Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ófær um að mæta í dóm­sal vegna pyntinga CIA

Jemenskur maður sem hefur verið í haldi síðustu ár vegna grunaðra tengsla við hryðjuverkin á Tvíburaturnana í New York er ófær um að mæta fyrir dóm vegna geðtruflana. Bandaríska leyniþjónustan pyntaði manninn mikið í kjölfar handtöku og er talið að hann hafi orðið veikur á geði við pyntingarnar.

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir á­sakanirnar

Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot.

Vissi að elti­hrellirinn kæmi

Lögregla hafði afskipti af eltihrelli á viðburði sem leikarinn Matthew McConaughey stóð fyrir í vikunni. Leikaranum datt í hug að hrellirinn yrði til ama og sótti því um nálgunarbann áður en viðburðurinn fór fram.

Ráðu­neytið skoðar niður­greiðslu á Húsa­víkur­flugi

Innviðaráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing og Þingeyjasveit kanna möguleika á því að styðja flug til Húsavíkur afmarkað yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið Ernir hefur haldið úti reglubundnu áætlunarflugi milli Reykjavík og Húsavíkur síðan 2012.

„Búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum“

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir „framvarðasveit verkalýðshreyfingarinnar“ komna á stjá á ný, eftir lægð í skeytasendingum. Hún segir stjórn Eflingar ekki lengur þurfa að furða sig á áhugaleysi. Nú sé búið að ræsa vélarnar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við um rafbyssur sem lögreglan mun brátt taka í notkun. Undirbúningur stendur nú yfir undir handleiðslu erlendra sérfræðinga og við heyrum í lögreglukonu sem lýsir því hvernig er að fá rafstraum úr slíku vopni. Hún segir alveg nóg að prófa það bara einu sinni.

Skel kaupir tugi í­búða fyrir fleiri milljarða

Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu.

Sjá meira