Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 13:50 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra átti í dag, gamlársdag, símafund með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu. Um er að ræða fyrsta símtalið sem Þorgerður tekur í nýju embætti við erlendan samstarfsmann sinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Í símtalinu ítrekaði Þorgerður Katrín stuðning Íslands við Úkraínu í varnarbaráttunni gegn árásarstríði Rússa sem staðið hefur yfir í að verða þrjú ár. Þau ræddu stöðuna í Úkraínu og ekki síst þær miklu áskoranir sem árásir Rússa á orkuinnviði hafa í för með sér yfir köldustu mánuðina,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt hafi þau rætt samstarf Íslands og Úkraínu á alþjóðavettvangi, framkvæmd bæði Úkraínustefnu Íslands sem var samþykkt á Alþingi í vor og tvíhliða samnings landanna um stuðning. „Úkraínska þjóðin hefur sýnt ótrúlegt hugrekki og þrautseigju í varnarbaráttu sinni gegn innrásarliði Rússa og nauðsynlegt er að styðja þau með öllum tiltækum ráðum. Grimmdarleg framganga Rússlands hefur valdið úkraínsku þjóðinni gríðarlegum hörmungum og er um leið stærsta ógnin við öryggi Evrópu, þar með talið Íslands. Sem lýðræðisríki eigum við tilvist okkar undir virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldisrétti ríkja til að taka ákvarðanir um eigin örlög. Ísland getur því með engu móti staðið aðgerðarlaust hjá,“ er haft eftir Þorgerði í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra átti í dag símafund með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu.stjórnarráðið Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Kristrún sjálfkjörin en varaformanns- og ritaraslagur enn mögulegur „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Í símtalinu ítrekaði Þorgerður Katrín stuðning Íslands við Úkraínu í varnarbaráttunni gegn árásarstríði Rússa sem staðið hefur yfir í að verða þrjú ár. Þau ræddu stöðuna í Úkraínu og ekki síst þær miklu áskoranir sem árásir Rússa á orkuinnviði hafa í för með sér yfir köldustu mánuðina,“ segir í tilkynningunni. Jafnframt hafi þau rætt samstarf Íslands og Úkraínu á alþjóðavettvangi, framkvæmd bæði Úkraínustefnu Íslands sem var samþykkt á Alþingi í vor og tvíhliða samnings landanna um stuðning. „Úkraínska þjóðin hefur sýnt ótrúlegt hugrekki og þrautseigju í varnarbaráttu sinni gegn innrásarliði Rússa og nauðsynlegt er að styðja þau með öllum tiltækum ráðum. Grimmdarleg framganga Rússlands hefur valdið úkraínsku þjóðinni gríðarlegum hörmungum og er um leið stærsta ógnin við öryggi Evrópu, þar með talið Íslands. Sem lýðræðisríki eigum við tilvist okkar undir virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldisrétti ríkja til að taka ákvarðanir um eigin örlög. Ísland getur því með engu móti staðið aðgerðarlaust hjá,“ er haft eftir Þorgerði í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra átti í dag símafund með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu.stjórnarráðið
Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Kristrún sjálfkjörin en varaformanns- og ritaraslagur enn mögulegur „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira