Fréttir

Fréttamynd

Sprettur á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa tók almennt sprettinn á bandarískum fjármálamarkaði í dag. Stærsta þátt í hækkuninni eiga uppgjör bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, gosdrykkjaframleiðandans Coke Cola og íhlutaframleiðandans Intel, fyrir fyrsta fjórðung ársins. Öll voru þau yfir væntingum. Tíðindin í uppgjörunum gerðu fjárfesta vestanhafs vongóða um að versta hríðin á fjármálamörkuðum sé yfirstaðin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Varnarmálastofnun lögfest

Frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga var samþykkt á Alþingi í dag. Samkvæmt nýju lögunum fer utanríkisráðherra með yfirstjórn varnarmála. Sérstök varnarmálastofnun verður sett á laggirnar. Forstjóri hennar verður skipaður í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja 15% launahækkun

Um 100 þúsund starfsmenn í umönnunarstéttum lögðu niður vinnu víða um Danmörku í dag. Viðræður við sveitarfélögin um nýja samninga sigldu í strand á föstudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Exista leiddi hækkun dagsins

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 2,22 prósent af þeim félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna í dag en það er jafnframt mesta hækkunin. Á eftir fylgdi Landsbankinn, sem sömuleiðis hækkaði um rúm tvö prósent. Gengi annarra félaga hækkaði minna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grænn litur ráðandi í upphafi dags

Gengi hlutabréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum rauk upp í byrjun dags í Kauphöll Íslands. Straumur og Eimskip eru undantekning. Gengi bréfa í Straumi féll um rúm þrjú prósent og Eimskips um 0,67 prósent. Þá lækkaði gengi Alfesca lítillega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brown vill sjá botninn í lausafjárkrísunni

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er nú staddur í New York í Bandaríkjunum og mun næstu þrjá daga ræða við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóra, og aðra lykilmenn í fjármálageiranum þar í landi. Tilgangur hans er að þrýsta á um að bandarískum fjármálaheimum geri hreint fyrir sínum dyrum, opni bækurnar og sýni hversu illa undirmálskreppan hefur komið við þá.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skemmtilegir markaðir á Indlandi og í Kína, segir Jón Ásgeir

Ólíklegt er að ríkissaksóknari gefi út ákærur á hendur Baugi Group á ný. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, fyrir um stundarfjórðungi í viðtali í sjónvarpsþættinum Squawk Box sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC. Í kynningu þáttastjórnenda kom fram að Baugur Group væri að undirbúa mikið kaupæði víða um heim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt óperhús tekið í notkun í Osló

Fjölmörg fyrirmenni, þar á meðal forseti Íslands, voru viðstödd opnun nýs óperuhúss í Ósló í Noregi í gær. Smíði hússins kostaði hátt í 50 milljarða íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Áfrýjun í Færeyjum ákveðin eftir helgi

Ekki verður ákveðið fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi hvort Birgir Páll Marteinsson áfrýji sjö ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Færeyjum í gær fyrir fíkniefnamisferli. Hann og saksóknari hafa 14 daga til að ákveða hvort það verði gert eða ekki.

Erlent
Fréttamynd

Enn dregur úr væntingum vestanhafs

Bandaríkjamenn eru mjög svartsýnir um efnahagshorfur en væntingar þeirra hafa ekki verið minni í heil 26 ár, samkvæmt nýjustu upplýsingum sem háskólinn í Michigan í Bandaríkjunum hefur tekið saman.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krónan styrkist lítillega

Gengi krónunnar styrkist um um 0,37 prósent við upphafi viðskiptadags á gjaldeyrismarkaði í morgun og stóð gengisvísitalan í 147 stigum. Gengið gaf lítillega eftir nokkrum mínútum síðar. Gengið veiktist um 1,2 prósent í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varnaðarorðin voru of lágvær

