af gerðinni Toyota Corolla, hafði staðið þar bilaður frá því á Þorláksmessu. Lögreglan í Keflavík biður þá sem geta gefið upplýsingar um þetta skemmdarverk að hafa samband. Innlent 26.12.2006 10:09 Bílvelta á Garðsvegi Ökumaður, sem grunaður er um ölvun, ók út af og velti bíl á Garðsvegi á Suðurnesjum í morgun á móts við golfvöllinn í Leiru. Lögreglu barst tilkynning um bílveltuna um áttaleytið. Innlent 26.12.2006 09:50 Gazprom krefst hærra verðs frá Hvít-Rússum Rússneski gasrisinn Gazprom hefur komið sér upp varabirgðum af gasi í Þýskalandi til þess að bregðast við hugsanlegum niðurskurði á gasútflutningi til og í gegnum Hvíta-Rússland. Gazprom varaði Hvíta-Rússland við því á mánudaginn að það myndi þurfa að greiða hærra verð fyrir gas frá og með árinu 2007. Viðskipti erlent 26.12.2006 09:35 Umskurður lækkar líkur á HIV-smiti Ný rannsókn hefur sýnt fram á að ef karlmenn eru umskornir eru um 60% minni líkur á því að þeir fái HIV. Rannsóknin benti einnig á að ef þessi aðferð yrði notuð í Afríku gætu hundruð milljarðara sparast sem væri þá hægt að nota til meðferðar fyrir þá sem þegar eru veikir. Erlent 26.12.2006 09:14 Norðurljós og snjór heilla Hundruð erlendra ferðamanna, frá öllum heimshornum, koma árlega hingað til lands í þeim tilgangi að vera hér yfir jólin. Frekar dauft er yfir höfuðborginni jóladagana og lítið um að vera fyrir útlendinga. Þó geta hlutir eins og snjór og norðurljós, gert gæfumuninn fyrir margan ferðamanninn. Það var frekar tómlegt um að litast í höfuðborginni í dag og nánast öll verslun og þjónusta lokuð. Innlent 25.12.2006 18:34 Kirkjusókn með mesta móti Kirkjusókn var með besta móti á landinu öllu í dag og í gær, enda veður með eindæmum gott og blakti varla logi á útikerti. Hjá Íslendingum er sterk hefð fyrir því að hefja jólahald með því að fara í aftansöng, en það færist í vöxt á tekið sé undir í sálmasöng. Almennt er kirkjusókn góð um land allt yfir jóladagana, en í gær er talið að veður hafi stuðlað að góðri aðsókn, en það var með eindæmum gott. Innlent 25.12.2006 18:20 Vatnsleki á Akureyri Slökkvilið Akureyrar fékk tilkynningu um vatnsleka við Furuvelli um kl: 12:48 í dag. Allt vakthafandi lið slökkviliðsins var sent á staðinn til hreinsunar og dælingar. Við komuna á staðinn var ljóst að vatnlekinn var umtalsverður og hefur hreinsun staðið yfir í um fjórar stundir. Innlent 25.12.2006 16:48 Ísraelar fjarlægja 27 vegartálma á Vesturbakkanum Ísraelski forsætisráðherrann, Ehud Olmert, og ríkisstjórn hans ákváðu í dag að fjarlæga 27 vegatálma sem Ísraelar höfðu sett upp í kringum Vesturbakkann. Ákvörðunin er hluti af loforði sem Olmert hafði gefið Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Erlent 25.12.2006 16:46 Rússar kæra PWC Rússnesk stjórnvöld hafa lagt fram kæru á hendur PricewaterhouseCoopers (PWC) í Rússlandi þar sem skattayfirvöld telja að fyrirtækið hafi tekið þátt í því að hylma yfir fjármálamisferli rússneska olíurisans Yukos en stjórnendur hans sitja nú í fangelsi vegna þess. Viðskipti erlent 25.12.2006 16:30 Búdda snúinn aftur? Indversk sjónvarpsstöð skýrði frá því að dularfullur unglingur, sem sumir telja að sé endurholdgun Búdda, sé farinn að sjást á ný eftir að hafa horfið fyrir níu mánuðum. Erlent 25.12.2006 16:18 Átta ára atvinnumaður Átta ára bandarískur drengur að nafni Victor De Leon virðist mjög venjulegur drengur þegar fyrst er á litið. En í raunveruleikanum lifir hann tvöföldu lífi því hann er líka „Lil Poison“, meistari í tölvuleiknum Halo og atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Erlent 25.12.2006 16:00 Drottningin vill brúa kynslóðabilið Elísabet Englandsdrottning hélt í dag jólaávarp sitt og hvatti þar til aukinnar gagnkvæmrar virðingar á milli eldri og yngri kynslóða landsins sem og aukins umburðarlyndis í trúmálum. Sagði hún að álagið sem fylgdi nútímalífi leiddi oft til þess að fjölskyldutengsl trosnuðu og þar með myndi virðing og reynsla tapast sem gæti hugsanlega leitt til enn stærra bils milli kynslóða. Erlent 25.12.2006 15:44 Tvö umferðóhöpp við Grindavíkurafleggjara Tveir bílar skullu á vegatálmum úr steypu með stuttu millibilli við Grindavíkurafleggjara í dag. Bílarnir skemmdust ekki mikið og engin slys urðu á fólki. Talið er að hálka á veginum hafi verið sökudólgurinn að þessu sinni. Innlent 25.12.2006 14:56 Bandaríkjamenn handtaka hóp Írana í Írak Bandaríkjamenn handtóku í gær nokkra Írani sem grunaðir eru um að skipuleggja árásir í Írak. Tveir þeirra sem voru handteknir voru starfsmenn íranska sendiráðsins og voru í Írak í boði forseta landsins en þeim var fljótlega sleppt. Fjórum í viðbót var haldið eftir til frekari yfirheyrslu og voru þar á meðal háttsettir herforingjar í íranska hernum. Erlent 25.12.2006 14:42 Hópslagsmál í Kína Allt að 100 þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Chongqing í Kína í gær til þess að slást. Lögregla stöðvaði þó ekki leikinn þar sem fólkið var að skemmta sér að lúskra á hvoru með risastórum uppblásnum hömrum. Erlent 25.12.2006 13:43 Magn eiturefna hefur áhrif á stærð kynfæra Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Erlent 25.12.2006 13:26 Mikið að gera á slysadeild í nótt Óvenju mikið var að gera á slysadeild í nótt, en menn þar á bæ segja að kvöldið og nóttin hafi verið eins og meðal laugardagskvöld. Flest tilfelli voru vegna ölvunar, og þó nokkur tilfelli um ofurölvun þar sem fólk hafði dottið og legið einhvern tíma úti í kuldanum. Innlent 25.12.2006 13:21 Fáir pílagrímar í Betlehem um jólin Drungi var yfir Betlehem í morgun, jóladag, og óvenju fáir kristnir pílagrímar þar á ferð. Yfirmaður rómversk kaþólsku kirkjunnar í Landinu helga, Michel Sabbah, fór fyrir hópi presta í fæðingarkirkjunni í gærkvöldi, en hann þurfti að aka í gegnum víggirðingar ísraelska hersins til að komast til Betlehem. Erlent 25.12.2006 13:16 Fjárframlög vegna flóðbylgjunnar rannsökuð Bandaríkin og sex Evrópulönd hafa þrýst á Tælendinga að rannsaka hvort fjárframlög sem fara áttu til að bera kennsl á lík eftir flóðbylgjuna fyrir nær tveimur árum, hafi verið misnotuð, en um var að ræða framlög til viðamestu réttarlæknisrannsókn allra tíma. Fyrir utan fjárframlög frá Bandaríkjunum og Bretlandi er einnig um er að ræða framlög frá Finnlandi, Frakklandi Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi. Erlent 25.12.2006 12:29 « ‹ 270 271 272 273 274 275 276 277 278 … 334 ›
Hættir öllu samstarfi Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. Erlent 26.12.2006 12:44
Símkerfi Landsspítala-Háskólasjúkrahúss bilað Símkerfi Landspítala Háskólasjúkrahúss er bilað sem stendur. Erfitt er að ná sambandi í aðalnúmer spítalans og er fólki bent á að prófa bæði heimasíma og farsíma ef ná þarf sambandi við sjúkrahúsið. Verið er að vinna að viðgerðum á símkerfi sjúkrahússins. Innlent 26.12.2006 11:56
Hundruð manna láta lífið í sprengingu í Nígeríu Vitni segja að fleiri en 500 brunnin lík liggi við olíuleiðslu sem sprakk í Nígeríu í dag en gat hafði verið gert á hana í nótt. Þjófar höfðu ætlað sér að stela olíunni og fóru hundruð manna að olíuleiðslunni til þess að ná sér í olíu. Erlent 26.12.2006 11:49
Rætt um hugsanlegan arftaka Túrkmenbashi Allsherjarþing var sett í Túrkmenistan í morgun og sækja það fleiri en 2.500 fulltrúar víðsvegar úr landinu. Þar á að ræða hvernig á að haga kosningum sem og hvaða frambjóðendur á að velja til verksins. Ákveðið var að halda kosningar þann 11. febrúar næstkomandi. Erlent 26.12.2006 10:57
25 farast í sprengjuárás í Bagdad Að minnsta kosti 25 manns létust og 55 særðust þegar að þrjár bílasprengjur sprungu í suðvesturhluta Bagdad í morgun. Árásin átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu og er talin alvarleg, jafnvel á íraskan mælikvarða. Ekki er ljóst hverjum var verið að reyna að ná sér niður á en næstum öll fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar. Erlent 26.12.2006 11:06
Olíudælum komið fyrir í dag Stefnt er að því að koma upp búnaði til að dæla olíu úr Wilson Muuga þegar birtir í dag en skipið strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Hávar Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir veður hafa hamlað því hingað til að hægt væri að koma búnaðnum fyrir en allt útlit er fyrir að hægt sé að hefjast handa í dag. Innlent 26.12.2006 10:21
Eþíópískir hermenn nálgast Mogadishu Eþíópískar hersveitir eru farnar að nálgast höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, og gætu náð henni á sitt vald á næstu 48 klukkustundum en þetta sagði talsmaður Sómalíustjórnar rétt í þessu. Sómalska stjórnin hefur einnig heitið að gefa leiðtogum uppreisnarmanna upp sakir gefist þeir friðsamlega upp. Erlent 26.12.2006 10:03
Tvö ár liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf Þess er minnst um gjörvalla heimsbyggðina í dag að tvö ár eru frá því að flóðbylgjan mikla skall á strandhéruðum við Indlandshaf og grandaði 250.000 manns. Í Taílandi lögðu ættingjar þeirra sem fórust blóm á hafflötinn til minningar um ástvini sína og á indónesísku eynni Balí var viðvörunarbúnaður prófaður og svæði rýmd í æfingaskyni. Erlent 26.12.2006 10:30
Árleg jólabrenna fór út um þúfur Tilraun um tuttugu ungmenna í Grindavík til að halda jólabrennu í gærkvöldi fór út um þúfur þegar lögregla mætti á svæðið og leysti upp samkomuna. Fólkið hafði safnast saman við skrúðgarðinn Sólarvé skammt frá sundlauginni. Þar var hlaðið upp balkesti með spýtnabraki og ýmsu drasli, eldfimum vökva skvett á og síðan kveikt í. Innlent 26.12.2006 09:56
Yfirvöld í Basra slíta samstarfi við breska herinn Yfirvöld í hafnarborginni Basra í Írak segjast hætt að starfa með breska hernum á svæðinu eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni, frelsuðu 127 fanga og sprengdu svo í loft upp höfuðstöðvar hennar. Erlent 26.12.2006 09:54
Fjórir í Keflavík teknir með fíkniefni Fjórir karlmenn voru handteknir í Keflavík um þrjúleytið í nótt vegna meints fíkniefnamisferlis en fíkniefni fundust í bíl sem þeir voru í. Þeir voru færðir í fangageymslur og verða teknir til yfirheyrslu með morgninum. Innlent 26.12.2006 10:11
Lögregla óskar upplýsinga um skemmdarverk Bíll sem stóð í vegkantinum á Hafnavegi rétt utan við Hafnir á Suðurnesjum var skemmdur í nótt, rúður brotnar og hurðir og vélarhlíf dælduð. Bíllinn, sem er af gerðinni Toyota Corolla, hafði staðið þar bilaður frá því á Þorláksmessu. Lögreglan í Keflavík biður þá sem geta gefið upplýsingar um þetta skemmdarverk að hafa samband. Innlent 26.12.2006 10:09
Bílvelta á Garðsvegi Ökumaður, sem grunaður er um ölvun, ók út af og velti bíl á Garðsvegi á Suðurnesjum í morgun á móts við golfvöllinn í Leiru. Lögreglu barst tilkynning um bílveltuna um áttaleytið. Innlent 26.12.2006 09:50
Gazprom krefst hærra verðs frá Hvít-Rússum Rússneski gasrisinn Gazprom hefur komið sér upp varabirgðum af gasi í Þýskalandi til þess að bregðast við hugsanlegum niðurskurði á gasútflutningi til og í gegnum Hvíta-Rússland. Gazprom varaði Hvíta-Rússland við því á mánudaginn að það myndi þurfa að greiða hærra verð fyrir gas frá og með árinu 2007. Viðskipti erlent 26.12.2006 09:35
Umskurður lækkar líkur á HIV-smiti Ný rannsókn hefur sýnt fram á að ef karlmenn eru umskornir eru um 60% minni líkur á því að þeir fái HIV. Rannsóknin benti einnig á að ef þessi aðferð yrði notuð í Afríku gætu hundruð milljarðara sparast sem væri þá hægt að nota til meðferðar fyrir þá sem þegar eru veikir. Erlent 26.12.2006 09:14
Norðurljós og snjór heilla Hundruð erlendra ferðamanna, frá öllum heimshornum, koma árlega hingað til lands í þeim tilgangi að vera hér yfir jólin. Frekar dauft er yfir höfuðborginni jóladagana og lítið um að vera fyrir útlendinga. Þó geta hlutir eins og snjór og norðurljós, gert gæfumuninn fyrir margan ferðamanninn. Það var frekar tómlegt um að litast í höfuðborginni í dag og nánast öll verslun og þjónusta lokuð. Innlent 25.12.2006 18:34
Kirkjusókn með mesta móti Kirkjusókn var með besta móti á landinu öllu í dag og í gær, enda veður með eindæmum gott og blakti varla logi á útikerti. Hjá Íslendingum er sterk hefð fyrir því að hefja jólahald með því að fara í aftansöng, en það færist í vöxt á tekið sé undir í sálmasöng. Almennt er kirkjusókn góð um land allt yfir jóladagana, en í gær er talið að veður hafi stuðlað að góðri aðsókn, en það var með eindæmum gott. Innlent 25.12.2006 18:20
Vatnsleki á Akureyri Slökkvilið Akureyrar fékk tilkynningu um vatnsleka við Furuvelli um kl: 12:48 í dag. Allt vakthafandi lið slökkviliðsins var sent á staðinn til hreinsunar og dælingar. Við komuna á staðinn var ljóst að vatnlekinn var umtalsverður og hefur hreinsun staðið yfir í um fjórar stundir. Innlent 25.12.2006 16:48
Ísraelar fjarlægja 27 vegartálma á Vesturbakkanum Ísraelski forsætisráðherrann, Ehud Olmert, og ríkisstjórn hans ákváðu í dag að fjarlæga 27 vegatálma sem Ísraelar höfðu sett upp í kringum Vesturbakkann. Ákvörðunin er hluti af loforði sem Olmert hafði gefið Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Erlent 25.12.2006 16:46
Rússar kæra PWC Rússnesk stjórnvöld hafa lagt fram kæru á hendur PricewaterhouseCoopers (PWC) í Rússlandi þar sem skattayfirvöld telja að fyrirtækið hafi tekið þátt í því að hylma yfir fjármálamisferli rússneska olíurisans Yukos en stjórnendur hans sitja nú í fangelsi vegna þess. Viðskipti erlent 25.12.2006 16:30
Búdda snúinn aftur? Indversk sjónvarpsstöð skýrði frá því að dularfullur unglingur, sem sumir telja að sé endurholdgun Búdda, sé farinn að sjást á ný eftir að hafa horfið fyrir níu mánuðum. Erlent 25.12.2006 16:18
Átta ára atvinnumaður Átta ára bandarískur drengur að nafni Victor De Leon virðist mjög venjulegur drengur þegar fyrst er á litið. En í raunveruleikanum lifir hann tvöföldu lífi því hann er líka „Lil Poison“, meistari í tölvuleiknum Halo og atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Erlent 25.12.2006 16:00
Drottningin vill brúa kynslóðabilið Elísabet Englandsdrottning hélt í dag jólaávarp sitt og hvatti þar til aukinnar gagnkvæmrar virðingar á milli eldri og yngri kynslóða landsins sem og aukins umburðarlyndis í trúmálum. Sagði hún að álagið sem fylgdi nútímalífi leiddi oft til þess að fjölskyldutengsl trosnuðu og þar með myndi virðing og reynsla tapast sem gæti hugsanlega leitt til enn stærra bils milli kynslóða. Erlent 25.12.2006 15:44
Tvö umferðóhöpp við Grindavíkurafleggjara Tveir bílar skullu á vegatálmum úr steypu með stuttu millibilli við Grindavíkurafleggjara í dag. Bílarnir skemmdust ekki mikið og engin slys urðu á fólki. Talið er að hálka á veginum hafi verið sökudólgurinn að þessu sinni. Innlent 25.12.2006 14:56
Bandaríkjamenn handtaka hóp Írana í Írak Bandaríkjamenn handtóku í gær nokkra Írani sem grunaðir eru um að skipuleggja árásir í Írak. Tveir þeirra sem voru handteknir voru starfsmenn íranska sendiráðsins og voru í Írak í boði forseta landsins en þeim var fljótlega sleppt. Fjórum í viðbót var haldið eftir til frekari yfirheyrslu og voru þar á meðal háttsettir herforingjar í íranska hernum. Erlent 25.12.2006 14:42
Hópslagsmál í Kína Allt að 100 þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Chongqing í Kína í gær til þess að slást. Lögregla stöðvaði þó ekki leikinn þar sem fólkið var að skemmta sér að lúskra á hvoru með risastórum uppblásnum hömrum. Erlent 25.12.2006 13:43
Magn eiturefna hefur áhrif á stærð kynfæra Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Erlent 25.12.2006 13:26
Mikið að gera á slysadeild í nótt Óvenju mikið var að gera á slysadeild í nótt, en menn þar á bæ segja að kvöldið og nóttin hafi verið eins og meðal laugardagskvöld. Flest tilfelli voru vegna ölvunar, og þó nokkur tilfelli um ofurölvun þar sem fólk hafði dottið og legið einhvern tíma úti í kuldanum. Innlent 25.12.2006 13:21
Fáir pílagrímar í Betlehem um jólin Drungi var yfir Betlehem í morgun, jóladag, og óvenju fáir kristnir pílagrímar þar á ferð. Yfirmaður rómversk kaþólsku kirkjunnar í Landinu helga, Michel Sabbah, fór fyrir hópi presta í fæðingarkirkjunni í gærkvöldi, en hann þurfti að aka í gegnum víggirðingar ísraelska hersins til að komast til Betlehem. Erlent 25.12.2006 13:16
Fjárframlög vegna flóðbylgjunnar rannsökuð Bandaríkin og sex Evrópulönd hafa þrýst á Tælendinga að rannsaka hvort fjárframlög sem fara áttu til að bera kennsl á lík eftir flóðbylgjuna fyrir nær tveimur árum, hafi verið misnotuð, en um var að ræða framlög til viðamestu réttarlæknisrannsókn allra tíma. Fyrir utan fjárframlög frá Bandaríkjunum og Bretlandi er einnig um er að ræða framlög frá Finnlandi, Frakklandi Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi. Erlent 25.12.2006 12:29
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent