Fréttir

Fréttamynd

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 22,4%

Vísitölu framleiðsluverðs mældist 22,4 prósent á ársgrundvelli í janúar. Verðvísitala afurða stóriðju hækkaði á sama tíma um 42,0 prósent, verðvísitala sjávarafurða hækkaði um 28,6 prósent og verðvísitala matvælaframleiðslu hækkaði um 7,1 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Deila Finnair og FL Group leyst

Skorið hefur verið á hnútinn í deilu stjórnar Finnair og FL Group með þeim hætti að Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, tekur sæti í stjórninni. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, dregur um leið til baka framboð sitt til stjórnar. Aðalfundur Finnair er í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Barátta Obama og Clintons hafin

Tíu mánuðum áður en forvalskosningar bandarísku stjórnmálaflokkanna fara fram hafa átökin á milli stuðningsmanna Hillary Clinton og Barack Obama hafist. En núna er baráttan háð á internetinu.

Erlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir samstarf með hryðjuverkamönnum

Fyrrum sjóliði í bandaríska hernum hefur verið ákærður fyrir að gefa hryðjuverkamönnum leynilegar upplýsingar um staðsetningu herskipa Bandaríkjamanna. Bandarísk yfirvöld skýrðu frá þessu í kvöld. Hassan Abujihaad, 31 árs, var handtekinn í Phoenix í Bandaríkjunum fyrir stuttu.

Erlent
Fréttamynd

700 manna gifting í Belgíu

Um 700 belgar létu gefa sig saman í táknrænni athöfn í flæmska bænum St-Niklaas í norðurhluta Belgíu í kvöld. Í febrúar sem leið höfðu þrjú pör neitað að láta svartan prest sem þar starfar gefa sig saman.

Erlent
Fréttamynd

Vatnselgur í vesturbænum

Töluvert af sjó flæddi yfir varnargarða við Ánanaust um klukkan níu í kvöld. Mikill vatnselgur var á hringtorginu fyrir framan JL-Húsið svokallaða. Menn frá Reykjavíkurborg komu síðan á staðinn og sinntu hreinsunarstörfum. Vegagerðin hafði varað við því að niðurföll myndu hugsanlega ekki anna vatnselgnum þar sem enn gæti verið frosið í þeim.

Innlent
Fréttamynd

Létu háttsettan uppreisnarmann lausan

Bandaríski herinn þurfti að láta lausan einn helsta aðstoðarmann sjía klerksins Moqtada al-Sadr að beiðni forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki. Ahmed Shibani, sem hafði verið í haldi Bandaríkjamanna í meira en tvö ár, var háttsettur aðstoðarmaður al-Sadr. Al-Sadr er óvinveittur Bandaríkjunum og er leiðtogi Mehdi hersins sem Bandaríkjamenn hafa sagt helstu ógnina við öryggi í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Fékk ekki skilnað þrátt fyrir barsmíðar

Þýskur dómari neitaði nýverið að veita konu ættaðri frá Marokkó skilnað, þrátt fyrir að eiginmaður hennar hefði lamið hana ítrekað. Ástæðuna sagði dómarinn vera að Kóraninn leyfði barsmíðar á heimilinu. Í úrskurði sínum sagði dómarinn, sem er kvenkyns, að þar sem parið kæmi frá menningarheimi þar sem ofbeldi innan heimilisins viðgengist og væri viðurkennt, fengi konan ekki skilnað frá eiginmanni sínum.

Erlent
Fréttamynd

Starbucks og McCartney: Gott kaffi

Bandaríska kaffifyrirtækið Starbucks hefur sagt frá því að fyrsti tónlistamaðurinn sem skrifar undir hjá nýju plötufyrirtæki þeirra sé Sir Paul McCartney. Fyrirtækið lýsti því yfir í síðustu viku að það myndi brátt leita samninga við listamenn en það hefur áður aðeins gefið út tónlist sem hefur áður komið út.

Erlent
Fréttamynd

Írakar ræða við uppreisnarhópa

Stjórnvöld í Írak hafa undanfarna daga átt í viðræðum við forvígismenn uppreisnarhópa sem ekki tengjast al-Kaída. Háttsettur starfsmaður stjórnvalda skýrði frá þessu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þingið skipar rágjöfum Bush að bera vitni

Nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur samþykkt tilskipun sem neyðir ráðgjafa George W. Bush, Bandaríkjaforseta, til þess að bera vitni á meðan þeir eru eiðsvarnir. Hvíta húsið hafði áður sagt að það myndi ekki leyfa ráðgjöfunum að ræða við nefndina ef þeir væru eiðsvarnir.

Erlent
Fréttamynd

Háskólinn á Akureyri opnar nýja heimasíðu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði nýja heimasíðu Háskólans á Akureyri miðvikudaginn 21. mars. Heimasíðan er forrituð af hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri í vefumsjónarkerfið Moya. Útlitshönnuður síðunnar er Þormóður Aðalbjarnarson hjá auglýsingastofunni Stíl á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Kona lést í árekstri

Kona á fimmtugsaldri lést þegar jeppi og vörubíll skullu saman rétt austan við Hveragerði um hádegisbil í dag. Þetta er annað banaslysið í umferðinni í ár.

Innlent
Fréttamynd

Stýrivextir óbreyttir í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna lét í dag stýrivexti óbreytta en viðurkenndi þó að efnahagur landsins hefði veikst og að verðbólga hefði hækkað. Vextirnir verða því áfram 5,25 prósent. Sérfræðingar höfðu búist við því að þetta yrði niðurstaðan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sláandi að flytja konur inn til að spjalla

Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur Kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í 30 konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla.

Innlent
Fréttamynd

83 flugferðum frestað

Flug skandinavíska flugfélagsins SAS, til og frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn, lá niðri í morgun þegar flugþjónar og flugfreyjur fóru í nokkurra klukkustunda skyndiverkfall.

Erlent
Fréttamynd

Lík hermanna vanvirt

Fimmtán manns hafa látið í lífið í átökum uppreisnarmanna og sómalska stjórnarhersins í dag, þeim hörðustu frá því íslamistar voru hraktir frá völdum í lok síðasta árs. Kveikt var í líkum hermanna og þau dregin eftir götum höfuðborgarinnar, Mogadishu.

Erlent
Fréttamynd

Chirac styður Sarkozy

Jacques Chirac, Frakklandsforseti, lýsti í dag yfir stuðningi við Nicolas Sarkozy fyrir forsetakosningar sem fram fara í landinu í vor. Yfirlýsingin hefur mikla þýðingu fyrir Sarkozy því grunnt hefur verið á því góða með þeim Chirac undanfarin ár.

Erlent
Fréttamynd

Enn barist í Pakistan

Að minnsta kosti 50 manns létu lífið í átökum ættbálkahöfðingja og al-Kaída liða í norðvesturhluta Pakistan í dag. Þar með hafa nálægt 100 manns látið lífið í átökum á svæðinu undanfarna þrjá daga. Svæðið er nálægt landamærum Pakistan og Afganistan. Báðir aðilar stefna að því að koma NATO frá Afganistan en innbyrðis deilur á milli hópanna leiddu til átakanna.

Erlent
Fréttamynd

Varar við árásum á Íran

Æðsti trúarleiðtogi Írana, Ali Khamenei, varaði í dag við því að Íranar myndu hefna allra árása sem á þá yrðu gerðar. Khamenei hefur áður hótað því að Íranar muni ráðast gegn Bandaríkjamönnum ef þeir ráðast gegn kjarnorkuáætlunum landsins. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt í tilefni af nýársfagnaði Írana.

Erlent
Fréttamynd

Slys um borð í breskum kjarnorkukafbát

Tveir meðlimir breska sjóhersins létu lífið í slysi um borð í kjarnorkukafbáti rétt í þessu. Ekki er vitað hvernig slysið varð. Bresk stjórnvöld hafa þó fullyrt að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á starfsemi kjarnaofnsins um borð í bátnum og að engin hætta stafi því af honum. Ef að kjarnaofninn hefði orðið fyrir tjóni hefðu verið miklar líkur á umhverfisslysi í kjölfarið.

Erlent
Fréttamynd

Gore varar við loftslagsbreytingum

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, varaði í dag við því að neyðarástand gæti skapast um allan heim ef bandaríska þingið gripi ekki til aðgerða í loftslagsmálum. Þetta sagði hann á fundi með nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins í dag. Hann tók fram að enn væri ekki of seint að koma í veg fyrir hamfarir.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíubirgðir minnkuðu sjöttu vikuna í röð

Heildarolíubirgðir í Bandaríkjunum jukust á milli vikna. Hráolíubirgðir drógust hins vegar saman meira en greiniendur höfðu gert ráð fyrir, að því er fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins, sem kom út í dag.Samdráttur hráolíubirgðanna oll verðhækkunum á olíu á heimsmarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Garðabær er draumasveitarfélag Íslands

Garðabær er besta sveitarfélag Íslands samkvæmt könnun tímaritsins Vísbendingar. Fast á hæla þess kemur Seltjarnarnes, en Reykjavík er í 15. sæti, með fimm stig. Efstu sveitarfélögin tvö skera sig nokkuð úr í stigagjöf og eru þau einu sem hljóta fyrstu einkunn. Garðabær með 8,3 stig og Seltjarnarnes með 7,9 stig.

Innlent
Fréttamynd

Útafakstur á Álftanesvegi

Rétt fyrir klukkan þrjú keyrði fólksbíll út af Álftanesvegi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var bifreiðin að koma af Garðarholtsafleggjaranum sem er um 300 metra frá Bessastöðum. Orsakir þess að ökumaðurinn keyrði beint yfir veginn og út af hinum megin eru ókunnar. Hann var einn í bílnum og var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Bankarnir stóðust álagspróf FME

Íslensku viðkiptabankarnir og Straumur-Burðarás stóðust allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins. Með prófinu er gert ráð fyrir því aðað fjármálafyrirtæki standist samtímis margvísleg áföll án þess að eiginfjárhlutfall þeirra fari niður fyrir lögboðið lágmark.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur kaupir í Daybreak

365 hf. hefur selt Baugi Group hf. sautján prósent af atkvæðabæru hlutafé í Daybreak Holdco Limited, móðurfélagi Wyndeham Press Group Limited. Fyrir átti 365 36 prósent af atkvæðabæru hlutafé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn spáir 5,1% verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 prósent í apríl. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 5,9 prósentum í 5,1 prósent. Til samanburðar birti greiningardeild Kaupþings verðbólguspá sína í gær en deildin gerir ráð fyrir því aðverðbólga fari niður í 5,3 prósent í mánuðinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skýrsla um umferðarslys kynnt

Skýrsla Umferðarstofu um umferðarslys á árinu 2006 verður kynnt á fundi í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn í flugskýli Landhelgisgæslunnar í Nauthólsvík. Talsverð fjölgun varð bæði á banaslysum og slysum almennt í umferðinni á síðasta ári. Farið verður yfir niðurstöður skýrslunnar og úrræði sem hægt er að grípa til.

Innlent
Fréttamynd

Framhaldsskólarnir eru „svartur blettur“ á menntakerfinu

Framhaldsskólarnir eru „svartur blettur“ á menntakerfi okkar og það yrði jákvæð þróun að færa rekstur þeirra til sveitarfélaganna. Þetta segir Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann veltir upp tillögu um að lengja skólaskyldualdur í 18 ár. Enn fremur fagnar hann ákvörðun sjálfstæðismanna um tilraunaverkefni með rekstur framhaldsskóla.

Innlent