Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2022 23:30 Hreggviður Jónsson, Þórður Már Jóhannesson, Arnar Grant, Logi Bergmann Eiðsson og Ari Edwald hafa allir stigið til hliðar frá störfum sínum vegna málsins. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af þeim án árangurs. Logi Bergmann og Hreggviður hafa sent frá sér yfirlýsingar. Vísir Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Viðtal Eddu Falak við hinna 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudaginn vakti mikla athygli. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur karlmaður einkaþjálfarinn Arnar Grant, einn fimmenninganna sem fór í leyfi eða lét af störfum vegna málsins í dag. Í viðtalinu lýsti Vítalía því þegar hún fór í sumarbústaðaferð í desember 2020, þar sem hún hitti ástmann sinn, umræddan Arnar. Í viðtalinu sakaði hún þrjá vini Arnars um að hafa farið yfir mörk hennar í heitum potti. „Ég er ekki að fara að segja nei við vini hans, slá þá og segja þeim að drulla sér af mér. Þetta fór alveg yfir öll mörk sem hægt var að fara yfir. Fólk áttar sig ekki á því hversu stórt þetta var, margir halda að þetta hafi verið „bara“ þukl en þetta fór yfir öll mörk hjá öllum,“ sagði Vítalía. Nafngreindi fjóra í október Vítalía tjáði sig fyrst um meint ofbeldi í röð færslna á samfélagsmiðlum í október síðasta ári þar sem hún nefndi Arnar Grant í þessu samhengi og þá Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson. Rétt er að halda því til haga að þegar Vítalía setti inn færslur um málið á síðasta ári reyndi fréttastofa að fá hana til viðtals um málið, en hún gaf ekki kost á því. Fréttastofa hefur einnig reynt að fá hana í viðtal í vikunni, án árangurs. Fimm karlmenn, eitt eftirmiðdegi Hlutirnir gerðust svo hratt í dag, tveimur sólarhringum eftir að viðtalið við hana í hlaðvarpsþættinum var birt. Klukkan eitt var tilkynnt að Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, væri kominn í tímabundið leyfi frá stöfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. „Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega. Þá var gert samkomulag við hann að ef það yrði eitthvað meira úr þessu, kærur eða eitthvað slíkt þá myndi hann óska eftir leyfi,“ sagði Elín Margrét Stefánsdóttir stjórnarformaður Ísey útflutnings í samtali við fréttastofu í dag vegna málsins. Þjóðþekktur forstjóri stórfyrirtækja Ari hefur lengi verið virkur í atvinnulífinu á Íslandi. Hann var um árabil forstjóri 365 miðla, auk þess sem að áður en hann tók við því starfi var hann framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þar áður var hann aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra og aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Frá 2015 til 2020 var hann forstjóri Mjólkursamsölunnar en árið 2020 færði hann sig um set til dótturfyrirtækis MS, Ísey útflutnings ehf, þar sem hann starfaði þangað til í vikunni. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ara bæði í gær og í dag, án árangurs. Hreggviður harmar sinn þátt en telur sig ekki hafa brotið lög Rúmlega klukkutíma síðar sendi Hreggviður stutta tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann greindi frá því að hann myndi stíga úr stjórn Veritas og stjórnum tengra fyrirtækja. Hreggviður er aðaleigandi Veritas og var þangað til í dag stjórnarformaður félagsins. Í tilkynningunni sagðist hann harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hafi skýrt frá og fjallað hafi verið um í fjölmiðlum. Sagðist honum þykja það afar þungbært að heyra um hennar reynslu en hann telji sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“ Veritas, félagið sem er í eigu Hreggviðs, sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Dótturfélög Veritas eru Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor. Hreggviður var einnig forstjóri fjölmiðlasamsteypunnar sálugu Norðurljósa á árinum 1998 til 2002. Hreggviður hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu síðustu daga. Arnar sendur