„Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ „Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“ 31.12.2024 15:46
Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mögulega frestun landsfundar flokksins sem á að fara fram í febrúar en verður mögulega færður fram á haust í Kryddsíld Stöðvar 2 sem stendur nú yfir. Hann sagðist ekki kannast við meinta ólgu innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins sem hann vísaði til sem „blaðamanna blaðurs“ og lenti í orðaskaki við ríkisstjórnina. 31.12.2024 15:02
Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra átti í dag, gamlársdag, símafund með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu. Um er að ræða fyrsta símtalið sem Þorgerður tekur í nýju embætti við erlendan samstarfsmann sinn. 31.12.2024 13:50
Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Kona á áttræðisaldri sem er íslamstrúar sakar Vestmannaeyjabæ um ólögmæta mismunun á grundvelli kynþáttar og trúar og um að hafa sent sér svínakjöt vísvitandi. Málið er nú komið fyrir kærunefnd jafnréttismála. Vestmannaeyjabær hafnar öllum ásökunum og segir engan fót fyrir málflutningnum. 31.12.2024 07:00
3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. 30.12.2024 16:55
Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. 30.12.2024 15:41
Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Ríkisráð mun ekki koma saman á Bessastöðum á morgun til fundar eins og hefð er fyrir á gamlársdag. Það var talið óþarfi að funda svo stuttu eftir að ný ríkisstjórn var mynduð og ríkisráð kom saman síðast 21. desember. Þing hefur ekki komið saman eftir kosningar og því engin mál til að afgreiða að svo stöddu. 30.12.2024 15:03
„Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ „Þetta er búið að ganga lygilega vel. Það voru fjórir til fimm árekstrar í morgun en síðan hefur ekkert verið kallað í okkur. Við héldum að það yrði meira, sérstaklega þegar að menn voru að fara í vinnuna. Það varð ekki raunin, vegna þess að þegar það bætist í umferðina, hægist á öllu, því sumir eru verr útbúnir en aðrir.“ 30.12.2024 14:30
Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Ungur forritari hvetur fólk til að nota nýja vefsíðu sem segir til um hve mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu. Vefsíðan geti komið sér vel, nú þegar fólk er í óða önn að undirbúa áramótin. 29.12.2024 23:01
Clinton lagður inn á sjúkrahús Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var fyrr í dag fluttur og innritaður á sjúkrahús í Washington-borg. Clinton er 78 ára gamall og hefur glímt við heilsufarsvanda á undanförnum árum. 23.12.2024 23:56