Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Brady mætti á pöbbinn í Birmingham

NFL-stjarnan Tom Brady, fyrrum leikstjórnandi New England Patriots og Tampa Bay Buccaneers, var meðal áhorenda er Birmingham City hafði betur gegn Leeds United í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Hann heilsaði upp á stuðningsmenn félagsins á knæpu í aðdragandanum.

Brjálaður yfir því að fá ekki verðlaun

Cristiano Ronaldo var hetja Al-Nassr er liðið vann Meistaradeild Arabíuliða með ótrúlegum hætti, leikmanni færri eftir framlengdan úrslitaleik við annað sádískt lið, Al-Hilal. Hann var verðlaunaður eftir leik en vildi fleiri gripi í safnið.

Með stæla á Twitter og vill burt

Vicente Guaita, markvörður Crystal Palace, setti áhugaverða færslu við Twitter-færslu félagsins. Hann hefur engan áhuga á að spila meira fyrir félagið.

Snýr baki við Bayern og ætlar til Real

Spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga er sagður á leið til Real Madrid í heimalandinu á láni frá Chelsea. Hann hafði verið í viðræðum við Bayern Munchen í Þýskalandi en þurfti ekki langan umhugsunarfrest þegar kallið kom úr spænsku höfuðborginni.

Slök byrjun með stjörnurnar í straffi

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain fara ekki vel af stað í frönsku úrvalsdeildinni. Markalaust jafntefli niðurstaðan í leik þar sem leikmenn utan liðsins vekja meiri athygli en þeir innan hans.

Kane enn titlalaus vegna ótrúlegs Olmo

Dani Olmo stal fyrirsögnunum í fyrsta leik Harry Kane fyrir Bayern München í kvöld. Hann skoraði öll þrjú mörk RB Leipzig í 3-0 sigri sem tryggði liðinu í leiðinni þýska ofurbikarinn.

Grill og heitur pottur í kvöld en Maho­mes-hugar­farið á morgun

Hlynur Geir Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Selfoss, er með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Urriðavelli um helgina. Hann ætlar að njóta á morgun og sækir síðu í bók ruðningskappans Patrick Mahomes í aðdragandanum.

Sjá meira