Fréttamaður

Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali

Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun.

Hélt því fram að fjölskyldan væri bara með veiruna en ekki Covid-19

Sóttvarnalæknir gekk ekki lengra en nauðsyn krefur til að aftra útbreiðslu Covid-19 faraldursins þegar einn af fjölskyldumeðlimum fjölskyldu, sem smitaðist nær öll af Covid-19, var skikkaður í sóttkví. Lögmaður fjölskyldunnar hélt því fram að þeir fjölskyldumeðlimir sem hafi smitast hafi ekki verið með Covid-19 sjúkdóminn, heldur einungis með veiruna sem geti valdið slíkum sjúkdómi.

Þurrkatíð bítur í vatnsbúskap Landsvirkjunar

Þurrkatíð síðustu tveggja hausta hefur gert það að verkum að staðan á vatnskúskap Landsvirkjunar hefur ekki verið lakari í sjö ár. Staða miðlunarlóna er lág, sérstaklega á Þjórsársvæðinu.

„Ég sagði aldrei að við ættum að hætta að skima með öllu“

Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, segir að með vangaveltum sínum um hvort vit væri í því að framkvæma jafn mörg PCR-próf og raun ber vitni á hverjum degi hafi hann viljað setja fram vangaveltu um hvernig hægt væri að tækla faraldurinn til lengri tíma litið. Hann hafi hvergi lagt til að hætt yrði að beita PCR-prófum með öllu.

Dagurinn sem fimm þjóð­þekktir karl­menn stigu til hliðar

Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 

Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í.

Sjá meira