Fréttir Herlög verða sett í Sómalíu á laugardaginn Forsætisráðherra Sómalíu, Mohamed Al Gedi, skýrði frá því í kvöld að þing landsins myndi lýsa yfir herlögum frá og með laugardeginum og að þau myndu standa í þrjá mánuði. Erlent 28.12.2006 21:26 Auglýst eftir ferðafélaga á E-bay Breskur maður hefur auglýst til sölu á Ebay lúxusferð fyrir tvo til Jamaíka og er verðið aðeins brot af upprunalegu verði, eða um 90 þúsund krónur í stað 335 þúsund króna. Sá böggull fylgir þó skammrifi að aðeins konur geta keypt ferðina og þær verða að fara með þeim sem selur hana. Erlent 28.12.2006 21:15 Bandaríkin vilja þrýsta á stjórnvöld í Myanmar Bandarísk yfirvöld hafa heitið því að leggja aukinn kraft í að koma á framfæri tillögu innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem mundi setja þrýsting á herstjórnina í Myanmar um að taka upp lýðræðislegri stjórnarhætti og bæta ástand í mannréttindamálum þar í landi. Erlent 28.12.2006 21:12 Danskir múslimar berjast í Sómalíu Forsætisráðherra Sómalíu skýrði frá því í dag í viðtali við norska blaðið Nettavisen að fjölmargir stríðsmenn uppreisnarmanna í Sómalíu séu norskir, sænskir eða danskir ríkisborgarar. Erlent 28.12.2006 20:55 Guðjón Valur íþróttamaður ársins Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var nú rétt í þessu valinn íþróttamaður ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón Valur verður þessa heiðurs aðnjótandi. Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, sigurvegari síðustu tveggja ára, varð í öðru sæti og handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson þriðji. Innlent 28.12.2006 20:29 Tvær milljónir í Mecca Tvær milljónir múslima streymdu út úr borginni Mecca í dag við upphaf Haj pílagrímsfararinnar undir árvökulum augum lögreglu í Sádi Arabíu sem vonast til þess að koma í veg fyrir hvers konar troðning eða ofbeldi. Ferðin til Mecca er samkvæmt Íslam ein af undirstöðum trúarinnar og hana verða allir sem geta að fara. Erlent 28.12.2006 19:46 Edwards ætlar í forsetaframboð John Edwards, sem var varaforsetaefni John Kerry í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2004, hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir tilnefningu demókrata sem forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar sem munu fara fram árið 2008. Erlent 28.12.2006 19:25 Aftaka Saddams verður tekin upp Síðustu andartök í lífi Saddams Hússeins verða tekin upp á myndband af írösku stjórninni en þetta staðfesti fréttamaður CBS í dag en allt ferlið, frá undirritun dómsskjala til hengingarinnar, verði fest á filmu. Aðalöryggisráðgjafi Íraka sagði að dagsetningin myndi ekki vera gerð opinber til þess að komast hjá óeirðum. Erlent 28.12.2006 19:15 Bush segir samráð ganga vel George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri á góðri leið með að undirbúa nýja stefnu fyrir Írak. Bush, sem ætlar sér að kynna hina nýju stefnu í næsta mánuði, hitti í dag Condoleezzu Rice, Dick Cheney, Robert Gates og fleiri háttsetta aðila innan stjórnarinnar til þess að ræða málefni Íraks og hugsanlegar breytingar sem hægt væri að gera á stefnu Bandaríkjanna þar. Erlent 28.12.2006 19:04 Afsláttarkort send heim frá áramótum Tryggingastofnun stefnir að því að verða notendavænni og nær nútímanum, og spara þannig sjúklingum sporin, segir forstjóri Tryggingastofnunar. Um áramót mun stofnunin byrja að senda sjúklingum afsláttarkort sjálfkrafa. Um er að ræða gríðarlega mikilvægt réttindamál, segir formaður öryrkjabandalagsins. Hingað til hefur fólk þurft að safna kvittunum og