Fréttir

Fréttamynd

Gengu af fundi

Fulltrúar flugumferðarstjóra gengu af fundi með fulltrúum Flugstoða á níunda tímanum í gærkvöldi án niðurstöðu. Efnislegt samkomulag hafði náðst um lífeyrismál, sem eru helsti ásteytingarsteinninn, en formsatriði kom í veg fyrir að skrifað væri undir samkomulagið.

Innlent
Fréttamynd

Margmenni við útförina

Útför Geralds Ford, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var haldin Washington í dag en hann andaðist á öðrum degi jóla, 93 ára að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Flugskólar lamaðir

Fulltrúar flugumferðarstjóra og Flugstoða settust til fundar nú síðdegis til að freista þess að ná lendingu í deilu sinni. Starfsemi flugskóla Reykjavíkur hefur nánast legið niðri í dag vegna skorts á flugumferðarstjórum.

Innlent
Fréttamynd

Bæði vilja í forsætisráðherrastólinn

Það verður ekki heiglum hent að mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar í vor ef marka má orðaskak formanna Samfylkingar og Vinstri grænna í Kryddsíldinni á gamlársdag. Ný staða gæti komið upp í íslenskum stjórnmálum eftir kosningar, segir stjórnmálafræðingur, ef sá flokkur sem lengst er til vinstri fengi stól utanríkisráðherra

Innlent
Fréttamynd

Aftökunni var næstum frestað

Litlu munaði að aftökunni á Saddam Hussein yrði frestað vegna framkomu böðlanna í hans garð og hafa írösk stjórnvöld fyrirskipað rannsókn á málinu. Óttast er að átök trúarhópa muni magnast vegna þessa en aldrei hafa jafnmargir borgarar látið lífið vegna átaka í Írak og í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Misvísandi upplýsingar frá þorpshöfðingja

Enn er allt á huldu með örlög um hundrað farþega og áhafnar um borð í farþegaflugvél sem hvarf á leið sinni frá Jövu til Súlavesíu-eyja í gærmorgun. Í morgun var sagt að flakið og 12 eftirlifendur væru fundnir en svo var ekki. Rangar upplýsingar frá þorpshöfðinga á Súlavesíu-eyju hafi ratað í fjölmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Læknar meta aðstæður vistmanna

Læknar og sérfræðingar hafa verið fengnir til að skoða aðstæður vistmanna í Byrginu. Reykjavíkurborg, eins og ríkið, bíður niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um fjármál Byrgisins áður en ákvörðun verður tekin um frekari styrki.

Innlent
Fréttamynd

ICEX-15 hækkaði um 15,8 prósent í fyrra

ICEX-15 hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 15,8 prósent á síðasta ári. Til samanburðar nam árleg hækkun vísitölunnar 56-65 prósentum á árunum 2003-2005, að sögn greiningardeildar Glitnis, sem spáði 15-25 prósenta hækkun á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm ára stúlka bitin til bana

Fimm ára stúlka var í gær bitin til bana af pit bull terrier hundi í Englandi. Amma hennar, sem var með hana í pössun, meiddist líka mikið á höndum þegar hún var að reyna að forða stúlkunni frá hundinum. Hundurinn var í eigu frænda stúlkunnar og bjó í sama húsi og amman.

Erlent
Fréttamynd

Flakið ekki enn fundið

Yfirvöld á Indónesíu upplýstu fyrir stundu að flak farþegaflugvélar sem hrapaði á leið sinni frá Jövu til Súmötru í gær hefði ekki fundist líkt og haldið hefði verið fram. Fregnir bárust af því í morgun að vélin hefði fundist í fjallgarði á vestari hluta Súlavesíu-eyju.

Erlent
Fréttamynd

Enginn lést í pílagrímsferðum

Pílagrímsferðum til Mekka er nú lokið án þess að nokkur hafi látist. Í fyrra létust 362 pílagrímar í troðningi og árið 2004 létust 250 manns en öll öryggisgæsla var hert til muna þetta árið og þá sérstaklega vegna staðfestingar á dauðdómi yfir Saddam Hússein og hugsanlegra árása al-Kaída.

Erlent
Fréttamynd

Hersveitir Eþíópíu verða í Sómalíu um sinn

Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að eþíópískar hersveitir myndu þurfa að vera í landinu í þó nokkra mánuði í viðbót. Stuttu áður hafði forsætisráðherra Eþíópíu sagst vonast til þess að geta dregið herlið sitt frá Sómalíu innan fárra vikna.

Erlent
Fréttamynd

Í gæsluvarðhaldi til 1. maí

Maður sem grunaður er um að hafa myrt fimm vændiskonur í nágrenni Ipswich í Englandi í desember mánuði á síðastliðnu ári hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald til 1. maí næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæltu komu ársins 2007

Hópur Frakka ákvað að taka á móti nýja árinu með hinum hefbundna franska hætti - með mótmælum. Hópurinn mótmælti komu ársins 2007 og bar meðal annars mótmælaspjöld sem á stóð „Nei við 2007“ og „Nútíminn er betri“ á göngu sinni í gegnum miðborg Nantes á gamlárskvöld.

Erlent
Fréttamynd

Fljúgandi furðuhlutur sást í Bandaríkjunum

Hópur flugvallarstarfsmanna og flugmanna sem vinna á O'Hare flugvellinum í Chicago í Bandaríkjunum sögðu frá því nýverið að þeir hafi séð fljúgandi furðuhlut sveima yfir flugvellinum þann 7. nóvember síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að halda kjarnorkuáæltun áfram

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, sagði í ræðu í morgun að Íran myndi halda starfsemi við kjarnorkuáætlun sína áfram þrátt fyrir refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna. Ahmadinejad sagði refsiaðgerðirnar ekki hafa neitt gildi í augum Írana.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð undir 61 dal

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór undir 61 dal á tunnu á helstu mörkuðum eftir að Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, var tekinn af lífi. Þá hefur gott veðurfar í Bandaríkjunum hjálpað til við að halda verðinu niðri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Írakar rannsaka myndbönd af Saddam

Íraska ríkisstjórnin ætlar sér að rannsaka það hvernig verðir komust með myndavélasíma inn í aftökuherbergi Saddams Hússeins. Myndband hefur komist í umferð á netinu af aftöku hans þar sem heyra má verðina hrópa móðganir að Saddam en á myndbandinu sem íraska ríkisstjórnin sendi frá sér var ekkert hljóð.

Erlent
Fréttamynd

Rannsókn hreinsar stjórnendur Apple

Bandaríski tölvurisinn Apple skilaði ársuppgjöri sínu á föstudag í síðustu viku, sem var síðasti dagur fyrirtækisins til að gera slíkt. Uppgjörið tafðist vegna rannsóknar bandaríska fjármálaeftirlitsins á kaupréttarsamningum stjórnenda fyrirtækisins sem meðal annars voru veittir Steve Jobs, forstjóra fyrirtækisins. Rannsóknin hreinsar fyrirtækið og stjórnendur þess af misgjörðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mætir fyrir rétt í Ipswich

Maðurinn, sem var handtekinn fyrir morðið á fimm vændiskonum í Bretlandi þann 19. desember á nýliðnu ári, mun koma fyrir rétt í dag.

Erlent
Fréttamynd

Bush fjölgar hermönnum í Írak

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, ætlar sér að kynna nýja áætlun fyrir Írak á næstu dögum. Helsta stefnubreytingin verður að fjölga bandarískum hermönnum í stað þess að leggja áherslu á að þjálfa íraska hermenn. Fréttavefur BBC skýrði frá þessu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Flak flugvélar fundið

Björgunarmenn í Indónesíu fundu í morgun flakið af flugvél sem hafði farist í óveðri í gær. Flugvélin var á leið frá Jövu til Súlavesí. Embættismenn skýrðu frá að 90 væru taldir af og að 12 manns hefðu komist lífs af.

Erlent
Fréttamynd

Vekjaraklukka vakti nágranna

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Álfaborgum í Grafarvogi í gær þar sem maður hringdi í neyðarlínuna út af reykskynjara í íbúð nágrannans, - eða svo hélt hann. Verkefnið var á endanum ekki flóknara en að slökkva á vekjaraklukku sem granninn hafði stillt áður en hann fór að heiman.

Innlent
Fréttamynd

Synt í ísköldu Atlantshafinu

Hundruð manns í Coney Island í Bandaríkjunum fögnuðu nýja árinu með því stinga sér til sunds í ísköldu Atlantshafinu í gær. Sérstakur sjósundsklúbbur hefur verið starfræktur þar í bæ síðan 1903 og hefur staðið fyrir nýárssundi síðan 1920. Skipuleggjendur atburðarins sögðu að allt að 300 manns hefðu tekið þátt í sundinu þetta árið og að jafnvel enn fleiri hefðu komið að fylgjast með.

Erlent
Fréttamynd

Logaði í rúmfötum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi fjölmennt lið af stað eftir að tilkynning barst um mikinn reyk frá húsi við Njálsgötu á fjórða tímanum í nótt. Þegar það kom á vettvang rauk úr brennandi rúmfötum fyrir utan húsið.

Innlent
Fréttamynd

Ríflegur barnastyrkur í Þýskalandi

Þýskar konur, sem eignuðust börn í gær, voru þær fyrstu í landinu til þessa að njóta góðs af nýjum barnastyrkjum þýsku ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt hinum nýju lögum mun það foreldri, sem er frá vinnu til þess að sjá um barn sitt, fá allt að tvo þriðju af fyrrum launum sínum í styrk frá ríkinu. Ekki mun þurfa að borga skatt af þessari upphæð og hún er líka óháð tekjum.

Erlent
Fréttamynd

Eldur í nýbyggingu

Eldur kviknaði í byggingarefni við nýbyggingu í Vogum á Vatnsleysuströnd í gærkvöldi. Slökkviliði tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út, en talsverður eldsmatur er á svæðinu, þar sem fleiri hús eru í byggingu. Slökkvistarf gekk vel og hlaust ekki mikið tjón af.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að kalla út flugumferðastjóra

Landhelgisgæslan mun þurfa að láta ræsa út flugumferðarstjóra til að manna flugturninn í Reykjavík, ef senda þarf þyrlu í neyðarútkall. Ekki mun vera ætlast til að gæslan kalli út flugumferðarstjóra vegna æfingaflugs, þannig að það liggur niðri á meðan Flugstoðir og flugumferðarstjórar hafa ekki náð samkomulagi. Þá liggur allt einkaflug og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli niðri.

Innlent
Fréttamynd

Streyma til landa ESB

Rétt þegar fagnaðarlátum vegna inngöngu Búlgaríu í Evrópusambandið var að ljúka í gær streymdu Búlgarir af stað að leita sér að vinnu í löndum Evrópusambandsins. Fólkið segir að litla sem enga vinnu sé að hafa í Búlgaríu og því verði það að yfirgefa heimahaga sína og gerast farandverkamenn.

Erlent