Fréttir

Fréttamynd

Mun líklega heita Margrét

Lítil prinsessa bættist í dönsku konungsfjölskylduna í dag þegar Friðrik krónprins og Mary eiginkona hans eignuðust dóttur. Þetta er í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæðist í fjölskyldunni.

Erlent
Fréttamynd

Hvarf áhafnarinnar alger ráðgáta

Enn hafa engar vísbendingar fundist afdrif þriggja manna áhafnar skútu sem fannst mannlaus á reki út fyrir ströndum Queensland í Ástralíu vikunni. Þegar björgunarmenn komust um borð í bátinn í gær voru öll segl hans uppi, vélar og tölvur í gangi og ósnertur matur lá á eldhúsborðinu. Þá voru öll björgunarvesti enn um borð.

Erlent
Fréttamynd

Fjölskyldan gjörsamlega miður sín

Fjölskylda Cho Seung-hui, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkum ástvinar síns.

Erlent
Fréttamynd

Castro að hressast

Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, átti í gær klukkustundarlangan fund með háttsettum kínverskum erindreka í Havana í gær. Castro hefur ekki sést opinberlega í níu mánuði og um tíma var óttast að hann væri við dauðans dyr.

Erlent
Fréttamynd

Þriðjungur borgarbúa flúinn

Ekkert lát virðist á átökum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu. Undanfarna þrjá daga hafa á annað hundrað manns týnt lífi í bardögum íslamista og sómalska stjórnarhersins, studdum af eþíópískum hersveitum.

Erlent
Fréttamynd

Fjölskylda Cho harmar fjöldamorðin

Fjölskylda Cho Seung-hui, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún sagðist slegin miklum harmi vegna voðaverkanna sem ástvinur þeirra vann.

Erlent
Fréttamynd

Skaut gísl og stytti sér svo aldur

Umsátri lögreglunnar í Houston í Texas um Johnson-geimferðamiðstöð NASA lauk í nótt með að gíslatökumaðurinn sem þar var innandyra skaut annan gísl sinn til bana og stytti sér svo aldur.

Erlent
Fréttamynd

Kjörfundur hafinn í Nígeríu

Umtalsverð vandræði hafa verið við framkvæmd nígerísku forsetakosninganna sem fram fara í dag. Kjörseðlar sem nota á í kosningunum voru prentaðir erlendis og bárust því ekki til landsins fyrr en seint í gærkvöld. Snemma í morgun var reynt að sprengja upp skrifstofur landskjörstjórnar í höfuðborginni Abúdja en tilræðismönnunum tókst ekki að sprengja upp fleytifullan olíubíl sem þeir höfðu hlaðið á hvellhvettum.

Erlent
Fréttamynd

Hollusta pensíms verður stöðugt ljósari

Niðurstöður nýrra rannsókna á pensími, íslensku efni sem unnið er úr þorskensímum, benda til að það geti unnið á flensustofnum sem herja á menn, jafnvel kvefi. Áður hefur verið sýnt fram á að pensím drepur fuglaflensuveirur.

Innlent
Fréttamynd

Óákveðnir gætu ráðið úrslitum

Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag, en formlegri kosningabaráttu lýkur í kvöld. Þótt kannanir bendi til að kosið verði á milli þeirra Nicolas Sarkozy og Segolene Royal í síðari umferðinni gæti fjöldi óákveðinna kjósenda sett strik í reikninginn.

Erlent
Fréttamynd

Átök blossa upp á ný

Bardagar hafa blossað upp á ný í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, en þrjátíu manns hafa látið þar lífið í ofbeldisverkum undanfarins sólarhrings. Sameinuðu þjóðirnar segja algert neyðarástand ríkja meðal borgarbúa.

Erlent
Fréttamynd

Dow Jones vísitalan aldrei hærri

Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í methæðir við lokun markaða í Bandaríkjanna í dag. Vísitalan hækkaði um 31 punkt í viðskiptum dagsins eftir nokkrar sveiflur og endaði í 2.803,84 stigum. Góð afkoma fjármálafyrirtækja á hlut að hækkun vísitölunnar en slæleg afkoma tæknifyrirtækja kom í veg fyrir að vísitalan færi enn hærra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stimpilgjöld verða felld niður

Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds.

Innlent
Fréttamynd

Afkoma AMR í takt við væntingar

Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skilaði hagnaði upp á 81 milljón bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,284 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið 89 milljónum dala, 5,88 milljörðum króna. Afkoman er í takt við væntingar greinenda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 2,4 prósent

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,4 prósent í apríl frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði hún um 5,1 prósent og síðastliðna 6 mánuði um 2,8 prósent. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,8 prósent, samkvæmt nýjustu upplýsingum Fasteignamats ríkisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivaxtahækkun vofir yfir Bretlandi

Miklar líkur eru taldar á því að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta hið minnsta í Bretlandi á næsta vaxtaákvörðunarfundi Englandsbanka í byrjun maí. Verðbólga mælist nú 3,1 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Auk þessa stendur gengi breska pundsins í hámarki gagnvart bandaríkjadal en það hefur ekki verið hærra í 26 ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fyrsta tap Motorola í fjögur ár

Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola, annað stærsta farsímafyrirtæki í heimi, skilaði tapi upp á 181 milljón bandaríkjadala, 11,8 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið hefur ekki skilað taprekstri í fjögur ár en hann er að mestu tilkominn vegna verðlækkana og sölu á ódýrum farsímum. Greinendur gera ráð fyrir áframhaldandi samdrætti á yfirstandandi fjórðungi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Velta á markaði sambærileg við síðasta ár

Undirliggjandi velta á innlendum hlutabréfamarkaði það sem af er árs er sambærileg og í fyrra. Veltan var lítið minni í janúar og mars en mun meiri í febrúar. Greiningardeild Glitnis segir ástæðuna fyrir aukningunni í febrúar tilfærslu eignarhluta í ár og að markaðurinn snéri við í fremur lítilli veltu eftir hraða hækkun um miðjan febrúar á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Niðurskurðarhnífnum beitt hjá Sony

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Hollenskir bjórframleiðendur sektaðir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur dæmt hollensku bjórframleiðendurna Heineken, Grolsch og Bavaria til að greiða um 273,7 milljónir evra, jafnvirði rúmra 24 milljarða íslenskra króna, í sektir vegna ólögmæts verðsamráðs fyrirtækjanna og aðrar samkeppnishamlandi aðgerðir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aflaverðmæti skipa nam 5,7 milljörðum í janúar

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 5,7 milljörðum króna í janúar á þessu ári samanborið við 3,6 milljarða í janúar 2006 og jókst því um 2,1 milljarð eða 58,8 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um tæp 230 prósent á milli ára. Mestu munar um verðmæti loðnu. Mestu munar um að aflaverðmæti í janúar í fyrra var með minna móti en fyrri ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Yahoo

Hagnaður bandaríska netfyrirtækisins Yahoo nam 142 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 9,2 milljörðum íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta er 11 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Afkoman er undir væntingum greinenda. Fyrirtækið barist hart á netmarkaðnum við risann Google.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður IBM jókst um 8 prósent milli ára

Bandaríski tölvurisinn IBM skilaði hagnaði upp á 1,8 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 117,4 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er átta prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Mesti vöxturinn var í þjónustuhluta fyrirtækisins og yfirtökum á öðrum fyrirtækjum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Glitnir býður upp á ný húsnæðislán á morgun

Glitnir ætlar frá og með morgundeginum að bjóða upp á nýja tegund húsnæðislána þar sem helmingur lánsins er verðtryggður í íslenskri mynt en hinn helmingurinn óverðtryggt lán í lágvaxtamyntunum jenum og svissneskum frönkum. Vextir eru 4,5 prósent miðað við hámarksveðsetningarhlutfallið 80 prósent, sem er sama hlutfall og á verðtryggðum lánum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Knútur tekur tennur

Hvítabjarnarhúnninn Knútur skemmti gestum í dýragarðinum í Berlín í dag en í gær fékk hann að hvíla sig af því að hann var með tannverki. Að sögn dýrahirða í garðinum bar litli anginn sig þá aumlega þar sem hann er að taka tennur en nokkrar verkjatöflur hafa hins vegar slegið á óþægindin.

Erlent
Fréttamynd

Sego saxar á Sarko

Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í frönsku forsetakosningunum, hefur sótt mjög í sig veðrið undanfarna daga og mælist nú með nánast jafn mikið fylgi og helsti keppinautur sinn, Nicolas Sarkozy. Fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Andúð á ríkum ungmennum sögð ástæðan

Andúð á auðugum ungmennum er sögð rót fjöldamorðanna óhugnanlegu í Blacksburg í Virginíu í gær. 23 ára gamall suðurkóreskur maður stráfelldi þá 32 samnemendur sína og starfsmenn við aðalháskóla borgarinnar. Íslensk kona sem stundar nám við skólann segir mikinn samhug hafa ríkt á meðal nemenda skólans í dag.

Erlent
Fréttamynd

Allir flokkar vilja lengra fæðingarorlof

Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs.

Skoðun
Fréttamynd

Norrænir markaðir í hæstu hæðum

Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa hækkað mikið og nálgast nýjar hæðir, ekki síst sá norski sem er nálægt sínu hæsta sögulega gildi. Sænska vísitalan sló met í gær auk þess sem Dow Jones Nordic 30 vísitalan fór í hæsta gildi frá upphafi. Úrvalsvísitalan hefur sömuleiðis staðið í sögulegum hæðum í vikunni en lækkaði í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Coca Cola yfir væntingum

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca Cola skilaði hagnaði upp á 1,26 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 82,4 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 1,11 milljörðum dala, jafnvirði 72,6 milljörðum króna, á sama tíma í fyrra. Þetta er 14 prósenta aukning á milli ára.

Viðskipti erlent