í leyfi Örfáum mínútum síðar svaraði Björn Leifsson, eigandi World Class, fyrirspurn fréttastofu þess efnis hvort einhverjar breytingar hefðu orðið á störfum Arnars Grant hjá World Class í ljósi frásagnar Vítalíu. Björn upplýsti að Arnar væri kominn í tímabundið leyfi frá verktakastörfum sínum fyrir World Class. Arnar er einn þekktasti einkaþjálfari landsins og var einn af þeim sem kom að framleiðslu prótíndrykksins Hámarks, eins vinsælasta prótíndrykks landsins. Þá var hann þátttakandi í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað þar sem frægir einstaklingar, á borð við Arnar, spreyta sig á dansgólfinu. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Arnari undanfarna daga en án árangurs. Tilkynnt án nánari útskýringa í Kauphöll að Þórður Már væri hættur Einum og hálfum tímum síðar tilkynnti Festi, sem á meðal annars N1, Elko og Krónuna, að Þórður Már, stjórnarformaður félagsins, hefði óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Tilkynningin var fyrst birt í Kauphöllinni, enda Festi skráð félag á markaði. Í tilkynningu var ekkert minnst á ástæður þess að Þórður Már hefði óskað eftir því að láta af störfum, en hann hefur sem fyrr segir verið bendlaður við mál Vítalíu í umræddri sumarbústaðaferð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tengist brotthvarf Þórðar Más ásökununum á hendur honum. Þórður á að baki langan feril í viðskiptalífinu á Íslandi. Á árunum 2000 til 2006 var hann forstjóri fjárfestingarbankans Straums. Þá var hann einnig forstjóri fjárfestingarfélagsins Gnúps, sem var umsvifamikið á árunum fyrir hrun. Félagið er í dag helst þekkt fyrir það að vera fyrsta fórnarlamb fjármálakreppunnar hér á landi í aðdraganda hrunsins. Fréttastofa hefur einnig ítrekað reynt að ná sambandi við Þórð í dag og í gær, án árangurs. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að mönnunum fjórum hafi verið ráðið frá því að svara fyrirspurnum fjölmiða vegna málsins af almannatengli, best væri að þegja málið af sér. Sagði einnig frá atviki í golfferð í Borgarnesi Frásögn Vítalíu í viðtalinu sneri þó ekki eingöngu að umræddri sumarbústaðaferð í desember 2020. Í viðtalinu sagði hún að annað áfall hefði riðið yfir hana á hótelherbergi í Borgarnesi, þegar ástmaður hennar, sem heimildir fréttastofu herma að sé Arnar Grant líkt og fyrr segir, hafi farið í golfferð með vinum sínum. Henni hafi verið boðið með og hún verið með honum á hótelherberginu þegar annar þjóðþekktur vinur hans, fjórði maðurinn, hafi gengið inn á þau. Um kvöldið hafi ástmaður hennar ákveðið að eitthvað þyrfti að gera til þess að koma í veg fyrir að maðurinn myndi kjafta frá því sem hann hefði séð. Hann hafi boðið manninum upp á hótelherbergi til þeirra, og Vítalía staðið í þeirri trú að þau ætluðu að ræða við hann. Annað hafi hins vegar komið á daginn. Hann hafi átt að eiga inni kynferðislegan greiða í stað þagmælsku. Sjálf hefur Vítalía deilt skjáskotum af samtali við manninn sem hún segir að hafi labbað inn á hana og ástmann hennar í golfferðinni. Umrædd skjáskot sýna samtal á milli hennar og Loga Bergmanns Eiðssonar, fjölmiðlamanns á K100. „[S]vo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist“ Logi Bergmann, sem er einn þekktasti fjölmiðlamaður landsins, var líkt og aðra virka daga mættur fyrir framan hljóðnemann klukkan 16 í dag til að stýra Síðdegisþættinum á K100. Þar tilkynnti hann hins vegar að hann væri á leiðinni í frí. „Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem stjórnar þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist,“ sagði Logi. Viðvera Loga var hins vegar í styttri kantinum. Frá klukkan fimm stýrði Sigurður þættinum einn. Á sama tíma birtist einnig frétt um leyfi Loga á mbl.is, systurmiðli K100. Fréttastofa hefur, líkt og í tilviki hinna mannanna fjögurra, reynt ítrekað að ná tali af Loga Bergmanni vegna málsins, án árangurs. Logi tjáir sig á Facebook Það var svo á ellefta tímanum í kvöld sem Logi setti inn færslu á Facebook og lýsti yfir sakleysi sínu gagnvart fyrrnefndum ásökunum. „Ég er saklaus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar undanfarna daga,“ sagði Logi. Hann hefði þó gerst sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn á herbergið. Það hafi verið taktlaust og heimskulegt sagði Logi. Yfirlýsinguna í heild má sjá að neðan. Facebook-færsla Loga Ég er saklaus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar undanfarna daga. Ég hef alla mína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórnarlömbum þess og stutt baráttu þeirra í gegnum tíðina. Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna. Ég er hins vegar sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem ég átti ekki að fara inn í. Það var taktlaust og heimskulegt og ég hef þegar tjáð viðkomandi að ég taki ábyrgð á því og mér þyki það leitt. Ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Ákveðin kaflaskil þar sem þolendum sé trúað Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem þjóðþekktir einstaklingar eru sendir í leyfi frá störfum sínum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Íslenskur knattspyrnuheimur hefur til að mynda nötrað vegna slíkra ásakana í garð landsliðsmanna í knattspyrnu undanfarin misseri. Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, sem hefur látið sig þessi mál varða að undanförnu segist vona að atburðarrás dagsins sé ákveðin kaflaskil í íslensku samfélagi. „Við erum á ákveðnum kaflaskilum núna þar sem fólk virðist trúa þolendum. Það er akkúrat það sem við þurfum,“ sagði hún í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. „Við erum að sjá að fólk er að trúa og það hvetur okkur áfram til að skila skömminni. Við erum að skila skömminni núna, það er verið að hlusta.“ Mál Vítalíu Lazarevu Fréttaskýringar MeToo Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Viðtal Eddu Falak við hinna 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudaginn vakti mikla athygli. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur karlmaður einkaþjálfarinn Arnar Grant, einn fimmenninganna sem fór í leyfi eða lét af störfum vegna málsins í dag. Í viðtalinu lýsti Vítalía því þegar hún fór í sumarbústaðaferð í desember 2020, þar sem hún hitti ástmann sinn, umræddan Arnar. Í viðtalinu sakaði hún þrjá vini Arnars um að hafa farið yfir mörk hennar í heitum potti. „Ég er ekki að fara að segja nei við vini hans, slá þá og segja þeim að drulla sér af mér. Þetta fór alveg yfir öll mörk sem hægt var að fara yfir. Fólk áttar sig ekki á því hversu stórt þetta var, margir halda að þetta hafi verið „bara“ þukl en þetta fór yfir öll mörk hjá öllum,“ sagði Vítalía. Nafngreindi fjóra í október Vítalía tjáði sig fyrst um meint ofbeldi í röð færslna á samfélagsmiðlum í október síðasta ári þar sem hún nefndi Arnar Grant í þessu samhengi og þá Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson. Rétt er að halda því til haga að þegar Vítalía setti inn færslur um málið á síðasta ári reyndi fréttastofa að fá hana til viðtals um málið, en hún gaf ekki kost á því. Fréttastofa hefur einnig reynt að fá hana í viðtal í vikunni, án árangurs. Fimm karlmenn, eitt eftirmiðdegi Hlutirnir gerðust svo hratt í dag, tveimur sólarhringum eftir að viðtalið við hana í hlaðvarpsþættinum var birt. Klukkan eitt var tilkynnt að Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, væri kominn í tímabundið leyfi frá stöfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. „Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega. Þá var gert samkomulag við hann að ef það yrði eitthvað meira úr þessu, kærur eða eitthvað slíkt þá myndi hann óska eftir leyfi,“ sagði Elín Margrét Stefánsdóttir stjórnarformaður Ísey útflutnings í samtali við fréttastofu í dag vegna málsins. Þjóðþekktur forstjóri stórfyrirtækja Ari hefur lengi verið virkur í atvinnulífinu á Íslandi. Hann var um árabil forstjóri 365 miðla, auk þess sem að áður en hann tók við því starfi var hann framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þar áður var hann aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra og aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Frá 2015 til 2020 var hann forstjóri Mjólkursamsölunnar en árið 2020 færði hann sig um set til dótturfyrirtækis MS, Ísey útflutnings ehf, þar sem hann starfaði þangað til í vikunni. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ara bæði í gær og í dag, án árangurs. Hreggviður harmar sinn þátt en telur sig ekki hafa brotið lög Rúmlega klukkutíma síðar sendi Hreggviður stutta tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann greindi frá því að hann myndi stíga úr stjórn Veritas og stjórnum tengra fyrirtækja. Hreggviður er aðaleigandi Veritas og var þangað til í dag stjórnarformaður félagsins. Í tilkynningunni sagðist hann harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hafi skýrt frá og fjallað hafi verið um í fjölmiðlum. Sagðist honum þykja það afar þungbært að heyra um hennar reynslu en hann telji sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“ Veritas, félagið sem er í eigu Hreggviðs, sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Dótturfélög Veritas eru Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor. Hreggviður var einnig forstjóri fjölmiðlasamsteypunnar sálugu Norðurljósa á árinum 1998 til 2002. Hreggviður hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu síðustu daga. Arnar sendur í leyfi Örfáum mínútum síðar svaraði Björn Leifsson, eigandi World Class, fyrirspurn fréttastofu þess efnis hvort einhverjar breytingar hefðu orðið á störfum Arnars Grant hjá World Class í ljósi frásagnar Vítalíu. Björn upplýsti að Arnar væri kominn í tímabundið leyfi frá verktakastörfum sínum fyrir World Class. Arnar er einn þekktasti einkaþjálfari landsins og var einn af þeim sem kom að framleiðslu prótíndrykksins Hámarks, eins vinsælasta prótíndrykks landsins. Þá var hann þátttakandi í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað þar sem frægir einstaklingar, á borð við Arnar, spreyta sig á dansgólfinu. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Arnari undanfarna daga en án árangurs. Tilkynnt án nánari útskýringa í Kauphöll að Þórður Már væri hættur Einum og hálfum tímum síðar tilkynnti Festi, sem á meðal annars N1, Elko og Krónuna, að Þórður Már, stjórnarformaður félagsins, hefði óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Tilkynningin var fyrst birt í Kauphöllinni, enda Festi skráð félag á markaði. Í tilkynningu var ekkert minnst á ástæður þess að Þórður Már hefði óskað eftir því að láta af störfum, en hann hefur sem fyrr segir verið bendlaður við mál Vítalíu í umræddri sumarbústaðaferð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tengist brotthvarf Þórðar Más ásökununum á hendur honum. Þórður á að baki langan feril í viðskiptalífinu á Íslandi. Á árunum 2000 til 2006 var hann forstjóri fjárfestingarbankans Straums. Þá var hann einnig forstjóri fjárfestingarfélagsins Gnúps, sem var umsvifamikið á árunum fyrir hrun. Félagið er í dag helst þekkt fyrir það að vera fyrsta fórnarlamb fjármálakreppunnar hér á landi í aðdraganda hrunsins. Fréttastofa hefur einnig ítrekað reynt að ná sambandi við Þórð í dag og í gær, án árangurs. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að mönnunum fjórum hafi verið ráðið frá því að svara fyrirspurnum fjölmiða vegna málsins af almannatengli, best væri að þegja málið af sér. Sagði einnig frá atviki í golfferð í Borgarnesi Frásögn Vítalíu í viðtalinu sneri þó ekki eingöngu að umræddri sumarbústaðaferð í desember 2020. Í viðtalinu sagði hún að annað áfall hefði riðið yfir hana á hótelherbergi í Borgarnesi, þegar ástmaður hennar, sem heimildir fréttastofu herma að sé Arnar Grant líkt og fyrr segir, hafi farið í golfferð með vinum sínum. Henni hafi verið boðið með og hún verið með honum á hótelherberginu þegar annar þjóðþekktur vinur hans, fjórði maðurinn, hafi gengið inn á þau. Um kvöldið hafi