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn brást líklega of seint við vísbendingum um undirmálskreppuna og hefði átt að brýna raust sína. Þetta segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann tekur undir með seðlabankastjórum beggja vegna Atlantsála að lítill hagvöxtur á móti verðbólguþrýstingi séu áhættuþættir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bankauppgjöra beðið í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Litlar líkur eru taldar á því að bankinn geri breytingar á vaxtastigi í bráð enda verðbólguþrýstingur mikill samfara útliti fyrir hægari hagvöxt en í fyrra, að mati Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Englandsbanki lækkar stýrivexti

Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextir nú í 5,0 prósentum. Bankastjórnin hefur verið undir miklum þrýstingi að koma til móts við fjárfesta og atvinnulífið með lækkun vaxta. Þá er sömuleiðis horft til þess að blása lífi í einkaneyslu sem hefur dregist saman samhliða verðlækkunum á fasteignamarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf niður í byrjun dags

Hlutabréf SPRON, Glitnir, Existu og Straums féllu um rúm tvö prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. Á eftir fylgdu gengi allra banka og fjármálafyrirtækja. Samtals lækkaði gengi bréfa í ellefu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Minnsta lækkunin var á gengi bréfa í Össuri, sem fór niður um 0,54 prósentustig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan lækkar eftir stýrivaxtahækkun

Gengi krónunnar hefur lækkað um 1,38 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 147,5 stigum. Vísitalan fór hæst í rúm 158 stig skömmu eftir páska og hefur hún því styrkst um rúm 6,6 prósent síðan þá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verri efnahagshorfur vestanhafs

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Nokkur atriði spila inn í, svo sem verri efnahagshorfur vestanhafs, að mati bandaríska póstflutningafyrirtækisins UPS, og mikil hækkun á olíuverði. Olíuverðið fór í rúma 112 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum í dag og hefur aldrei verið hærra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Framlag Íslendinga mikilvægt

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar.

Innlent
Fréttamynd

Móðgun á MySpace, barsmíðar á YouTube

8 unglingar á Flórída - 6 stelpur og 2 strákar á aldrinum 14 til 18 ára - hafa verið ákærðir fyrir að ganga í skrokk á 16 ára stúlku. Árásin var fest á filmu og áttia að birta á vefveitunni YouTube.

Erlent
Fréttamynd

Vísitölur vestanhafs beggja vegna núllsins

Helstu hlutabréfavísitölur á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum enduðu fyrsta dag vikunnar beggja vegna núllsins. Hagnaðartaka fjárfesta á hlut að máli eftir mikla hækkun í síðustu viku, að sögn Associated Press-fréttastofunnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi krónunnar styrkist

Gengi krónunnar hefur styrkst um rúm 2,2 prósent frá byrjun dags og stendur gengisvísitalan í rúmum 145 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig í enda mars. Þetta jafngildir því að gengi krónunnar hefur styrkst um níu prósent á hálfum mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fá inngöngu á endanum

Skýrt er kveðið á um það í lokaplaggi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Rúmeníu að Georgía og Úkraína fái aðild að bandalaginu. Viðræðuáætlun verður þó ekki samþykkt að sinni.

Erlent
Fréttamynd

Lánshæfishofur Straums stöðugar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch staðfesti í gær lánshæfiseinkunnir Staums. Lánshæfiseinkunn fjárfestingarbankans er BBB- og langtímahorfur stöðugar. Horfur Straums eru þær einu af íslensku bönkunum sem eru stöðugar, líkt og greiningardeild Glitnis bendir á.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista leiðir hækkun dagsins

Gengi hlutabréfa í fjármálaþjónustu fyrirtækinu Existu rauk upp um 2,7 prósent á fyrstu mínútunum eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Glitnir, SPRON, Kaupþing, FL Group og Straumur, sem hækkaði um 0,42 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Moss Bros fer úr hagnaði í tap

Breska herrafataverslunin Moss Bros tapaði 1,4 milljónum punda, jafnvirði rúmra 207 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Baugur hefur gert yfirtökutilboð í verslunina og standa viðræður enn yfir. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um ellefu prósent síðan tilboðið var lagt fram.

Viðskipti erlent