Fréttir Verðbólga mælist tæp 3.732 prósent í Zimbabve Verðbólga jókst um tæp 1.532 prósent á milli mánaða í Afríkuríkinu Zimbave og jafngildir það að verðbólga þar sé nú tæp 3.732 prósent. Verðbólga í heiminum er hvergi jafn há og í Zimbabve í dag. Til samanburðar mælist 4,7 prósenta verðbólga hér á landi. Viðskipti erlent 17.5.2007 21:50 Viðræður við Þjóðverja um varnamál Þýsk sendinefnd kemur hingað til lands í dag til könnunarviðræðna við íslensk stjórnvöld um hugsanlegt varnarsamstarf. Ekki er um formlegar viðræður að ræða heldur ætla Þjóðverjarnir að skoða varnarsvæðið á Miðnesheiði á morgun með tilliti til aðstöðunnar þar. Innlent 17.5.2007 13:21 Dagar Wolfowitz sagðir taldir Enn einn fundurinn verður haldinn í stjórn Alþjóðabankans í dag um örlög bankastjórans Pauls Wolfowitz en flest bendir nú til að hann muni láta af störfum. Erlent 17.5.2007 13:16 Barnaníðingar stöðvaðir Lögregla í Frakklandi og Belgíu hefur handtekið þrjá menn sem voru komnir á fremsta hlunn með að ræna belgískri telpu og misþyrma henni. Erlent 17.5.2007 13:11 Sýknaður af morði á Miðnesheiði Herdómstóll í Bandaríkjunum sýknaði í gær hermann sem ákærður var fyrir morð á félaga sínum á varnarsvæðinu á Miðnesheiði í ágúst 2005, þrátt fyrir að sterkar vísbendingar væru fyrir sekt hans. Erlent 17.5.2007 13:13 Litla hafmeyjan máluð rauð Enn einu sinni hefur Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Þegar menn fóru á stjá í gær sáu þeir að rauðri málningu hafði verið slett á andlit, brjóst og kjöltu þessa frægasta kennileiti borgarinnar. Erlent 16.5.2007 18:23 Virginia Tech-skotleikur vekur upp reiði Tölvuleikur sem notar skotárásirnar í Virginia Tech-háskólanum sem sögusvið hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum. Höfundur leiksins segist munu taka hann af netinu gegn greiðslu. Erlent 16.5.2007 18:16 Vesturbyggð fagnar hugmyndum um Olíuhreinsistöð Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. Innlent 16.5.2007 19:09 55 geðsjúkir heimilislausir Þriðjungur þeirra sem voru í Byrginu undir það síðasta eru aftur komnir á götuna í neyslu, segir Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðjálpar. Hann telur húsnæðislausa miklu fleiri en yfirvöld viðurkenna og segir athvarf við Njálsgötu einungis veita gálgafrest. Innlent 16.5.2007 17:13 Sarkozy farinn til fundar við Merkel Nicolas Sarkozy sór embættiseið sem forseti Frakklands í dag. Í innsetningarræðu sinni kvaðst hann ætla að efla þjóðareiningu og blása í glæður efnahagslífsins. Búist er við að nýi forsetinn skipi ríkisstjórn sína á morgun Erlent 16.5.2007 18:12 Serbar hafa tekið sig á Yfirvöld í Serbíu hafa hert leitina að Ratko Mladic, sem grunaður er um stórfellda stríðsglæpi á tímum Balkanstríðanna, og því eru góðar líkur á að undirbúningur að viðræðum um ESB-aðild landsins fari í gang á ný. Þetta sagði Olli Rehn, yfirmaður stækkunarmála Evrópusambandsins, eftir samtöl við serbneska ráðamenn í Belgrað í morgun. Erlent 16.5.2007 13:19 Skapadægur Wolfowitz nálgast Búist er við að framtíð Pauls Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans, ráðist á fundi stjórnar bankans síðar í dag. Wolfowitz hefur legið undir miklu ámæli fyrir að hygla ástkonu sinni sem vinnur við bankann og hefur þrýstingur á bankastjórnina farið sívaxandi um að segja honum upp störfum. Erlent 16.5.2007 13:17 Sarkozy orðinn forseti Nicolas Sarkozy sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í morgun. Í setningarræðu sinni kallaði hann eftir þjóðareiningu og boðaði breytingar á frönsku samfélagi. Búist er við að Sarkozy skipi ríkisstjórn sína í fyrsta lagi á morgun. Erlent 16.5.2007 13:09 Mál Wolfowitz fyrir stjórn Alþjóðabankans Paul Wolfowitz bankastjóri Alþjóðabankans fundar nú með 24 manna stjórn bankans vegna ásakana gegn honum. Áður hafði stjórnin komist að niðurstöðu um að Wolfowitz hefði brotið reglur með því að stuðla að launahækkun ástkonu sinnar, sem vinnur hjá bankanum. Stjórnin hefur völd til að reka Wolfowitz, eða lýsa yfir vantrausti á hann. Erlent 15.5.2007 23:21 Yfir sextíu handteknir í Kristjaníu Átök lögreglu og mótmælenda í fríríkinu Kristjaníu héldu áfram í nótt og í morgun og þegar yfir lauk hafði lögregla handtekið á sjötta tug manna. Mótmælin hófust í gærmorgun þegar yfirvöld hófu niðurrif húss sem kallaðist Vindlakassinn. Erlent 15.5.2007 18:09 Fékk 2.000 ára fangelsisdóm Dómstóll í Valencia á Spáni dæmdi í dag svæfingalækni í tvö þúsund ára fangelsi fyrir að hafa smitað hátt í þrjú hundruð manns af lifrarbólgu af C-stofni. Brotin áttu sér stað á árunum 1988-1997 en á þeim tíma var læknirinn háður morfíni. Áður en hann sprautaði sjúklinga sína með lyfinu hafði hann það fyrir sið að sprauta sjálfan sig með sömu nál og þar með flytja veiruna úr sér yfir í þá. Erlent 15.5.2007 18:05 Watson segir öllum ráðum beitt Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. Erlent 15.5.2007 17:58 Enn barist á Gaza Ekkert lát er á ofbeldinu á Gaza-ströndinni þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi á milli Fatah og Hamas-samtakanna. Í morgun gerðu nokkrir Hamas-liðar árás á þjálfunarbúðir lífvarðar forsetans nærri landamærastöð sem kallast Karni. Átta manns létu lífið, allt saman Fatah-menn. Erlent 15.5.2007 12:11 Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. Erlent 15.5.2007 12:14 Dregur úr verðbólgu í Bretlandi Verðbólga mældist 2,8 prósent í Bretlandi í apríl, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,3 prósentustiga lækkun á milli mánaða og í takt við væntingar greinenda, sem telja þetta ekki draga úr líkum á hækkun stýrivaxta í sumar. Viðskipti erlent 15.5.2007 12:21 Úrvalsvísitalan setur nýtt met Úrvalsvísitalan fór yfir 8.000 stiga múrinn stuttu eftir klukkan ellefu í dag og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað jafnt og þétt og hefur slegið hvert metið á fætur öðru síðastliðna tvö viðskiptadaga í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 15.5.2007 11:11 Rice: Ekkert kalt stríð í uppsiglingu Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu en hún kom til Rússlands í dag. Rússar eru uggandi yfir uppsetningu bandarísks eldflaugavarnakerfis í Póllandi sem þeir telja að sé beint gegn sér. Erlent 14.5.2007 17:57 Þrjú þúsund kengúrum verður lógað Dýraverndunarsinnar eru æfir yfir þeim áformum borgaryfirvalda í Canberra í Ástralíu að fella yfir þrjú þúsund kengúrur á næstunni. Kengúrum hefur fjölgað mikið í námunda við höfuðborgina og því óttast ráðamenn að þær verði í framtíðinni aðgangsharðari í matarleit sinni. Erlent 14.5.2007 17:53 Enn tekist á í Kaupmannahöfn Til harkalegra átaka kom á milli óeirðalögreglu og mótmælenda í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í dag. Tólf voru handteknir í átökunum og nokkrir slösuðust enda var táragasi og kylfum óspart beitt. Erlent 14.5.2007 17:52 Úrvalsvísitalan slær nýtt met Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands náði nýjum methæðum við lokun markaða í dag þegar hún endaði í 7.904 stigum. Næstahæsta gildi hennar var á föstudag þegar hún fór í 7.859 stig. Viðskipti innlent 14.5.2007 17:35 Kaupþing með 20% í Storebrand Kaupþing hefur eignast 20 prósenta hlut í norska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Storebrand. Með