Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýir þjálfarar drepi alla sköpun

Frakkinn Raphael Varane, sem nýlega lagði knattspyrnuskóna á hilluna, segir nýja kynslóð knattspyrnuþjálfara drepa sköpunargleði leikmanna. Ítalinn Carlo Ancelotti, sem þjálfaði Varane hjá Real Madrid, sé einn fárra sem leyfi leikmönnum að njóta sín.

Ræddu við tíu en fáir kannast við sím­tal

Eddie Howe og Sean Dyche segjast hvorugur hafa fengið símtal frá enska knattspyrnusambandinu vegna landsliðsþjálfarastarfs Englands. Sambandið kveðst hafa rætt við tíu aðila áður en það réði Thomas Tuchel til starfa.

Tvær breytingar á Bandaríkjahópnum

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem tekst á við Bandaríkin í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum.

„Alltaf í ein­hverjum skot­gröfum“

Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Val í Bónus-deild karla í körfubolta. Bæði lið leita síns fyrsta sigurs í deildinni.

Árni tekur við Fylki af Rúnari

Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem lýkur störfum að lokaleikjum liðsins í Bestu deild karla afstöðnum.

Dæmdir í kyrr­þey og fá ekki að segja sína hlið

Varaformaður Skautafélags Reykjavíkur gagnrýnir Íshokkísamband Íslands harðlega í ljósi mála sem hafa skekið sambandið að undanförnu. Friður fáist ekki í hreyfinguna fyrr en þau verði leidd til lykta og til þess þurfi utanaðkomandi aðila.

Neville um Tuchel: „Ákveðin von­brigði“

Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englands, segist fyrir ákveðnum vonbrigðum að Thomas Tuchel hafi verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins. Hann sé þó góður kostur í starfið.

Mætti strax í heim­sókn til Rodgers

Aaron Rodgers, leikstjórnandi New York Jets í NFL-deildinni, virðist ánægður með nýjan liðsfélaga sinn Davante Adams. Þeir léku saman um árabil með Green Bay Packers og sameinast á ný eftir að Adams var skipt til Jets. Rodgers var fljótur að bjóða honum í heimsókn.

Sjá meira