Fréttir

Fréttamynd

Reynt að bregðast við hlýnuninni

Á ráðstefnu stjórnmálamanna frá áhrifamestu ríkjum heims náðist samkomulag um aðgerðir gegn hlýnun jarðar. Þótt ráðstefnan hafi engin formleg völd er hún talin eiga eftir að hafa fordæmisgildi fyrir þær áðstafanir sem gripið verður til í þessum efnum í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

Kókaín í tonnavís á Spáni

Spænska tollgæslan komst í feitt í vikunni þegar hún fann þrjú og hálft tonn af kókaíni um borð í finnsku kaupskipi. Rökstuddur grunur um að ellefu tonnum til viðbótar hafi verið hent útbyrðis.

Erlent
Fréttamynd

Handrukkurum sleppt úr haldi

Karli og konu á þrítugsaldri, sem voru handtekin í SPRON í gær, var í morgun sleppt úr haldi. Fólkið var handtekið eftir að hafa numið á brott ungan mann af heimili sínu, ógnað honum með hnúum og hnefum og farið með hann nauðugan í SPRON í Skeifunni þar sem hann átti að taka út pening til að borga skuld.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að sæta réttarhaldi

Dómari í Mílanó hefur skipað 26 Bandaríkjamönnum að mæta fyrir rétt vegna ákæra um mannrán. Talið er að flestir þeirra séu starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa rænt manni sem var grunaður um hryðjuverk og flutt hann til Egyptalands þar sem hann var síðar pyntaður.

Erlent
Fréttamynd

Tsjad gæti orðið nýtt Rúanda

Ofbeldið í Tsjad gæti stigmagnast og orðið sambærilegt þjóðarmorðunum í Rúanda. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá þessu í morgun. Hún sagði að ofbeldið í suðausturhluta Tsjad væri farið að líkjast því í Darfur héraði Súdan.

Erlent
Fréttamynd

Óvíst hvenær yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri lýkur

Óvíst er hvenær hægt verður að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni en dómari stöðvaði yfirheyrslur setts saksóknara í gær. Jón Ásgeir er nú farinn af landi brott. Í morgun hefur settur saksóknari yfirheyrt Tryggja Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, vegna fyrstu ákæruatriða í málinu en þau snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs. Í vitnaleiðslunni var einnig komið að viðbrögðum Baugs eftir fund Hreins Loftssonar með Davíði Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld og aðskilnaðarsinnar í Taílandi ræðast við

Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að halda viðræður við uppreisnarmenn múslima í suðurhluta landsins. Síðastliðin þrjú ár hafa uppreisnarmenn barist fyrir eigin ríki og meira en tvö þúsund manns hafa látið lífið í átökunum. Forsætisráðherra Taíland segir þó ekki um formlegar samningaviðræður um að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Vilja rétt verð á vefsíður flugfélaga

Neytendasamtökin krefjast þess að Neytendastofa geri flugfélögum að fara eftir settum reglum varðandi verðupplýsingar til neytenda. Þau hafa lengi gagnrýnt framsetningar flugfélaga á verði flugferða á heimasíðum. Á þeim kemur heildarverð ekki fram fyrr en á seinni stigum í bókunarferlinu. Bera þau það saman við að verslanir gæfu upp verð án virðisaukaskatts á verðmerkingum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Mæðrahús í Níkaragúa fá styrki frá Þróunarsamvinnustofnun

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneyti Níkaragúa um stuðning við fimm Casas Maternaseða Mæðrahús á afskekktum svæðum þar sem mæðra- og ungbarnadauði er algengur. Mæðrahúsin eru ein meginstoðin í áætlun stjórnvalda í Níkaragúa í baráttunni við að fækka dauðsföllum mæðra og ungbarna. Um eitt þúsund konur nýta sér þjónustu þessara fimm húsa á ári hverju.

Innlent
Fréttamynd

Afkoma TM undir spám

Tryggingamiðstöðin (TM) skilaði 696 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við tæpa 7,2 milljarða krónur árið 2005. Hagnaður tryggingafélagsins nam 231,6 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi 2006 sem er undir meðaltalsspá greiningardeilda viðskiptabankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aflaverðmæti 70,5 milljarðar fyrstu 11 mánuði ársins

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 70,5 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2006 samanborið við 63,2 milljarða á sama tímabili 2005. Aflaverðmæti hefur aukist um 7,3 milljarða eða 11,6%. Aflaverðmæti nóvembermánaðar nam 6,2 milljörðum en í nóvember í fyrra var verðmæti afla 5,7 milljarðar.

Innlent
Fréttamynd

Heitasti janúar síðan mælingar hófust

Janúarmánuður er sá heitasti í sögu heimsins síðan mælingar hófust. Vísindamenn telja það meðal annars vera vegna þess hversu lítil áhrif hafstraumurinn El Nino hefur haft.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogi al-Kaída í Írak talinn særður

Abu al-Masri, leiðtogi al-kaída í Írak er sagður hafa særst í bardögum við hersveitir Íraka í norðurhluta Bagdad í gærkvöldi. Al Arabiya sjónvarpsfréttastöðin sagði frá þessu og hafði það eftir innanríkisráðuneytinu í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Pelosi segir Bush skorta heimild til innrásar

Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, skorti heimild til þess að ráðast á Íran. Hún sagði að til þess þyrfti hann samþykki þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna

Lögregla stöðvaði ökumann á Austurvegi á Selfossi í nótt, grunaðan um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Bráðabirgðasýni sýndi að hann væri undir áhrifum amfetamíns og er þetta tólfti ökumaðurinn sem lögreglan á Selfossi tekur úr umferð frá áramótum vegna aksturs undir áhrifum lyfja eða fíkniefna. Annar slíkur ökumaður var tekinn úr umferð í Reykjavík í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Vilja aðgerðir í loftslagsmálum

Leiðtogar ríkja heims eru einhuga um að ná þurfi samkomulagi hið fyrsta um viðbrögð við loftslagsbreytingum. Þetta var niðurstaða fundar sem haldinn var í borginni Washington í Bandaríkjunum og lauk í gær. Lagt var til að þróunarlönd ættu einnig að takmarka útblástur skaðlegra efna rétt eins og ríkari lönd. Í lokayfirlýsingu fundarins var tekið fram að ekki væri lengur hægt að draga í efa áhrif mannsins á loftslagsbreytingar.

