Fréttir Olíuverð undir 57 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór undir 57 bandaríkjadali á tunnu. Ákvörðun Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) að halda framleiðslukvótum aðildarríkjanna óbreyttum á hlut að lækkun á hráolíuverðinu. Greinendur segja enn óvissu um ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 19.3.2007 12:42 Dauðskelkaður á fyrsta klassa Farþegi með flugi British Airways var illa brugðið þegar hann vaknaði eftir blund á fyrsta farrými með lík sér við hlið. Sætið var autt þegar Paul Trinder sofnaði í fluginu á leið frá Delhi á Indlandi. Konan lést á almennu farrými stuttu eftir flugtak. Að sögn talsmanns British Airways var líkið flutt á fyrsta klassa þar sem afturhluti vélarinnar var fullsetinn. Erlent 19.3.2007 12:06 Kjartan mætti Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins mætti til yfirheyrslu í Baugsmálinu í morgun. Kjartan var spurður út í ráð sem hann gaf Styrmi Gunnarssyni ritstjóra Morgunblaðsins varðandi lögmann sem Jón Gerald Sullenberger gæti leitað til í aðdraganda málsins. Innlent 19.3.2007 10:10 Geiri Goldfinger kærður fyrir líkamsárás Leigubílstjóri kærir Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira Goldfinger, fyrir morðhótun og líkamsárás í dag. Hann segir að Ásgeir hafi ráðist á sig á fjórða tímanum í nótt þegar hann keyrði hann frá skemmtistaðnum Vegas í einkasamkvæmi í austhluta borgarinnar. Lögreglan var kölluð til og staðfestir að atvikið hafi átt sér stað á Kleppsvegi. Innlent 19.3.2007 10:32 Barclays og ABN Amro í samrunaviðræðum? Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim. Viðskipti erlent 18.3.2007 23:05 Skeytti skapi sínu á stórverslun Ekki liggur fyrir hvað reytti unglingsstúlku, í Minnesota í Bandaríkjunum, til reiði á föstudaginn en hún ákvað að skeyta skapi sínu á stórverslun. Erlent 18.3.2007 18:57 Grunur um að árásir tengist átökum gengja 15 ára unglingsstrákur var stunginn til bana í Lundúnum í gærkvöldi. Hann er annar unglingurinn sem hlýtur þau örlög þar í borg á þremur dögum. Í síðasta mánuði voru þrír unglingar skotnir til bana í suðurhluta borgarinnar í þremur mismunandi árásum. Grunur leikur á að ódæðin tengist öll átökum gengja. Erlent 18.3.2007 17:58 Aur flæddi niður fjallshlíðina Aur flæddi niður hlíðar eldfjallsins Ruapehu á Nýja Sjálandi í dag og eirði engu, ekki í fyrsta sinn. Íbúar, nærri fjallinu, eru vanir þessum hamförum og búnir undir þær. Erlent 18.3.2007 17:52 Milljón manns fallið í Írak Það er mat ástralsks sérfræðings að milljón mans hafi fallið í átökum í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir fjórum árum. Að sögn Sky fréttastofunnar byggir hann útreikninga sína á upplýsingum frá Barnahjálp og Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og frá læknum í landinu. Aðfaranótt þriðjudagsins næsta eru fjögur ár liðin frá innrásinni í Írak. Erlent 18.3.2007 17:41 Sáttmáli gegn stóriðjuáformum Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. Innlent 18.3.2007 18:33 Tannheilsa barna einnig á ábyrgð foreldra Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. Innlent 18.3.2007 12:19 Þingkosningar í Finnlandi í dag Kosið er til þings í Finnlandi í dag. Búist er við að mið- og vinstristjórn Matti Vanhanen, forsætisráðherra, haldi velli en svo gæti þó farið að einhverjar hrókeringar yrðu. Erlent 18.3.2007 12:03 PS3 í verslanir á föstudag PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum. Leikjavísir 18.3.2007 09:43 Ræða ekki við ráðherra Hamas Bandaríkjamenn ætla ekki að aflétta banni sínu á fjárhagsaðstoð við palestínsku heimastjórnina þó ný þjóðstjórn hafi verið skipuð. Bandarísk stjórnvöld ætla ekki að ræða við ráðherra úr hópi Hamas-liða en útiloka ekki samskipti við aðra ráðherra eftir því sem þurfa þyki. Erlent 18.3.2007 10:34 Árás á skóla í Taílandi Að minnsta kosti þrír unglingar týndu lífi og sjö særðust þegar árás var gerð á íslamskan skóla í Suður-Taílandi í gær. Lögregla kennir uppreisnarmönnum úr hópi múslima um en þorpsbúar segja herinn hafa verið að verki. Erlent 18.3.2007 10:31 Þingkosningar í Finnlandi Kosið er til þings í Finnlandi í dag. Búist er við að mið- og vinstristjórn Matti Vanhanen, forsætisráðherra, haldi velli. Miðflokki Vanhanens er spáð fjórðungi atkvæða og þakka kjósendur stjórninni gott ástand efnhagsmála. Svo gæti þó farið að miðflokkur Vanhanens velji sér annan samstarfsflokk fyrir næsta kjörtímabil fari sem horfir. Erlent 18.3.2007 10:29 Óhóf í drykkju Íra Dagur heilags Patreks er haldinn hátíðlegur í dag og þá innbyrða Írar töluvert af áfengi. Samkvæmt nýrri könnun eru Írar mestu óhófsdrykkjumenn í Evrópu og því vekur sérstakt bjórtilboð, hjá stórmarkaði í Dublin, nokkrar deilur. Erlent 17.3.2007 18:37 Fyrsta konan formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins Mona Sahlin var í dag kosin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, fyrst kvenna í 118 ára sögu flokksins. Formaður Samfylkingarinnar ávarpaði aukalandsfund flokksins í Stokkhólmi í dag og sagði það sögulegt að konur leiddu nú jafnaðarmenn í þremur Norðurlandanna. Erlent 17.3.2007 18:30 Hnignandi tannheilsa barna afrakstur stefnu stjórnvalda Formaður Tannlæknafélags Íslands segir hnignandi tannheilsu íslenskra barna vera afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Miklu hærri fjárframlög þurfi vilji þjóðin halda góðri tannheilsu. Innlent 17.3.2007 19:03 7 týndu lífi í flugslysi Að minnsta kosti 7 týndu lífi og nærri 30 slösuðust, þegar farþegaþota skall utan flugbrautar í lendingu í Síberíu í morgun. 50 farþegar og 7 manna áhöfn voru um borð. Vélin rann inn á flugbrautina og eftir henni þegar hún skall niður. Síðan valt hún. Erlent 17.3.2007 18:24 Olíusamráðsmálið hafði áhrif á væntanlega lagabreytingu Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. Innlent 17.3.2007 18:55 Klórgas notað í Írak 8 eru sagði látnir og 350 veikir, eftir 3 sjálfsmorðssprengjuárásir í Anbar-héraði í Írak í gær. Bílarnir voru allir fullir að klóri. Sprengjurnar sprungu með þriggja tíma millibili á þremur mismunandi stöðum í héraðinu en tveir árásarmannanna óku tankbílum og sá þriðji pallbíl. Erlent 17.3.2007 18:20 Samstarfsmaður Blacks nær sáttum David Radler, einn af fyrrum samstarfsmönnum kanadíska fjölmiðlajöfursins fyrrverandi, Conrad Blacks, sem eitt sinn stýrði einni af stærstu fjölmiðlasamsteypum heims, sættist á að greiða 28,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,9 milljarða íslenskra króna, til bandaríska yfirvalda vegna bókhaldssvika. Viðskipti erlent 17.3.2007 11:06 Atkvæði greidd um þjóðstjórn Palestínska þingið greiðir í dag atkvæði um þjóðstjórn Palestínumanna sem skipuð var í vikunni. Leiðtogar Fatah- og Hamas-samtakanna komust þá að samkomulagi um að þrír óháðir fulltrúar tækju að sér lykilembætti, þar á meðal innanríkisráðuneytið sem helst var deilt um. Búist er við að þingið samþykki ráðherraskipan. Erlent 17.3.2007 10:02 Notuðu lífshættulegt táragas Danska lögreglan notaði lífshættulegt og öflugt táragas gegn mótmælendum við Ungdómshúsið á Norðurbrú í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði. Kaupmannahafnarlögreglan hefur viðurkennt mistök sín. Erlent 17.3.2007 09:55 5 fórust í flugslysi Að minnsta kosti 5 týndu lífi og rúmlega 50 slösuðust þegar farþegaflugvél af gerðinni TU-134 skall harkalega til jarðar í nauðlendingu í borginni Samara í Rússlandi í morgun. Erlent 17.3.2007 09:52 Enn fundað á alþingi Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi og hefur Mörður Árnason verið í ræðustól undanfarin einn og hálfan klukkutíma. Nú standa yfir umræður vegna frumvarps um losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er talsverður fjöldi frumvarpa eftir á dagskrá þingsins og búist er við því að þingfundur standi eitthvað fram yfir miðnætti. Innlent 16.3.2007 23:41 Ætlar að knýja þingið til aðgerða Al Gore hefur safnað fleiri en 300.000 undirskriftum sem hann ætlar sér að færa bandaríska þinginu í von um að það berjist gegn þeim loftslagsbreytingum sem gróðurhúsaáhrif eru talin valda. Erlent 16.3.2007 23:36 Þjóðstjórn tekur við völdum á morgun Nýja þjóðstjórnin í Palestínu mun taka við völdum klukkan níu í fyrramálið að íslenskum tíma. Hún var mynduð eftir að friðarsamkomulag náðist á milli Hamas og Fatah hreyfinganna á sáttafundi sem konungur Sádi-Arabíu stóð fyrir. Ísraelar hafa þvertekið fyrir að starfa með stjórninni og Bandaríkjamenn bíða ávarps Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á morgun en það mun útskýra hverjar stefnur og gildi hinnar nýju stjórnar verða. Erlent 16.3.2007 23:21 Kuldakast gengur yfir Bandaríkin Mikið vetrarveður er nú í norðausturhluta Bandaríkjanna og hafa margir ferðamenn þurft að staldra við um stund. Fjölmörg flugfélög aflýstu ferðum sínum til og frá New York, Fíladelfíu og Boston. Skólum í og við New York hefur einnig verið lokað vegna veðurs. Erlent 16.3.2007 23:11 « ‹ 194 195 196 197 198 199 200 201 202 … 334 ›
Olíuverð undir 57 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór undir 57 bandaríkjadali á tunnu. Ákvörðun Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) að halda framleiðslukvótum aðildarríkjanna óbreyttum á hlut að lækkun á hráolíuverðinu. Greinendur segja enn óvissu um ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 19.3.2007 12:42
Dauðskelkaður á fyrsta klassa Farþegi með flugi British Airways var illa brugðið þegar hann vaknaði eftir blund á fyrsta farrými með lík sér við hlið. Sætið var autt þegar Paul Trinder sofnaði í fluginu á leið frá Delhi á Indlandi. Konan lést á almennu farrými stuttu eftir flugtak. Að sögn talsmanns British Airways var líkið flutt á fyrsta klassa þar sem afturhluti vélarinnar var fullsetinn. Erlent 19.3.2007 12:06
Kjartan mætti Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins mætti til yfirheyrslu í Baugsmálinu í morgun. Kjartan var spurður út í ráð sem hann gaf Styrmi Gunnarssyni ritstjóra Morgunblaðsins varðandi lögmann sem Jón Gerald Sullenberger gæti leitað til í aðdraganda málsins. Innlent 19.3.2007 10:10
Geiri Goldfinger kærður fyrir líkamsárás Leigubílstjóri kærir Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira Goldfinger, fyrir morðhótun og líkamsárás í dag. Hann segir að Ásgeir hafi ráðist á sig á fjórða tímanum í nótt þegar hann keyrði hann frá skemmtistaðnum Vegas í einkasamkvæmi í austhluta borgarinnar. Lögreglan var kölluð til og staðfestir að atvikið hafi átt sér stað á Kleppsvegi. Innlent 19.3.2007 10:32
Barclays og ABN Amro í samrunaviðræðum? Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim. Viðskipti erlent 18.3.2007 23:05
