Fréttir

Fréttamynd

Lögregla í Bandaríkjunum handtekur mótmælendur

Lögregla í New York og í San Francisco í Bandaríkjunum handtók í dag tugi manns sem voru að mótmæla stríðinu í Írak. Fjögur ár eru nú liðin síðan að stríðið hófst. Lögreglumenn í einkennisbúningum voru mun fleiri en mótmælendur í New York en þeir voru aðeins um hundrað talsins. Af þeim voru 44 handteknir.

Erlent
Fréttamynd

88 ára kona skotin fimm sinnum í svefni

88 ára kona er nú á batavegi á sjúkrahúsi í Flórídaríki í Bandaríkjunum eftir að hafa verið skotin fimm sinnum á meðan hún var sofandi heima hjá sér. Lögreglan í Orange County er ennþá að rannsaka hvers vegna ráðist var á hana. Hún telur að skotárásin hafi ekki verið tilviljun en er enn að leita að hugsanlegu tilefni. Lögreglan hefur enn enga grunaða í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Lýstu yfir sakleysi sínu

Tveir lögreglumenn sem ákærðir eru fyrir að hafa skotið 23 ára blökkumann til bana í New York í nóvember í fyrra, sögðust báðir saklausir þegar að réttarhöld hófust yfir þeim í dag. Þriðji lögreglumaðurinn, sem ákærður var fyrir að stofna mannslífi í hættu, lýsti einnig yfir sakleysi sínu. Tveir aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir árásina voru ekki kærðir.

Erlent
Fréttamynd

78 hafa látið lífið í námuslysi

78 hafa nú látið lífið eftir að metansprenging varð í námu í Síberíu í Rússlandi í dag. Slysið er það alvarlegasta í námugeiranum í Rússlandi síðastliðinn áratug. Fleiri en 40 eru ennþá fastir neðanjarðar og dánartalan gæti enn hækkað. Björgunaraðgerðir hafa ekki gengið sem skyldi þar sem að göng hafa hrunið og þykkur reykur kemur út úr námunni.

Erlent
Fréttamynd

Þingmenn ætla að brjótast til valda

Þingmenn í Ekvador, sem forseti landsins hafði áður rekið úr embætti, hétu því í dag að brjótast í gegnum girðingar lögreglu og taka sæti sín á ný. Mikil spenna hefur verið í stjórnmálum í landinu að undanförnu þar sem forseti landsins, Rafael Correa, hefur heitið því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem myndi leiða til stofnunar stjórnarskrárþings. Það á síðan að breyta stjórnarskránni og draga verulega úr völdum þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert kalt vatn í hluta Árbæjarhverfis

Ekkert kalt vatn er nú í Hraunbæ 104 til 168 og í hluta af Rofabæ í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. Samkvæmt vaktstjóra á Bilanavakt Orkuveitunnar var grafið í gegnum kaldavatnsrör á þessum slóðum með fyrrgreindum afleiðingum. Viðgerðir standa nú yfir og áætlar Orkuveitan að kalt vatn verði komið aftur á ekki seinna en klukkan ellefu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Vilja auka völd lögreglu

Þingið í Egyptalandi samþykkti í kvöld umfangsmiklar stjórnarskrárbreytingar sem ríkisstjórnin segir að séu nauðsynlegar umbætur. Mannréttindahópar hafa gagnrýnt breytingarnar og segja að þær muni grafa enn frekar undan mannréttindum í landinu. Breytingarnar þarf þó ennþá að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Erlent
Fréttamynd

250 tonn af stáli á hafsbotni

250 tonn af stáli, sem nota átti til hafnarframkvæmda á Akureyri, hvíla nú í votri gröf. Saga þessarar járnavöru hefur verið reyfarakennd og leið hennar norður þyrnum stráð!

Innlent
Fréttamynd

Refsivert að kaupa áfengi handa unglingum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í Smáralind síðdegis á föstudag fyrir að kaupa áfengi handa tveimur unglingspiltum sem ekki höfðu aldur til kaupanna. Maðurinn og báðir piltarnir voru fluttir á svæðisstöðina í Kópavogi en foreldrar þeirra síðarnefndu voru kallaðir til. Maðurinn á sekt yfir höfði sér, lágmark 20 þúsund krónur, enda er hér um refsivert athæfi að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Lyfti konum og fékk bágt fyrir

Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Íslenskur keppandi segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta.

Erlent
Fréttamynd

Segja endurreisn hafa mistekist

Tæplega 70% Íraka telja endurreisn heimalands síns, eftir innrásina fyrir fjórum árum, hafa misheppnast. Innviðir samfélagsins séu í molum. Íslendingar hafa lagt til tæpar 400 milljónir síðan 2003.

Erlent
Fréttamynd

Gullgrafaraæði í Reykjanesbæ

Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum.

Innlent
Fréttamynd

Írakar svartsýnir

Írakar eru svartsýnir á framtíðina, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Flestir óttast að týna lífi í átökum og treysta ekki innrásarliðum. Í nótt eru fjögur ár frá upphafi Íraksstríðsins. Von um bjarta framtíð hefur vikið fyrir svartnætti í huga almennra Íraka.

Erlent
Fréttamynd

Jarðýta valt

Kantur gaf sig þegar að jarðýta var að ýta jarðvegi úr jarðgöngum, sem verið er að grafa frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar, með þeim afleiðingum að ýtan valt. Guðmundur Ágústsson, verkstjóri hjá fyrirtækinu Háfelli, sagði í samtali við Vísi að betur hefði farið en á horfðist.

Innlent
Fréttamynd

Fíkniefnamál mörg um helgina

Allmörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Farið var á sex veitinga- og skemmtistaði en á fjórum þeirra fundust ætluð fíkniefni. Á meðal fíkniefna sem fundust voru maríjúana, kókaín, hass og amfetamín. Á þessum stöðum voru höfð afskipti af 25-30 manns af fyrrgreindum sökum.

Innlent
Fréttamynd

Ramadan hengdur á morgun

Fyrrum varaforseti Íraks, Taha Yassin Ramadan, verður hengdur á morgun fyrir glæpi gegn mannkyninu. Hann hafði áður verið fundinn sekur fyrir þátt sinn á morðunum í Dujail árið 1982 en þar voru 148 sjía múslimar myrtir.

Erlent
Fréttamynd

94 umferðaróhöpp um helgina

94 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í níu tilfellum stungu menn af frá vettvangi. Langflest óhöppin voru minniháttar en í fjórum tilvikum var fólk flutt á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Ungur útlendingur sem lögreglan handtók í gær vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars næstkomandi. Hann var yfirheyrður í morgun með aðstoð túlks.

Innlent
Fréttamynd

Feginn lokum aðalmeðferðar

Fimm vikna aðalmeðferð í Baugsmálinu er nú að ljúka í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ásgeir Jóhannesson er síðasta vitnið sem er yfirheyrt og er hann nú í vitnastúku. Hann sagði fréttastofu Vísis að hann væri feginn því að þessum hluta væri nú að ljúka, því málið hefði reynt mjög á fyrirtækið og persónulegt líf hans. Kostnaður fyrirtækisins vegna málsins væri hátt á annan milljarð íslenskra króna.

Innlent
Fréttamynd

Smáralind tapaði 654 milljónum króna

Smáralind ehf tapaði 654 milljónum krónum í fyrra samanborið við 101 milljóna króna tap árið 2005. Gestum Smáralindar fjölgaði um 5,2 prósent á milli ára í fyrra og heildarvelta jókst um 11,7 prósent. Fyrirhugað er að hefja byggingu á 15 hæða skrifstofu- og verslunarhúsi á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði

Karlmaður á vélsleða lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Selfoss. Hann kenndi sér meins í baki og herðum. Eftir skoðun var ákveðið að flytja manninn til Reykjavíkur. Snjóflóðið féll þar sem nokkrir menn voru saman á snjósleða og lenti á einum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ungt fólk borðar minni fisk

Fiskneysla ungs fólks minnkar og enn meiri samdráttur er yfirvofandi á komandi árum. Munur er á fiskneyslu eftir landshlutum og hafa matarvenjur í æsku mótandi áhrif. Þá eru ungar konur hrifnar af fiski og grænmeti, en ungir karlar af skyndibita og kjöti. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar meðal ungs fólks á aldrinum 17 til 26 ára.

Innlent
Fréttamynd

Lyf AstraZeneca stóðst ekki prófanir

Gengi hlutabréfa í evrópska lyfjaframleiðandanum AstraZeneca féll um rétt rúm tvö prósent á markaði í dag eftir að eitt af hjartalyfjum fyrirtækisins stóðst ekki prófanir. Lyfið, sem á að nýtast fólki með kransæðasjúkdóma, var þróað af bandaríska fyrirtækinu Atherogenics. Gengi bréfa í bandaríska fyrirtækinu féll um heil 60 prósent í kjölfar fréttanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Borgin reki framhaldsskóla

Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi í dag að leggja til að borgin taki við rekstri eins framhaldsskóla í Reykjavík. Góð raun er að rekstri borgarinnar á grunnskólum eftir að rekstur þeirra fluttist frá ríki til sveitarfélaga. Mikill áhugi er innan ráðsins á þessu tilraunaverkefni.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys á Reyðarfirði

Karlmaður lést í vinnuslysi rétt fyrir hádegi í dag við Hjallanes á Reyðarfirði. Maðurinn var starfsmaður BM Vallár og var að tengja dráttarvagn við bifreið þegar hann klemmdist á milli bifreiðarinnar og vagnsins. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og lést maðurinn af áverkum þeim er hann hlaut í slysinu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Reyðarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Sjóðandi vatnsleki í gamla Morgunblaðshúsinu

Sjóðandi heitt vatn lak inn á loftræstikerfi í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni þar sem Háskólinn í Reykjavík rekur nú kennslustofur. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins lak vatnið niður á milliþil og náði eitthvað að fara niður um eina hæð. Kennsla var í gangi í kennslustofum þegar lekinn uppgötvaðist. Lítil truflun varð þó á kennslu þrátt fyrir störf slökkviliðsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Áhrif virðisaukalækkunar á verðbólgu minni

,,Hefur lækkun virðisaukaskatts og vörugjalds á matvæli skilað sér til neytenda?" er yfirskrift morgunverðarfundar félags viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla Íslands. Fundurinn verður á Nordica hóteli næstkomandi miðvikudagsmorgun. Fjallað er um áhrif lækkunar virðisaukaskatts og vísbendingar þess efnis að nokkuð vanti upp á að lækkunin hafi skilað sér.

Innlent
Fréttamynd

Eldfjallagarður á Reykjanesskaga

Reykjanesskagi verður eldfjallagarður og fólkvangur nái framtíðarsýn Landverndar á Reykjanesskaga fram að ganga. Sólarsamtökin í Straumi, Suðurnesjum og á Suðurlandi halda opna ráðstefnu um málið í Hafnarfirði 24. mars. Þar verður farið yfir hvað skaginn hefur upp á að bjóða varðandi náttúruvernd, útivist, ferðamennsku og nýtingu jarðvarma- og jarðhitaefna. Eldfjallagarður tengir þessa þætti saman.

Innlent