kaupunum hefur Kaupþings eignast alla þá hluti sem honum er heimilt að eiga í Storebrand, samkvæmt heimild norska yfirvalda. Viðskipti innlent 14.5.2007 15:25 Cerberus kaupir ráðandi hlut í Chrysler Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Cerberus Capital Management ætlar að kaupa 80,1 prósent hlut í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Kaupverð nemur 5,5 milljörðum evra, jafnvirði 477 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 14.5.2007 09:31 Enn eykst velta á fasteignamarkaði Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu voru 225 talsins frá 4. maí til 10. sama mánaðar. Heildarveltan nam 8.085 milljónum króna en meðalupphæð á samning nam 35,9 milljónum króna, samkvæmt nýjum tölum Fasteignamats ríkisins. Á sama tíma í fyrra var 186 samningum þinglýst. Heildarveltan þá nam 6.220 milljónum króna en meðaupphæð samninganna nam 33,4 milljónum króna. Viðskipti innlent 14.5.2007 09:20 Miklar hækkanir í Asíu Gengi hlutabréfa rauk upp á hlutabréfamarkaði í Hong Kong í dag eftir að stjórnvöld í Kína gáfu stofnanafjárfestum græna ljósið á að fjárfestan utan landsteina. Þetta er þó ekki eina ástæðan því fjárfestar eystra urðu bjartsýnir eftir jákvæðar fréttir af bandarísku efnahagslífi en líkur þykja á að bandaríski seðlabankinn ætli að lækka stýrivexti síðar á árinu. Viðskipti erlent 14.5.2007 08:57 Erfitt að finna fullkomna úthlutunarleið Samfylkingin fær tveimur fleiri þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður enda þótt fylgi hennar þar sé rúmum sjö prósentum minna en Sjálfstæðisflokks. Jafnmikið fylgi Samfylkingar í Reykjavík suður skilar tveimur færri þingmönnum. Einn höfunda kosningakerfisins segir erfitt að finna fullkomna leið til að úthluta þingsætum. Innlent 13.5.2007 18:29 « ‹ 167 168 169 170 171 172 173 174 175 … 334 ›
Verðbólga mælist tæp 3.732 prósent í Zimbabve Verðbólga jókst um tæp 1.532 prósent á milli mánaða í Afríkuríkinu Zimbave og jafngildir það að verðbólga þar sé nú tæp 3.732 prósent. Verðbólga í heiminum er hvergi jafn há og í Zimbabve í dag. Til samanburðar mælist 4,7 prósenta verðbólga hér á landi. Viðskipti erlent 17.5.2007 21:50
Viðræður við Þjóðverja um varnamál Þýsk sendinefnd kemur hingað til lands í dag til könnunarviðræðna við íslensk stjórnvöld um hugsanlegt varnarsamstarf. Ekki er um formlegar viðræður að ræða heldur ætla Þjóðverjarnir að skoða varnarsvæðið á Miðnesheiði á morgun með tilliti til aðstöðunnar þar. Innlent 17.5.2007 13:21
Dagar Wolfowitz sagðir taldir Enn einn fundurinn verður haldinn í stjórn Alþjóðabankans í dag um örlög bankastjórans Pauls Wolfowitz en flest bendir nú til að hann muni láta af störfum. Erlent 17.5.2007 13:16
Barnaníðingar stöðvaðir Lögregla í Frakklandi og Belgíu hefur handtekið þrjá menn sem voru komnir á fremsta hlunn með að ræna belgískri telpu og misþyrma henni. Erlent 17.5.2007 13:11
Sýknaður af morði á Miðnesheiði Herdómstóll í Bandaríkjunum sýknaði í gær hermann sem ákærður var fyrir morð á félaga sínum á varnarsvæðinu á Miðnesheiði í ágúst 2005, þrátt fyrir að sterkar vísbendingar væru fyrir sekt hans. Erlent 17.5.2007 13:13
Litla hafmeyjan máluð rauð Enn einu sinni hefur Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Þegar menn fóru á stjá í gær sáu þeir að rauðri málningu hafði verið slett á andlit, brjóst og kjöltu þessa frægasta kennileiti borgarinnar. Erlent 16.5.2007 18:23
Virginia Tech-skotleikur vekur upp reiði Tölvuleikur sem notar skotárásirnar í Virginia Tech-háskólanum sem sögusvið hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum. Höfundur leiksins segist munu taka hann af netinu gegn greiðslu. Erlent 16.5.2007 18:16