Erlent
Fréttamynd

Farþegar yfirbuguðu flugræningjann

Farþegar og áhöfn máritanískrar farþegaþotu sem var rænt í gær náðu að yfirbuga flugræningjann. Hann var handtekinn stuttu eftir að vélin lenti á herflugvelli á Kanarí-eyjum. 71 farþegi og átta fluglilðar voru um borð í vélinni. 21 farþegi slasaðist í ráninu og þar á meðal barnshafandi kona.

Erlent
Fréttamynd

17 ára ökumaður slapp með skrekkinn

Sautján ára ökumaður slapp ómeiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum á Álftanesvegi í nótt og bíllinn valt heila veltu. Hann var með öryggisbelti, sem talið er að hafi komið í veg fyrir að hann slasaðist. Ekkert bendir til að um ofsaakstur ahfi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskyldur sæta hótunum

Fjölskyldur starfsmanna barnaverndarnefndar Reykjavíkur sæta hótunum og voru þrjú slík mál send til lögreglurannsóknar í fyrra, að sögn Fréttablaðsins. Nú er ekki lengur talið óhætt að einn starfsmaður fari á vettvang, ef neyðartilvik koma upp, heldur fara tveir til þrír, eða einn í lögreglufylgd.

Innlent
Fréttamynd

Kim Jong-il 65 ára í dag

Forseti Norður-Kóreu, Kim Jong-il, er 65 ára í dag og verður matarskammtur til almennings aukinn af því tilefni í dag. Afmælisdagur leiðtogans er einn helsti hátíðisdagur Norður-Kóreu. Á þriðjudaginn náðist samkomulag um að draga úr kjarnorkuáætlun landsins og hefur það bætt lund margra landsmanna.

Erlent
Fréttamynd

Segir Baug hafa tapað 260 milljörðum

Jón Ásgeir Jóhannesson var spurður út í ásakanir um fjárdrátt vegna skemmtibáta á Flórída í réttarsal í gær. Hann ræddi einnig tölvupósta Styrmis Gunnarssonar og Jónínu Benediktsdóttur, og upphaf Baugsmálsins við lok skýrslutöku.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvaður í miðri spurningu

Arngrímur Ísberg, dómsformaður í Baugsmálinu, ákvað í gær að takmarka þann tíma sem sækjandi í málinu fengi til að spyrja Jón Ásgeir Jóhannesson, einn sakborninga, út í málavexti. Sækjandi mótmælti þessum takmörkunum.

Innlent
Fréttamynd

Bush skortir heimild til að ráðast á Íran

Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sagði George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ekki hafa heimild til þess að ráðast á Íran. Hún sagði að til þess þyrfti hann samþykki þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogi al-Kaída í Írak slasaður

Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Ayyub al-Masri, hefur slasast í bardögum í norðurhluta Bagdad. Al Arabiya sjónvarpsfréttastöðin sagði frá þessu í dag og hafði það eftir innanríkisráðuneytinu í Írak. Aðstoðarmaður al-Masri mun hafa látist í árásunum en engar frekari upplýsingar hafa fengist. Talsmaður Bandaríkjahers í Bagdad sagðist ekkert vita um atvikið.

Erlent
Fréttamynd

Verða að kunna skil á bandarískum gildum

Nýtt próf verður nú lagt fyrir fólk sem ætlar sér að verða bandarískir ríkisborgarar. Það þarf að svara spurningum um bandarísk gildi og hugtök. Spurt verður um lýðræði, trúfrelsi, réttindi minnihlutahópa og af hverju ríkisvaldið í Bandaríkjunum er þrískipt. Gamla prófið sem innflytjendur áttu að taka snerist meira um dagsetningar og nöfn, einfaldar staðreyndir sem auðvelt var að leggja á minnið.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin hafa sóað 10 milljörðum í Írak

Sjálfstæðir endurskoðendur sem fengnir voru til þess að fylgjast með útgjöldum vegna stríðsins í Írak segja að Bandaríkin hafi sóað meira en 10 milljörðum dollara frá því það hófst. Þeir búast jafnframt við því talan eigi eftir að hækka enn meira.

Erlent
Fréttamynd

Fordæmdi árásirnar í Madríd

Einn af þeim sem sakaður er um að skipuleggja sprengjuárásirnar í Madríd fordæmdi þær þegar hann var yfirheyrður í dag. 191 manns létu lífið í árásunum sem voru á meðal mannskæðustu hryðjuverka í sögu Spánar.

Erlent
Fréttamynd

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda í fyrir utan Bónusvídeó í Mávahlíð í dag. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan þrjú. Maðurinn sem keyrt var á er á áttræðisaldri og þurfti að flytja hann með sjúkrabíl upp á slysavarðstofu. Líðan hans er eftir atvikum góð. Ökumanninum sem keyrði bílinn varð svo mikið um við atvikið að hann þurfti á áfallahjálp að halda.

Innlent