Fréttir

Fréttamynd

Mikill samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði

Sala á íbúðum öðrum en nýjum dróst saman um 8,4 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í mars. Samdrátturinn á íbúðamarkaði í Bandaríkjunum hefur ekki verið meiri í einum mánuði í 18 ár.Á sama tíma hefur sala á nýjum íbúðum ekki verið minni í tæp fjögur ár. Greinendur segja samdráttinn merki um veika stöðu fasteignamarkaðarins vestra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nærri tvöfalt meiri hagnaður hjá Nýherja

Nýherji skilaði 105 milljóna króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 54,3 milljónum króna. Tekjur fyrirtækisins voru umfram áætlanir. Vöxtur var mikill í sölu á netþjónum undir merkjum IBM, hugbúnaði, símkerfum og vörum frá Canon og fartölvum Lenovo, sem keypti fartölvuframleiðslu IBM árið 2004.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FME setur tryggingasölumönnum skýrar reglur

Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér umræðuskjal með drögum að leiðbeinandi tilmælum um starfshætti vátryggingasölumanna, vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanna og vátryggingafélaga. Tilmælin eru til að tryggja ýmsar skyldur tryggingasölumanna. Þar á meðal til að koma í veg fyrir að tryggingasölumenn fari með ónákvæmar upplýsingar og setji fram ósanngjarnar fullyrðingar í garð annarra vátryggingaaðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metafkoma hjá OMX

Kauphallarsamstæðan OMX, sem rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, meðal annars hér, og í Eystrasaltslöndunum, skilaði hagnaði upp á 257 milljónir sænskra króna, jafnvirði 2,4 milljarða íslenskra króna, eftir skatta og gjöld á fyrstu þremur mánuðum ársins. Rekstrarhagnaður samstæðunnar á fyrsta árfjórðungi hefur aldrei verið betri í sögu OMX.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þjóðarsorg í Rússlandi

Pútín Rússlandsforseti hefur lýst yfir þjóðarsorg vegna fráfalls Borísar Jeltsíns, forvera hans í embætti. Jeltsín lést í gær.

Erlent
Fréttamynd

Varnarasamkomulag við Dani og Norðmenn í höfn

Samningar um varnarsamstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Samkvæmt norska blaðinu Aftonposten felur samkomulagið við Norðmenn það í sér að norski flughersinn sjái um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum.

Erlent
Fréttamynd

Falsaðir peningaseðlar í umferð

Lögregla hvetur afgreiðslufólk að vera á varðbergi gagnvart fölsuðum peningaseðlum sem eru í umferð. Nokkur tilvik hafa verið tilkynnt að undanförnu þar sem starfsfólk verslana hefur tekið við heimagerðum seðlum. Lögregla beinir þeim tilmælum til afgreiðslufólks að það taki ekki við hugsanlega fölsuðum seðlum.

Innlent
Fréttamynd

Toyota umsvifamesti bílaframleiðandi heims

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tekið fram úr bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og flaggar nú titlinum umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi. Þessu heldur talsmaður Toyota fram en fyrirtækið seldi tæplega 2,35 milljónir bíla á fyrstu þremur mánuðum ársins á meðan General Motors seldi 2,26 milljónir bíla á sama tíma.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Átti marga aðdáendur og fjendur

Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningur Bayrou gæti ráðið úrslitum

Svo virðist sem miðjumaðurinn Francois Bayrou ráði miklu um hver verði næsti forseti Frakklands þó hann hafi ekki náð í seinni umferð kosninganna. Stuðningur hans gæti ráðið úrslitum að mati stjórnmálaskýrenda. Valið stendur milli hægrimannsins Nicolas Sarkozy og sósíalistans Segolen Royal.

Erlent
Fréttamynd

Spider-Man bætir afkomuna

Bandaríski leikfangaframleiðandinn Hasbro skilaði hagnaði upp á 32,9 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,1 milljarðs króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur fá taprekstri fyrirtækisins í fyrra. Helsta ástæðan fyrir hagnaðinum er góð sala á leikföngum sem tengjast útgáfu þriðju kvikmyndarinnar um ævintýri Köngurlóarmannsins, sem kemur á hvíta tjaldið eftir tvo mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fækka þarf apótekum um þriðjung

Fækka þarf apótekum á Íslandi um þriðjung til að lækka lyfjaverð, segir formaður Lyfjagreiðslunefndar. Lyf á Íslandi eru sextíu prósentum dýrari en lyf að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram í nýútkominni könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Varnarsamkomulag mögulega í höfn

Líklegt má telja að samkomulag um varnarsamstarf Íslands og Noregs á Norður-Atlantshafi takist á fundi Atlantshafsbandalagsþjóða sem haldinn verður í Ósló í Noregi í lok vikunnar. Þá munu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, eiga tvíhliða fund.

Innlent
Fréttamynd

Sarkozy með forskot á Royal

Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, berjast um franska forsetaembættið í seinni umferð kosninga þar í landi eftir hálfan mánuð. Kosningabarátta þeirra er þegar hafin. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum hefur Sarkozy allt að sex prósentustiga forskot á Royal.

Erlent
Fréttamynd

Söguleg bankaviðskipti

Samið var um ein stærstu kaup í sögu bankaviðskipta í morgun þegar tilboð breska Barclays bankans í hollenska bankann ABN AMRO var samþykkt. Kaupverðið nemur jafnvirði sex þúsund milljarða íslenskra króna. Royal Bank of Scotland gæti þó boðið betur og bolað Barclays frá samningaborðinu

Erlent
Fréttamynd

Veitingahúsalisti ekki verið birtur

Samtök ferðaþjónustunnar hafa ekki ákveðið hvort þau ætli að bregðast við könnun Neytendastofu sem sýndi að meirihluti veitingahúsa hafa ekki lækkað hjá sér verð eftir fyrsta mars. Neytendastofa hefur ekki birt lista yfir þau veitingahús sem lækkuðu.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar vegna forsetakosninga

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag vegna hættu á að olíuframleiðsla í Nígeríu skerðist vegna forsetakosninga þar í landi sem nú standa yfir. Nokkur spilling er sögð einkenna forsetakosningarnar og hefur stjórnarandstaðan farið fram á að þær verði ógiltar og kosið að nýju.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Google verðmætasta vörumerkið

Bandaríska netfyrirtækið Google hefur velt hugbúnaðarrisanum Microsoft úr toppsætinu sem verðmætasta vörumerki í heimi. Vörumerki Google er metið á 66,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 4.301 milljarðs íslenskra króna. Raftækjaframleiðandinn General Electric er í öðru sæti en Microsoft í því þriðja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Chiracs-tímanum lokið

Mörg ár eru frá því að svo spennandi forsetakosningar hafa verið haldnar í Frakklandi, besta sönnun þess er auðvitað kjörsóknin í dag. En baráttan undanfarna mánuði hefur líka verið bæði löng og ströng.

Erlent
Fréttamynd

Sarko og Sego komin áfram

Samkvæmt fyrstu tölum úr frönsku forsetakosningunum eru þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komin áfram í síðari umferðina sem fram fer 6. maí næstkomanid. Sarkozy fékk 30,5 prósent atkvæða en Royal 24,3 prósent. Francois Bayrou fékk rúm átján prósent og Jean Marie Le Pen tólf prósent. 84 prósent mættu á kjörstað sem er einhver mesta kjörsókn um árabil.

Erlent
Fréttamynd

Munaðarleysingjahæli brann

Fimm börn brunnu inni og sautján slösuðust þegar eldur kom upp á munaðarleysingjahæli í Sarajevo í Bosníu í morgun. Eldurinn er talinn hafa komið upp á þriðju hæð hússins og breiðst þaðan út til herbergjanna þar sem börnin sváfu.

Erlent
Fréttamynd

Sarko og Sego sögð örugg í aðra umferð

Belgísk fréttastofa birti nú rétt í þessu kosningaspá sem bendir til að Nicolas Sarkozy og Segolene Royal hafi komist áfram í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Franskir fjölmiðlar mega ekki birta slíkar spár fyrr en eftir að kjörstöðum hefur verið lokað.

Erlent
Fréttamynd

Þriðjungur búinn að kjósa

Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn.

Erlent
Fréttamynd

Rotnandi lík á strætum Mógadisjú

Talið er að í það minnsta 200 manns hafi látið lífið í vargöldinni sem geisað hefur í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna fimm daga. Rotnandi lík eru sögð á götum borgarinnar og skothríð og sprengjudrunur kveða stöðugt við í átökum íslamista og stjórnarhers Sómalíu, studdum af eþíópískum hersveitum.

Erlent
Fréttamynd

Halda ætti aðrar kosningar

Að mati stærstu eftirlitssamtakanna sem fylgdust með nígerísku forsetakosningunum í gær var framkvæmd þeirra svo gölluð að þær ætti að ógilda og halda aðrar síðar. Kosningarnar voru háðar í skugga ofbeldis en talið er að yfir fimmtíu manns hafi látist í átökum þeim tengdum.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar ganga að kjörborðinu

Kjörfundur er hafinn í Frakklandi vegna frönsku forsetakosninganna en kjörstaðir voru opnaðir klukkan átta í morgun. Íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær.

Erlent
Fréttamynd

Tólf farast með færeyskum togara

12 manns fórust þegar eldur kom upp í vélarrúmi færeyska frystitogarans Herkúlesar þegar hann var að veiðum úti fyrir ströndum Chile á föstudagskvöldið. 105 manna áhöfn skipsins var bjargað í fjögur nálæg fiskiskip og sjómönnunum var svo komið fyrir í Póseidoni, systuskipi Herkúlesar.

Erlent
Fréttamynd

Kosningar í skugga ofbeldis

Nígeríumenn gengu að kjörborðinu í dag og kusu sér forseta, en synd væri að segja kosningarnar hefðu farið vel fram. Tugir hafa látist í ofbeldisverkum í tengslum við þær og framkvæmdin virðist hafa verið að flestu leyti meingölluð.

Erlent
Fréttamynd

Setti saman lista yfir fólk sem hann vildi drepa

Fjölskylda Seung-Hui Cho, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkunum. Svo virðist sem Seung-Hui hafi lengi áformað að myrða skólafélaga sína til að hefna fyrir einelti sem hann varð fyrir.

Erlent