Skeytti skapi sínu á stórverslun Ekki liggur fyrir hvað reytti unglingsstúlku, í Minnesota í Bandaríkjunum, til reiði á föstudaginn en hún ákvað að skeyta skapi sínu á stórverslun. Erlent 18.3.2007 18:57
Grunur um að árásir tengist átökum gengja 15 ára unglingsstrákur var stunginn til bana í Lundúnum í gærkvöldi. Hann er annar unglingurinn sem hlýtur þau örlög þar í borg á þremur dögum. Í síðasta mánuði voru þrír unglingar skotnir til bana í suðurhluta borgarinnar í þremur mismunandi árásum. Grunur leikur á að ódæðin tengist öll átökum gengja. Erlent 18.3.2007 17:58
Aur flæddi niður fjallshlíðina Aur flæddi niður hlíðar eldfjallsins Ruapehu á Nýja Sjálandi í dag og eirði engu, ekki í fyrsta sinn. Íbúar, nærri fjallinu, eru vanir þessum hamförum og búnir undir þær. Erlent 18.3.2007 17:52
Milljón manns fallið í Írak Það er mat ástralsks sérfræðings að milljón mans hafi fallið í átökum í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir fjórum árum. Að sögn Sky fréttastofunnar byggir hann útreikninga sína á upplýsingum frá Barnahjálp og Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og frá læknum í landinu. Aðfaranótt þriðjudagsins næsta eru fjögur ár liðin frá innrásinni í Írak. Erlent 18.3.2007 17:41
Sáttmáli gegn stóriðjuáformum Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. Innlent 18.3.2007 18:33
Tannheilsa barna einnig á ábyrgð foreldra Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. Innlent 18.3.2007 12:19
Þingkosningar í Finnlandi í dag Kosið er til þings í Finnlandi í dag. Búist er við að mið- og vinstristjórn Matti Vanhanen, forsætisráðherra, haldi velli en svo gæti þó farið að einhverjar hrókeringar yrðu. Erlent 18.3.2007 12:03
PS3 í verslanir á föstudag PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum. Leikjavísir 18.3.2007 09:43
Ræða ekki við ráðherra Hamas Bandaríkjamenn ætla ekki að aflétta banni sínu á fjárhagsaðstoð við palestínsku heimastjórnina þó ný þjóðstjórn hafi verið skipuð. Bandarísk stjórnvöld ætla ekki að ræða við ráðherra úr hópi Hamas-liða en útiloka ekki samskipti við aðra ráðherra eftir því sem þurfa þyki. Erlent 18.3.2007 10:34
Árás á skóla í Taílandi Að minnsta kosti þrír unglingar týndu lífi og sjö særðust þegar árás var gerð á íslamskan skóla í Suður-Taílandi í gær. Lögregla kennir uppreisnarmönnum úr hópi múslima um en þorpsbúar segja herinn hafa verið að verki. Erlent 18.3.2007 10:31
Þingkosningar í Finnlandi Kosið er til þings í Finnlandi í dag. Búist er við að mið- og vinstristjórn Matti Vanhanen, forsætisráðherra, haldi velli. Miðflokki Vanhanens er spáð fjórðungi atkvæða og þakka kjósendur stjórninni gott ástand efnhagsmála. Svo gæti þó farið að miðflokkur Vanhanens velji sér annan samstarfsflokk fyrir næsta kjörtímabil fari sem horfir. Erlent 18.3.2007 10:29
Óhóf í drykkju Íra Dagur heilags Patreks er haldinn hátíðlegur í dag og þá innbyrða Írar töluvert af áfengi. Samkvæmt nýrri könnun eru Írar mestu óhófsdrykkjumenn í Evrópu og því vekur sérstakt bjórtilboð, hjá stórmarkaði í Dublin, nokkrar deilur. Erlent 17.3.2007 18:37
Fyrsta konan formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins Mona Sahlin var í dag kosin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, fyrst kvenna í 118 ára sögu flokksins. Formaður Samfylkingarinnar ávarpaði aukalandsfund flokksins í Stokkhólmi í dag og sagði það sögulegt að konur leiddu nú jafnaðarmenn í þremur Norðurlandanna. Erlent 17.3.2007 18:30
Hnignandi tannheilsa barna afrakstur stefnu stjórnvalda Formaður Tannlæknafélags Íslands segir hnignandi tannheilsu íslenskra barna vera afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Miklu hærri fjárframlög þurfi vilji þjóðin halda góðri tannheilsu. Innlent 17.3.2007 19:03
