Fréttir

Fréttamynd

Uppsveifla um allan heim - nema hér

Helstu hlutabréfavísitölur hafa verið á mikilli hraðferð upp á við víða um heim í dag. Hlut að máli eiga uppgjör bandarísku fjárfestingarbankanna Lehman Brothers og Goldmans Sachs. Á sama tíma standa flest hlutabréf á rauðu í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bear Stearns kominn á botninn

Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingarbankanum Bear Stearns hefur fallið um 87 prósent í utanþingsviðskiptum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengi bréfa í bankanum féll um 50 prósent á föstudag eftir að stjórnendur hans greindu frá því að bankinn ætti í kröggum vegna lausafjárþurrðar í skugga mikilla afskrifta á verðbréfum sem tengjast þarlendum undirmálslánum. Lokagengi bréfa í bankanum var 30 dalir á hlut á föstudag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan niður um þrjú prósent

Gengi Existu, FL Group og Færeyjabanka féll um rúm fimm prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi FL Group fór niður fyrir átta krónur á hlut . Þá fór gengi 365 og SPRON sömuleiðis í sitt lægsta gildi frá upphafi. Gengi bréfa í 365 stendur í 1,32 krónum á hlut og SPRON í 4,86 krónum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fall á öllum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hafa fallið um 4,5 prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta er nokkuð í takti við mikla dýfu á hlutabréfamörkuðum víða um heim í kjölfar þess að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan keypti kollega sinn hjá Bear Stearns með miklum afslætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bear Stearns berst við lausafjárvanda

Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarlán til næstu 28 daga hjá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan Chase og bandaríska seðlabankanum. Ástæðan er gríðarmikill lausafjárvandi hjá bankanum og eru neyðarlánin sögð þrautalending til að forða honum frá gjaldþroti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að allt eins geti verið að JP Morgan kaupi Bear Stearns í kjölfarið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bakkavör hækkar um tæp fjögur prósent

Gengi bréfa í Bakkavör hafa hækkað um rúm 3,6 prósent í Kauphöllinni í dag en félagið tilkynnti í morgun að það hefði keypt 48 prósenta hlut í matvæla- og drykkjavöruframleiðandanum Gastro Primo í Hong Kong. Kaupverð er trúnaðarmál. Þetta er mesta hækkunin í Kauphöllinni í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Föstudagshækkun á hlutabréfamörkuðum

Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað lítillega í dag. Óvæntur viðsnúningur var á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær þegar matsfyrirtækið Standard & Poor's spáði því að bankar og fjármálafyrirtæki muni draga úr afskriftum vegna gengisfellingar á verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Færa eignir til Invik

Íslenskar eignir fjármálafyrirtækisins Milestone verða frá og með þessu ári færðar undir sænsku fjármálasamstæðuna Invik, dótturfélag Milestone. „Eftir eignafærsluna á árinu 2008 munu öll fyrirtæki Milestone verða dóttur­félög Invik, þar með talin íslensku fjármála­fyrirtækin Sjóvá, Askar Capital og Avant,“ segir í tilkynningu vegna ársuppgjörs fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvæntur viðsnúningur á Wall Street

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum snéru óvænt úr dýfu í lítilsháttar uppsveiflu um fimmleytið að íslenskum tíma í dag. Dagurinn byrjaði á snarpri dýfu en snerist við eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá að því að á næstunni muni draga úr afskriftum banka og fjármálafyrirtækja á verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. Fyrirtækið sjái með öðrum orðum fram á að undirmálskreppunni ljúki á næstunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Svartsýni í Bandaríkjunum

Samdráttarskeið er runnið upp í Bandaríkjunum, að mati meirihluta þarlendra hagfræðinga í könnun bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Þeir telja hagvöxt verða um 0,1 prósent vestanhafs á fyrsta ársfjórðungi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast

Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast ef ríkið ætlar að styðja við fólk sem er að kaupa sér húsnæði á sama hátt og það gerði fyrir rúmum áratug, að mati Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors. Fréttastofa Stöðvar tvö heldur áfram að skoða skattana í landinu. Í dag skyggnumst við á bak við tölur um aukna skattbyrði, hvað veldur og hversu langt þarf að ganga eigi að snúa þróuninni við.

Innlent
Fréttamynd

46 nýir bílar seljast á dag

Þrjátíu prósent fleiri nýir bílar voru skráðir til heimilis á Íslandi það sem af er þessu ári, miðað við sama tíma í fyrra. Og enn fleiri bílum var fleygt í brotajárn. Bílasalar eru brattir og búast ekki við miklum samdrætti.

Innlent
Fréttamynd

Gullverð í methæðum og hlutabréfin niður

Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.000 dali á únsu í fyrsta sinn í dag. Reiknað hafði verið með því að gullverðið næðu þessu marki á næstu mánuðunum. Svo virðist hins vegar sem fjárfestar hafi keyrt verðið upp mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir eftir því sem kreppt hefur að á fjármálamörkuðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fleiri sagðir falla í Írak

Nærri 60 hafa fallið í árásum og átökum í Írak síðasta sólahringinn. Bandaríkjamenn segja það rangt að ofbeldi hafi færst í aukana í landinu síðustu vikur. Írakar segja annað.