ástmaður hennar ákveðið að eitthvað þyrfti að gera til þess að koma í veg fyrir að maðurinn myndi kjafta frá því sem hann hefði séð. Hann hafi boðið manninum upp á hótelherbergi til þeirra, og Vítalía staðið í þeirri trú að þau ætluðu að ræða við hann. Annað hafi hins vegar komið á daginn. Hann hafi átt að eiga inni kynferðislegan greiða í stað þagmælsku. Sjálf hefur Vítalía deilt skjáskotum af samtali við manninn sem hún segir að hafi labbað inn á hana og ástmann hennar í golfferðinni. Umrædd skjáskot sýna samtal á milli hennar og Loga Bergmanns Eiðssonar, fjölmiðlamanns á K100. „[S]vo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist“ Logi Bergmann, sem er einn þekktasti fjölmiðlamaður landsins, var líkt og aðra virka daga mættur fyrir framan hljóðnemann klukkan 16 í dag til að stýra Síðdegisþættinum á K100. Þar tilkynnti hann hins vegar að hann væri á leiðinni í frí. „Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem stjórnar þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist,“ sagði Logi. Viðvera Loga var hins vegar í styttri kantinum. Frá klukkan fimm stýrði Sigurður þættinum einn. Á sama tíma birtist einnig frétt um leyfi Loga á mbl.is, systurmiðli K100. Fréttastofa hefur, líkt og í tilviki hinna mannanna fjögurra, reynt ítrekað að ná tali af Loga Bergmanni vegna málsins, án árangurs. Logi tjáir sig á Facebook Það var svo á ellefta tímanum í kvöld sem Logi setti inn færslu á Facebook og lýsti yfir sakleysi sínu gagnvart fyrrnefndum ásökunum. „Ég er saklaus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar undanfarna daga,“ sagði Logi. Hann hefði þó gerst sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn á herbergið. Það hafi verið taktlaust og heimskulegt sagði Logi. Yfirlýsinguna í heild má sjá að neðan. Facebook-færsla Loga Ég er saklaus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar undanfarna daga. Ég hef alla mína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórnarlömbum þess og stutt baráttu þeirra í gegnum tíðina. Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna. Ég er hins vegar sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem ég átti ekki að fara inn í. Það var taktlaust og heimskulegt og ég hef þegar tjáð viðkomandi að ég taki ábyrgð á því og mér þyki það leitt. Ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Ákveðin kaflaskil þar sem þolendum sé trúað Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem þjóðþekktir einstaklingar eru sendir í leyfi frá störfum sínum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Íslenskur knattspyrnuheimur hefur til að mynda nötrað vegna slíkra ásakana í garð landsliðsmanna í knattspyrnu undanfarin misseri. Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, sem hefur látið sig þessi mál varða að undanförnu segist vona að atburðarrás dagsins sé ákveðin kaflaskil í íslensku samfélagi. „Við erum á ákveðnum kaflaskilum núna þar sem fólk virðist trúa þolendum. Það er akkúrat það sem við þurfum,“ sagði hún í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. „Við erum að sjá að fólk er að trúa og það hvetur okkur áfram til að skila skömminni. Við erum að skila skömminni núna, það er verið að hlusta.“
„Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“
Facebook-færsla Loga Ég er saklaus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar undanfarna daga. Ég hef alla mína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórnarlömbum þess og stutt baráttu þeirra í gegnum tíðina. Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna. Ég er hins vegar sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem ég átti ekki að fara inn í. Það var taktlaust og heimskulegt og ég hef þegar tjáð viðkomandi að ég taki ábyrgð á því og mér þyki það leitt. Ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál.
Mál Vítalíu Lazarevu Fréttaskýringar MeToo Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18
Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10