7 týndu lífi í flugslysi Að minnsta kosti 7 týndu lífi og nærri 30 slösuðust, þegar farþegaþota skall utan flugbrautar í lendingu í Síberíu í morgun. 50 farþegar og 7 manna áhöfn voru um borð. Vélin rann inn á flugbrautina og eftir henni þegar hún skall niður. Síðan valt hún. Erlent 17.3.2007 18:24
Olíusamráðsmálið hafði áhrif á væntanlega lagabreytingu Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. Innlent 17.3.2007 18:55
Klórgas notað í Írak 8 eru sagði látnir og 350 veikir, eftir 3 sjálfsmorðssprengjuárásir í Anbar-héraði í Írak í gær. Bílarnir voru allir fullir að klóri. Sprengjurnar sprungu með þriggja tíma millibili á þremur mismunandi stöðum í héraðinu en tveir árásarmannanna óku tankbílum og sá þriðji pallbíl. Erlent 17.3.2007 18:20
Samstarfsmaður Blacks nær sáttum David Radler, einn af fyrrum samstarfsmönnum kanadíska fjölmiðlajöfursins fyrrverandi, Conrad Blacks, sem eitt sinn stýrði einni af stærstu fjölmiðlasamsteypum heims, sættist á að greiða 28,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,9 milljarða íslenskra króna, til bandaríska yfirvalda vegna bókhaldssvika. Viðskipti erlent 17.3.2007 11:06
Atkvæði greidd um þjóðstjórn Palestínska þingið greiðir í dag atkvæði um þjóðstjórn Palestínumanna sem skipuð var í vikunni. Leiðtogar Fatah- og Hamas-samtakanna komust þá að samkomulagi um að þrír óháðir fulltrúar tækju að sér lykilembætti, þar á meðal innanríkisráðuneytið sem helst var deilt um. Búist er við að þingið samþykki ráðherraskipan. Erlent 17.3.2007 10:02
Notuðu lífshættulegt táragas Danska lögreglan notaði lífshættulegt og öflugt táragas gegn mótmælendum við Ungdómshúsið á Norðurbrú í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði. Kaupmannahafnarlögreglan hefur viðurkennt mistök sín. Erlent 17.3.2007 09:55
5 fórust í flugslysi Að minnsta kosti 5 týndu lífi og rúmlega 50 slösuðust þegar farþegaflugvél af gerðinni TU-134 skall harkalega til jarðar í nauðlendingu í borginni Samara í Rússlandi í morgun. Erlent 17.3.2007 09:52
Enn fundað á alþingi Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi og hefur Mörður Árnason verið í ræðustól undanfarin einn og hálfan klukkutíma. Nú standa yfir umræður vegna frumvarps um losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er talsverður fjöldi frumvarpa eftir á dagskrá þingsins og búist er við því að þingfundur standi eitthvað fram yfir miðnætti. Innlent 16.3.2007 23:41
Ætlar að knýja þingið til aðgerða Al Gore hefur safnað fleiri en 300.000 undirskriftum sem hann ætlar sér að færa bandaríska þinginu í von um að það berjist gegn þeim loftslagsbreytingum sem gróðurhúsaáhrif eru talin valda. Erlent 16.3.2007 23:36
Þjóðstjórn tekur við völdum á morgun Nýja þjóðstjórnin í Palestínu mun taka við völdum klukkan níu í fyrramálið að íslenskum tíma. Hún var mynduð eftir að friðarsamkomulag náðist á milli Hamas og Fatah hreyfinganna á sáttafundi sem konungur Sádi-Arabíu stóð fyrir. Ísraelar hafa þvertekið fyrir að starfa með stjórninni og Bandaríkjamenn bíða ávarps Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á morgun en það mun útskýra hverjar stefnur og gildi hinnar nýju stjórnar verða. Erlent 16.3.2007 23:21
Kuldakast gengur yfir Bandaríkin Mikið vetrarveður er nú í norðausturhluta Bandaríkjanna og hafa margir ferðamenn þurft að staldra við um stund. Fjölmörg flugfélög aflýstu ferðum sínum til og frá New York, Fíladelfíu og Boston. Skólum í og við New York hefur einnig verið lokað vegna veðurs. Erlent 16.3.2007 23:11