Tveir handteknir vegna gruns um mansal á nuddstofu í Reykjavík Tveir starfsmenn á nuddstofu í Reykjavík voru handteknir í síðustu viku, grunaðir um mansal. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. 13.6.2024 11:48
Erindi ráðherra hafi engin áhrif á rannsókn sem lýkur fljótlega Áfengissala í netverslun hefur verið til rannsóknar og á borði lögreglu í þrjú ár og 360 daga en fimm netverslanir eru nú undir eftirliti lögreglu. Erindi sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni varðandi málið hefur lítil sem engin áhrif á rannsókn lögreglunnar. 13.6.2024 10:46
Árekstur á Höfðabakkabrú Árekstur varð á Höfðabakkabrú nú fyrir skömmu en tveir sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang. 12.6.2024 16:53
MAST varar við ólöglegu innihaldsefni í fæðubótarefni Matvælastofnun (MAST) varar við neyslu á fæðubótarefninu, Fermented mushroom blend, sem ProHerb ehf. flytur inn til landsins. Varan er framleidd í Bandaríkjunum. 12.6.2024 16:04
Þakklát fyrir spurningar íbúa og varpa nýju ljósi á framkvæmdir „Það er fullur skilningur að svona verkefni sem ekki hefur áður sést veki upp spurningar og áhyggjur og við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað.“ 12.6.2024 14:57
Ólga meðal íbúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda Ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna samkomulags Coda terminal, dótturfélags Carbfix, og bæjarstjórnar um að koma upp borteigum í hrauninu steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði. 12.6.2024 12:12
Skoða að hefja gjaldtöku við Gróttu Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar íhugar nú að hefja gjaldtöku á bílastæðinu við Gróttuvita á Seltjarnarnesi en ágangur ferðamanna á svæðinu hefur verið íbúum til mikillar mæðu undanfarin ár. 12.6.2024 06:45
Skýra þurfi stöðu ríkissáttasemjara Taka þarf skýrari afstöðu til stjórnsýslulegrar stöðu ríkissáttasemjara að mati umboðsmanns Alþingis. Nauðsynlegt sé að skýra hvort að um sjálfstætt stjórnvald sé að ræða eður ei. 11.6.2024 16:53
Karlmaður á þrítugsaldri lést í slysinu á Vesturlandsvegi Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í Borgarfirði, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal, var Íslendingur á þrítugsaldri. Hann fæddist árið 1999 og var búsettur hér á landi. 11.6.2024 15:59
Kári Stefánsson formaður í nýjum starfshóp Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að gera tillögur um hvernig staðið skuli að einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er formaður hópsins. 11.6.2024 15:33