Erlent
Fréttamynd

Flensa í Hong Kong í rannsókn

Yfirvöld í Hong Kong hafa falið helstu vísindamönnum sínum að rannsaka flensu sem hefur dregið 3 börn þar til dauða. Ekki er vitað hvort hér er um ræða afbrigði af bráðalungnabólgu eða fuglaflensu - sem hefur aftur gert vart við sig í Hong Kong.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverðið nálægt hæstu hæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í tæpa 110 dali á tunnu í nótt . Það hefur lækkað lítillega og stendur nú í um 109 dölum. Verðið hefur aldrei verið hærra. Lækkun á gengi bandaríkjadals skýrir verðhækkunina á olíudropanum upp á síðkastið auk þess sem fjárfestar hafa í auknum mæli fest fé sitt á hrávörumarkaði eftir því sem hallað hefur undan fæti á hlutabréfamarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sprettur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í FL Group og SPRON rauk upp um 3,35 prósent á fyrstu tveimur mínútunum í Kauphöllinni í dag. Heildarviðskiptin á þessum fyrstu mínútum námu 8,5 milljörðum króna. Til samanburðar námu viðskiptin aðeins 1,8 milljörðum króna allan mánudag.Heldur hefur blásið í hlutabréfaveltuna eftir því sem lengra hefur liðið frá upphafi viðskiptadagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskar eignir á uppleið erlendis

Fjárfestar víða um heim virðast almennt ánægðir með aðgerðir bandaríska seðlabankans gegn lausafjárþurrðinni. Bréf í Kaupþingi, sem skráð eru í Svíþjóð, hefur hækkað um rúmt prósent. Finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem Exista á 20 prósent í, hefur hækkað um tæp 1,4 prósent í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverðið skaust í sögulegar hæðir

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Enn einn skellur var á bandarískum hlutabréfamarkaði sem endurspeglar dræmar horfur fjárfesta í efnahagsmálum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krónan aldrei lægri gagnvart evru

Krónan hefur lækkað um tæp þrettán prósent frá áramótum. Hún hélt áfram að lækka í dag, einna mest gagnvart þeim gjaldmiðlum sem algengastir eru í myntkörfulánum landsmanna. Formaður Eflingar hvetur fyrirtæki til að velta gengislækkuninni ekki út í verðlagið.

Innlent
Fréttamynd

Færeyingar vilja aðild að EFTA

Færeyingar vilja fá aðild að EFTA og njóta til þess stuðnings Íslendinga. Høgni Hoydal, sem fer með utanríkismál í landsstjórn Færeyja, kom í opinbera heimsókn til Íslands síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Fólk flykkist í Bónus og Krónuna

Íslendingar velja sem aldrei fyrr að kaupa í matinn í lágvöruverðsverslunum. Allt að hundrað prósent meiri sala hefur verið í sumum verslunum Krónunnar og umtalsvert meiri í Bónus. Þá er starfsmannasvelti matvörukeðjanna fyrir bí. Fréttastofa heldur áfram að rýna í neysluvenjur landsmanna í skugga niðursveiflu.

Innlent
Fréttamynd

Hólmsheiði vondur kostur

Ferðaáætlanir þúsunda manna hefðu raskast síðustu daga - ef búið hefði verið að flytja Reykjavíkurflugvöll upp á Hólmsheiði. Blindþoka var á heiðinni í dag - á meðan sólskinið lék við flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir skort á ákvörðunum setja innanlandsflugið í kreppu.

Innlent
Fréttamynd

UNIFEM á Íslandi sett ný viðmið í söfnunum

Starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York segir Íslandsdeild samtakanna hafa sett öðrum landsdeildum ný viðmið í fjáöflun. Milljónir hafa safnast í Fiðrildaviku sem lýkur í kvöld. Utanríkisráðherra Líberu segir framlag Íslandsdeildar UNIFEM mikilvægt til að draga úr ofbeldi gegn konum í heimalandi hennar.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankastjórarnir ósammála

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður undrast vaxtaákvörðunarstefnu evrópska seðlabankans. Bandaríski bankinn hefur lækkað stýrivexti ört frá því seint á síðasta ári, þar af um 1,5 prósent frá áramótum, til að komast hjá efnahagssamdrætti og fylla í lausafjárþurrðina sem hefur plagað banka og fjármálafyrirtæki. Evrópski bankinn hefur á sama tíma haldið stýrivöxtunum óbreyttum á sama tíma.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi SPRON aldrei lægra

Gengi hlutabréfa í SPRON hefur fallið um rúm fjögur prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengið stendur í 5,0 krónum á hlut og hefur það aldrei verið lægra. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan nóvember árið 2005.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað um hádegisbil í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 4 prósentum. Þetta er í samræmi við spár en þvert á vaxtaþróunina í Bandaríkjunum og í Kanada. Þar hafa seðlabankar lækkað vextina umtalsvert í kjölfar lausafjárþurrðar og hrakspár um hugsanlegan efnahagssamdrátt. Þá hafa Bretar sömuleiðis lækkað stýrivexti af sömu sökum þrátt fyrir að hafa ákveðið að halda þeim óbreyttum í dag.

Viðskipti erlent