senda Tryggingastofnun til að fá afsláttarkort sem færir því afslátt af lyfjum og þjónustu. Innlent 28.12.2006 18:53 Ísbirnir í útrýmingarhættu vegna bráðnunar íss Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til að ísbirnir verði settir á válista yfir dýr sem eru í útrýmingarhættu. Mikil ísbráðnun við norðurskautið veldur því að heimkynni bjarnanna eru nú óðum að hverfa. Erlent 28.12.2006 18:17 Þúsund tonn og hörkusamkeppni Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. Innlent 28.12.2006 18:43 Leikskólagjöld lækkuðu í haust en hækka um áramót Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. Innlent 28.12.2006 17:29 Engin lög um skilarétt Nokkur fjöldi jólagjafa er á leið aftur í verslanir nú á milli jóla og nýárs. Skilaréttur neytenda er þó eingöngu upp á vilja verslunareigenda kominn þar sem engin lög eru til um slíkt. Innlent 28.12.2006 17:48 Kveikt var í skammt frá olíubirgðastöð Eyja Ellefu íkveikjur hafa verið á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum síðustu sex ár. Í gærmorgun var kveikt í geymslugámi sem er skammt frá olíubirgðageymslum Eyjanna. Innlent 28.12.2006 17:41 Eþíópíumenn komnir inn í Mogadishu Stjórnarher Sómalíu, með fulltingi eþíópískra hersveita, gekk fylktu liði inn í Mogadishu, höfuðborg landsins í dag, nokkrum klukkustundum eftir að íslamskir uppreisnarmenn yfirgáfu hana. Upplausn virðist ríkja í borginni og þúsundir landsmanna eru á vergangi vegna átakanna. 140 er saknað eftir að báti flóttamanna hvolfdi í dag. Erlent 28.12.2006 18:13 Stórfundur um Byrgið í félagsmálaráðuneytinu Fulltrúar frá Félagsmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Lögreglustjóranum í Reykjavík, Landlækni og Fasteignum ríkissjóðs funduðu í dag um málefni meðferðarheimilisins Byrgisins að Efri-Brú í Grímsnesi. Það var Félagsmálaráðuneytið sem kallaði til fundarins sem lið í upplýsingaöflun sinni um starfsemi Byrgisins og aðstæður skjólstæðinga þess. Í tilkynningu frá ráðuneytinu nú rétt fyrir fréttir kemur fram að Ríkisendurskoðandi skili niðurstöðum um skoðun sína á opinberu fé í rekstri Byrgisins í annarri viku janúar á nýju ári. Innlent 28.12.2006 18:00 Sömu áramótaheit um allan heim Betra jafnvægi í leik og starfi, gera meiri líkamlegar æfingar og að forðast stórslysasambönd eru á meðan þeirra áramótaheita sem eru hvað vinsælust um allan heim þessi áramótin. Alþjóðlega rannsóknarfyrirtækið ACNielsen tók fólk tali í 46 löndum og komst að því að allt frá Bandaríkjunum til Víetnam vildi fólk helst að vinna þess myndi verða í minna hlutverki á komandi ári. Erlent 28.12.2006 17:58 Bretar borga bandamönnum lánið Bretar skýrðu frá því í dag að næstkomandi föstudag myndu þeir klára að borga þau lán sem þeir hefðu tekið við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Lánin fengu þeir frá Bandaríkjunum og Kanada á aðeins tvö prósent vöxtum en heildarupphæðin sem Bretar hafa borgað til baka nemur alls 9.5 milljörðum dollara, eða um 678 milljörðum íslenskra króna. Erlent 28.12.2006 17:46 Kjöt af einræktuðum dýrum hæft til manneldis Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það byggist við því að leyfa sölu og neyslu á kjöti úr einræktuðum dýrum. Dýrin sem um ræðir eru naut, svín og geitur en kjöt úr einræktuðu sauðfé er ekki enn talið hæft til manneldis. Erlent 28.12.2006 17:14 365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður 365 miðlar hafa selt dagblaðið DV og tímaritin Hér og Nú og Veggfóður. Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf, sem er í eigu 365, Hjálms ehf, Sigurjóns M. Egilssonar og Janusar Sigurjónssonar, kaupir DV en útgáfufélagið Fögrudyr ehf., sem gefur út tímaritið Ísafold, kaupir tímaritin. Samhliða breytingunum verður vikuritið Birta fellt inn í Fréttablaðið á nýju ári. Viðskipti innlent 28.12.2006 16:48 365 og Baugur stofna nýtt fyrirtæki í Danmörku 365 hf. og Baugur Group hafa stofnað nýtt fjölmiðlafyrirtæki í Danmörku, Dagsbrun Media K/S. Félagið á danska dagblaðið Nyhedsavisen og rétt rúman meirihluta eða 51 prósent í dreifingarfyrirtækinu Morgendistribution Danmark A/S. Gunnar Smári Egilsson, fyrrum forstjóri Dagsbrúnar, er forstjóri fyrirtækisins sem mun meðal annars skoða útgáfu á fríblöðum í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 28.12.2006 14:48 Erlend verðbréfakaup jukust milli ára Kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum námu rúmum 9 milljörðum krónum umfram sölu í síðasta mánuði. Stærstur hluti kaupanna eru viðskipti með hlutabréf í einstökum félögum og námu þau 6,5 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabanka Íslands. Heildarkaupin á árinu nema 124,5 milljörðum króna samaborið við 105 milljarða krónur í fyrra. Viðskipti innlent 28.12.2006 12:09 Lægri lánshæfiseinkunn hækkaði ekki lánskjör Lækkun matsfyrirtækisins Standard & Poor's á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í erlendri mynt í síðustu viku hefur ekki hafa mikil áhrif á lánskjör á alþjóðamörkuðum enn sem komið er, að sögn greiningardeildar Glitnis. Viðskipti innlent 28.12.2006 11:40 Bandaríkjastjórn í vegi fyrir Virgin America Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa neitað að veita Virgin Group, félagi breska auðkýfingsins sir Richard Bransons, leyfi til að setja á laggirnar lággjaldaflugfélag vestanhafs. Bandarísk lög kveða á um að 75 prósent hlutafjár í flugfélögum verður að vera í eigu Bandaríkjamanna. Viðskipti erlent 28.12.2006 10:17 Uppreisnarmenn í Kólumbíu sleppa tveimur gíslum Annar stærsti uppreisnarhópur í Kólumbíu, ELN, sleppti í dag tveimur lögreglumönnum sem þeir höfðu haft í haldi í rúman mánuð. Ástæðan virðist vera til þess að auka góðvild í garð sinn en þeir eru nú í viðræðum við forseta landsins, Alvaro Uribe. Erlent 27.12.2006 23:50 Bandaríkjamenn vilja friða ísbirni Stjórn George W. Bush hefur lagt til að ísbirnir verði settir á lista yfir þær dýrategundir sem eru í hvað mestri útrýmingarhættu. Fjöldi þeirra hefur stöðugt minnkað undanfarin ár og gróðurhúsaáhrifin hafa valdið hlýnun sem hefur áhrif á heimkynni þeirra og hreinlega bræðir þau. Erlent 27.12.2006 23:30 Hvíta húsið varar við frekari ögrunum Hvíta húsið sagði í dag að frekari óhlýðni af hálfu Írana í garð alþjóðasamfélagsins myndi aðeins gera stöðu þeirra verri og að þeir sem myndu líða væri almenningur. Yfirlýsingin eru viðbrögð við ályktun íranska þingsins í dag um að endurskoða tengsl Íran við Alþjóðakjarnorkustofnunina. Erlent 27.12.2006 23:18 Dani pyntaður í fangelsi í Jemen 23 ára dönskum ríkisborgara var haldið í fangelsi í tvo mánuði án ástæðu í Jemen. Hann var handtekinn vegna gruns um að hann væri hryðjuverkamaður og tengdur al-Kaída. Í fangelsinu var hann síðan laminn og pyntaður. Erlent 27.12.2006 22:53 5 létust í þyrluslysi í Englandi Bresk þyrla með sjö manns innanborðs hrapaði í sjóinn 40 kílómetrum frá ströndinni við Morecamb flóa. Talið er að fólkið hafið verið starfsmenn á olíupalli í nágrenninu og ekki er vitað á þessari stundu hvort var um að ræða neyðarlendingu eða slys. Erlent 27.12.2006 22:36 « ‹ 267 268 269 270 271 272 273 274 275 … 334 ›