Vesturbyggð fagnar hugmyndum um Olíuhreinsistöð Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. Innlent 16.5.2007 19:09
55 geðsjúkir heimilislausir Þriðjungur þeirra sem voru í Byrginu undir það síðasta eru aftur komnir á götuna í neyslu, segir Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðjálpar. Hann telur húsnæðislausa miklu fleiri en yfirvöld viðurkenna og segir athvarf við Njálsgötu einungis veita gálgafrest. Innlent 16.5.2007 17:13
Sarkozy farinn til fundar við Merkel Nicolas Sarkozy sór embættiseið sem forseti Frakklands í dag. Í innsetningarræðu sinni kvaðst hann ætla að efla þjóðareiningu og blása í glæður efnahagslífsins. Búist er við að nýi forsetinn skipi ríkisstjórn sína á morgun Erlent 16.5.2007 18:12
Serbar hafa tekið sig á Yfirvöld í Serbíu hafa hert leitina að Ratko Mladic, sem grunaður er um stórfellda stríðsglæpi á tímum Balkanstríðanna, og því eru góðar líkur á að undirbúningur að viðræðum um ESB-aðild landsins fari í gang á ný. Þetta sagði Olli Rehn, yfirmaður stækkunarmála Evrópusambandsins, eftir samtöl við serbneska ráðamenn í Belgrað í morgun. Erlent 16.5.2007 13:19
Skapadægur Wolfowitz nálgast Búist er við að framtíð Pauls Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans, ráðist á fundi stjórnar bankans síðar í dag. Wolfowitz hefur legið undir miklu ámæli fyrir að hygla ástkonu sinni sem vinnur við bankann og hefur þrýstingur á bankastjórnina farið sívaxandi um að segja honum upp störfum. Erlent 16.5.2007 13:17
Sarkozy orðinn forseti Nicolas Sarkozy sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í morgun. Í setningarræðu sinni kallaði hann eftir þjóðareiningu og boðaði breytingar á frönsku samfélagi. Búist er við að Sarkozy skipi ríkisstjórn sína í fyrsta lagi á morgun. Erlent 16.5.2007 13:09
Mál Wolfowitz fyrir stjórn Alþjóðabankans Paul Wolfowitz bankastjóri Alþjóðabankans fundar nú með 24 manna stjórn bankans vegna ásakana gegn honum. Áður hafði stjórnin komist að niðurstöðu um að Wolfowitz hefði brotið reglur með því að stuðla að launahækkun ástkonu sinnar, sem vinnur hjá bankanum. Stjórnin hefur völd til að reka Wolfowitz, eða lýsa yfir vantrausti á hann. Erlent 15.5.2007 23:21
Yfir sextíu handteknir í Kristjaníu Átök lögreglu og mótmælenda í fríríkinu Kristjaníu héldu áfram í nótt og í morgun og þegar yfir lauk hafði lögregla handtekið á sjötta tug manna. Mótmælin hófust í gærmorgun þegar yfirvöld hófu niðurrif húss sem kallaðist Vindlakassinn. Erlent 15.5.2007 18:09
Fékk 2.000 ára fangelsisdóm Dómstóll í Valencia á Spáni dæmdi í dag svæfingalækni í tvö þúsund ára fangelsi fyrir að hafa smitað hátt í þrjú hundruð manns af lifrarbólgu af C-stofni. Brotin áttu sér stað á árunum 1988-1997 en á þeim tíma var læknirinn háður morfíni. Áður en hann sprautaði sjúklinga sína með lyfinu hafði hann það fyrir sið að sprauta sjálfan sig með sömu nál og þar með flytja veiruna úr sér yfir í þá. Erlent 15.5.2007 18:05
Watson segir öllum ráðum beitt Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. Erlent 15.5.2007 17:58
Enn barist á Gaza Ekkert lát er á ofbeldinu á Gaza-ströndinni þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi á milli Fatah og Hamas-samtakanna. Í morgun gerðu nokkrir Hamas-liðar árás á þjálfunarbúðir lífvarðar forsetans nærri landamærastöð sem kallast Karni. Átta manns létu lífið, allt saman Fatah-menn. Erlent 15.5.2007 12:11
Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. Erlent 15.5.2007 12:14
Dregur úr verðbólgu í Bretlandi Verðbólga mældist 2,8 prósent í Bretlandi í apríl, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,3 prósentustiga lækkun á milli mánaða og í takt við væntingar greinenda, sem telja þetta ekki draga úr líkum á hækkun stýrivaxta í sumar. Viðskipti erlent 15.5.2007 12:21
Úrvalsvísitalan setur nýtt met Úrvalsvísitalan fór yfir 8.000 stiga múrinn stuttu eftir klukkan ellefu í dag og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað jafnt og þétt og hefur slegið hvert metið á fætur öðru síðastliðna tvö viðskiptadaga í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 15.5.2007 11:11
Rice: Ekkert kalt stríð í uppsiglingu Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu en hún kom til Rússlands í dag. Rússar eru uggandi yfir uppsetningu bandarísks eldflaugavarnakerfis í Póllandi sem þeir telja að sé beint gegn sér. Erlent 14.5.2007 17:57
Þrjú þúsund kengúrum verður lógað Dýraverndunarsinnar eru æfir yfir þeim áformum borgaryfirvalda í Canberra í Ástralíu að fella yfir þrjú þúsund kengúrur á næstunni. Kengúrum hefur fjölgað mikið í námunda við höfuðborgina og því óttast ráðamenn að þær verði í framtíðinni aðgangsharðari í matarleit sinni. Erlent 14.5.2007 17:53
Enn tekist á í Kaupmannahöfn Til harkalegra átaka kom á milli óeirðalögreglu og mótmælenda í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í dag. Tólf voru handteknir í átökunum og nokkrir slösuðust enda var táragasi og kylfum óspart beitt. Erlent 14.5.2007 17:52
Úrvalsvísitalan slær nýtt met Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands náði nýjum methæðum við lokun markaða í dag þegar hún endaði í 7.904 stigum. Næstahæsta gildi hennar var á föstudag þegar hún fór í 7.859 stig. Viðskipti innlent 14.5.2007 17:35
Kaupþing með 20% í Storebrand Kaupþing hefur eignast 20 prósenta hlut í norska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Storebrand. Með kaupunum hefur Kaupþings eignast alla þá hluti sem honum er heimilt að eiga í Storebrand, samkvæmt heimild norska yfirvalda. Viðskipti innlent 14.5.2007 15:25
Cerberus kaupir ráðandi hlut í Chrysler Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Cerberus Capital Management ætlar að kaupa 80,1 prósent hlut í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Kaupverð nemur 5,5 milljörðum evra, jafnvirði 477 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 14.5.2007 09:31
Enn eykst velta á fasteignamarkaði Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu voru 225 talsins frá 4. maí til 10. sama mánaðar. Heildarveltan nam 8.085 milljónum króna en meðalupphæð á samning nam 35,9 milljónum króna, samkvæmt nýjum tölum Fasteignamats ríkisins. Á sama tíma í fyrra var 186 samningum þinglýst. Heildarveltan þá nam 6.220 milljónum króna en meðaupphæð samninganna nam 33,4 milljónum króna. Viðskipti innlent 14.5.2007 09:20
Miklar hækkanir í Asíu Gengi hlutabréfa rauk upp á hlutabréfamarkaði í Hong Kong í dag eftir að stjórnvöld í Kína gáfu stofnanafjárfestum græna ljósið á að fjárfestan utan landsteina. Þetta er þó ekki eina ástæðan því fjárfestar eystra urðu bjartsýnir eftir jákvæðar fréttir af bandarísku efnahagslífi en líkur þykja á að bandaríski seðlabankinn ætli að lækka stýrivexti síðar á árinu. Viðskipti erlent 14.5.2007 08:57
Erfitt að finna fullkomna úthlutunarleið Samfylkingin fær tveimur fleiri þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður enda þótt fylgi hennar þar sé rúmum sjö prósentum minna en Sjálfstæðisflokks. Jafnmikið fylgi Samfylkingar í Reykjavík suður skilar tveimur færri þingmönnum. Einn höfunda kosningakerfisins segir erfitt að finna fullkomna leið til að úthluta þingsætum. Innlent 13.5.2007 18:29