Herlög verða sett í Sómalíu á laugardaginn Forsætisráðherra Sómalíu, Mohamed Al Gedi, skýrði frá því í kvöld að þing landsins myndi lýsa yfir herlögum frá og með laugardeginum og að þau myndu standa í þrjá mánuði. Erlent 28.12.2006 21:26
Auglýst eftir ferðafélaga á E-bay Breskur maður hefur auglýst til sölu á Ebay lúxusferð fyrir tvo til Jamaíka og er verðið aðeins brot af upprunalegu verði, eða um 90 þúsund krónur í stað 335 þúsund króna. Sá böggull fylgir þó skammrifi að aðeins konur geta keypt ferðina og þær verða að fara með þeim sem selur hana. Erlent 28.12.2006 21:15
Bandaríkin vilja þrýsta á stjórnvöld í Myanmar Bandarísk yfirvöld hafa heitið því að leggja aukinn kraft í að koma á framfæri tillögu innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem mundi setja þrýsting á herstjórnina í Myanmar um að taka upp lýðræðislegri stjórnarhætti og bæta ástand í mannréttindamálum þar í landi. Erlent 28.12.2006 21:12
Danskir múslimar berjast í Sómalíu Forsætisráðherra Sómalíu skýrði frá því í dag í viðtali við norska blaðið Nettavisen að fjölmargir stríðsmenn uppreisnarmanna í Sómalíu séu norskir, sænskir eða danskir ríkisborgarar. Erlent 28.12.2006 20:55
Guðjón Valur íþróttamaður ársins Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var nú rétt í þessu valinn íþróttamaður ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón Valur verður þessa heiðurs aðnjótandi. Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, sigurvegari síðustu tveggja ára, varð í öðru sæti og handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson þriðji. Innlent 28.12.2006 20:29
Tvær milljónir í Mecca Tvær milljónir múslima streymdu út úr borginni Mecca í dag við upphaf Haj pílagrímsfararinnar undir árvökulum augum lögreglu í Sádi Arabíu sem vonast til þess að koma í veg fyrir hvers konar troðning eða ofbeldi. Ferðin til Mecca er samkvæmt Íslam ein af undirstöðum trúarinnar og hana verða allir sem geta að fara. Erlent 28.12.2006 19:46
Edwards ætlar í forsetaframboð John Edwards, sem var varaforsetaefni John Kerry í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2004, hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir tilnefningu demókrata sem forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar sem munu fara fram árið 2008. Erlent 28.12.2006 19:25
Aftaka Saddams verður tekin upp Síðustu andartök í lífi Saddams Hússeins verða tekin upp á myndband af írösku stjórninni en þetta staðfesti fréttamaður CBS í dag en allt ferlið, frá undirritun dómsskjala til hengingarinnar, verði fest á filmu. Aðalöryggisráðgjafi Íraka sagði að dagsetningin myndi ekki vera gerð opinber til þess að komast hjá óeirðum. Erlent 28.12.2006 19:15
Bush segir samráð ganga vel George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri á góðri leið með að undirbúa nýja stefnu fyrir Írak. Bush, sem ætlar sér að kynna hina nýju stefnu í næsta mánuði, hitti í dag Condoleezzu Rice, Dick Cheney, Robert Gates og fleiri háttsetta aðila innan stjórnarinnar til þess að ræða málefni Íraks og hugsanlegar breytingar sem hægt væri að gera á stefnu Bandaríkjanna þar. Erlent 28.12.2006 19:04
Afsláttarkort send heim frá áramótum Tryggingastofnun stefnir að því að verða notendavænni og nær nútímanum, og spara þannig sjúklingum sporin, segir forstjóri Tryggingastofnunar. Um áramót mun stofnunin byrja að senda sjúklingum afsláttarkort sjálfkrafa. Um er að ræða gríðarlega mikilvægt réttindamál, segir formaður öryrkjabandalagsins. Hingað til hefur fólk þurft að safna kvittunum og senda Tryggingastofnun til að fá afsláttarkort sem færir því afslátt af lyfjum og þjónustu. Innlent 28.12.2006 18:53
Ísbirnir í útrýmingarhættu vegna bráðnunar íss Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til að ísbirnir verði settir á válista yfir dýr sem eru í útrýmingarhættu. Mikil ísbráðnun við norðurskautið veldur því að heimkynni bjarnanna eru nú óðum að hverfa. Erlent 28.12.2006 18:17
Þúsund tonn og hörkusamkeppni Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. Innlent 28.12.2006 18:43
Leikskólagjöld lækkuðu í haust en hækka um áramót Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. Innlent 28.12.2006 17:29
Engin lög um skilarétt Nokkur fjöldi jólagjafa er á leið aftur í verslanir nú á milli jóla og nýárs. Skilaréttur neytenda er þó eingöngu upp á vilja verslunareigenda kominn þar sem engin lög eru til um slíkt. Innlent 28.12.2006 17:48
Kveikt var í skammt frá olíubirgðastöð Eyja Ellefu íkveikjur hafa verið á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum síðustu sex ár. Í gærmorgun var kveikt í geymslugámi sem er skammt frá olíubirgðageymslum Eyjanna. Innlent 28.12.2006 17:41
Eþíópíumenn komnir inn í Mogadishu Stjórnarher Sómalíu, með fulltingi eþíópískra hersveita, gekk fylktu liði inn í Mogadishu, höfuðborg landsins í dag, nokkrum klukkustundum eftir að íslamskir uppreisnarmenn yfirgáfu hana. Upplausn virðist ríkja í borginni og þúsundir landsmanna eru á vergangi vegna átakanna. 140 er saknað eftir að báti flóttamanna hvolfdi í dag. Erlent 28.12.2006 18:13
Stórfundur um Byrgið í félagsmálaráðuneytinu Fulltrúar frá Félagsmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Lögreglustjóranum í Reykjavík, Landlækni og Fasteignum ríkissjóðs funduðu í dag um málefni meðferðarheimilisins Byrgisins að Efri-Brú í Grímsnesi. Það var Félagsmálaráðuneytið sem kallaði til fundarins sem lið í upplýsingaöflun sinni um starfsemi Byrgisins og aðstæður skjólstæðinga þess. Í tilkynningu frá ráðuneytinu nú rétt fyrir fréttir kemur fram að Ríkisendurskoðandi skili niðurstöðum um skoðun sína á opinberu fé í rekstri Byrgisins í annarri viku janúar á nýju ári. Innlent 28.12.2006 18:00
Sömu áramótaheit um allan heim Betra jafnvægi í leik og starfi, gera meiri líkamlegar æfingar og að forðast stórslysasambönd eru á meðan þeirra áramótaheita sem eru hvað vinsælust um allan heim þessi áramótin. Alþjóðlega rannsóknarfyrirtækið ACNielsen tók fólk tali í 46 löndum og komst að því að allt frá Bandaríkjunum til Víetnam vildi fólk helst að vinna þess myndi verða í minna hlutverki á komandi ári. Erlent 28.12.2006 17:58
Bretar borga bandamönnum lánið Bretar skýrðu frá því í dag að næstkomandi föstudag myndu þeir klára að borga þau lán sem þeir hefðu tekið við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Lánin fengu þeir frá Bandaríkjunum og Kanada á aðeins tvö prósent vöxtum en heildarupphæðin sem Bretar hafa borgað til baka nemur alls 9.5 milljörðum dollara, eða um 678 milljörðum íslenskra króna. Erlent 28.12.2006 17:46
Kjöt af einræktuðum dýrum hæft til manneldis Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það byggist við því að leyfa sölu og neyslu á kjöti úr einræktuðum dýrum. Dýrin sem um ræðir eru naut, svín og geitur en kjöt úr einræktuðu sauðfé er ekki enn talið hæft til manneldis. Erlent 28.12.2006 17:14
365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður 365 miðlar hafa selt dagblaðið DV og tímaritin Hér og Nú og Veggfóður. Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf, sem er í eigu 365, Hjálms ehf, Sigurjóns M. Egilssonar og Janusar Sigurjónssonar, kaupir DV en útgáfufélagið Fögrudyr ehf., sem gefur út tímaritið Ísafold, kaupir tímaritin. Samhliða breytingunum verður vikuritið Birta fellt inn í Fréttablaðið á nýju ári. Viðskipti innlent 28.12.2006 16:48
365 og Baugur stofna nýtt fyrirtæki í Danmörku 365 hf. og Baugur Group hafa stofnað nýtt fjölmiðlafyrirtæki í Danmörku, Dagsbrun Media K/S. Félagið á danska dagblaðið Nyhedsavisen og rétt rúman meirihluta eða 51 prósent í dreifingarfyrirtækinu Morgendistribution Danmark A/S. Gunnar Smári Egilsson, fyrrum forstjóri Dagsbrúnar, er forstjóri fyrirtækisins sem mun meðal annars skoða útgáfu á fríblöðum í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 28.12.2006 14:48
Erlend verðbréfakaup jukust milli ára Kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum námu rúmum 9 milljörðum krónum umfram sölu í síðasta mánuði. Stærstur hluti kaupanna eru viðskipti með hlutabréf í einstökum félögum og námu þau 6,5 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabanka Íslands. Heildarkaupin á árinu nema 124,5 milljörðum króna samaborið við 105 milljarða krónur í fyrra. Viðskipti innlent 28.12.2006 12:09
Lægri lánshæfiseinkunn hækkaði ekki lánskjör Lækkun matsfyrirtækisins Standard & Poor's á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í erlendri mynt í síðustu viku hefur ekki hafa mikil áhrif á lánskjör á alþjóðamörkuðum enn sem komið er, að sögn greiningardeildar Glitnis. Viðskipti innlent 28.12.2006 11:40
Bandaríkjastjórn í vegi fyrir Virgin America Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa neitað að veita Virgin Group, félagi breska auðkýfingsins sir Richard Bransons, leyfi til að setja á laggirnar lággjaldaflugfélag vestanhafs. Bandarísk lög kveða á um að 75 prósent hlutafjár í flugfélögum verður að vera í eigu Bandaríkjamanna. Viðskipti erlent 28.12.2006 10:17
Uppreisnarmenn í Kólumbíu sleppa tveimur gíslum Annar stærsti uppreisnarhópur í Kólumbíu, ELN, sleppti í dag tveimur lögreglumönnum sem þeir höfðu haft í haldi í rúman mánuð. Ástæðan virðist vera til þess að auka góðvild í garð sinn en þeir eru nú í viðræðum við forseta landsins, Alvaro Uribe. Erlent 27.12.2006 23:50
Bandaríkjamenn vilja friða ísbirni Stjórn George W. Bush hefur lagt til að ísbirnir verði settir á lista yfir þær dýrategundir sem eru í hvað mestri útrýmingarhættu. Fjöldi þeirra hefur stöðugt minnkað undanfarin ár og gróðurhúsaáhrifin hafa valdið hlýnun sem hefur áhrif á heimkynni þeirra og hreinlega bræðir þau. Erlent 27.12.2006 23:30
Hvíta húsið varar við frekari ögrunum Hvíta húsið sagði í dag að frekari óhlýðni af hálfu Írana í garð alþjóðasamfélagsins myndi aðeins gera stöðu þeirra verri og að þeir sem myndu líða væri almenningur. Yfirlýsingin eru viðbrögð við ályktun íranska þingsins í dag um að endurskoða tengsl Íran við Alþjóðakjarnorkustofnunina. Erlent 27.12.2006 23:18
Dani pyntaður í fangelsi í Jemen 23 ára dönskum ríkisborgara var haldið í fangelsi í tvo mánuði án ástæðu í Jemen. Hann var handtekinn vegna gruns um að hann væri hryðjuverkamaður og tengdur al-Kaída. Í fangelsinu var hann síðan laminn og pyntaður. Erlent 27.12.2006 22:53
5 létust í þyrluslysi í Englandi Bresk þyrla með sjö manns innanborðs hrapaði í sjóinn 40 kílómetrum frá ströndinni við Morecamb flóa. Talið er að fólkið hafið verið starfsmenn á olíupalli í nágrenninu og ekki er vitað á þessari stundu hvort var um að ræða neyðarlendingu eða slys. Erlent 27.12.2006 22:36
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent