Ósátt að Kolbrún birti bréfið í hennar óþökk Ásta Þ. Skjaldal Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, oddvita Flokk fólksins í Reykjavík, hafa birt bréf hennar til forseta borgarstjórnar um framkomu Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi í hennar óþökk. 25.8.2024 12:01
Segir framkomu Hjálmars á fundi merki um ofbeldismenningu „Á umhverfis og skipulagsráðsfundi [...] veittist borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson, að fjarverandi borgarfulltrúa Flokks fólksins, Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttur, á einstaklega rætinn og ómaklegan hátt og tel ég að með orðum sínum hafi hann brotið siðareglur kjörinna fulltrúa [...] auk þess sem ég tel orð hans vera aðför að lýðræði borgarbúa.“ 25.8.2024 10:22
Ólafur Ragnar ávítar breskan fjölmiðil Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, ávítaði breska fjölmiðilinn GB News fyrir fréttaflutning sinn af eldgosinu á Reykjanesskaga. Þrátt fyrir eldgosið segir Ólafur að Ísland sé öruggara en götur Lundúna. 24.8.2024 17:14
Kviknaði í rútu við akstur á Ólafsfjarðarvegi Ólafsvegi, norðan við Hvamm, hefur verið lokað tímabundið eftir að eldur kom upp í rútu. Lukkulega var ökumaðurinn einn í ökutækinu þegar að eldur kom upp og náði að koma sér undan ómeiddur. 24.8.2024 16:13
Lögreglan kölluð til eftir að Íslendingur var „með kjaft“ Lögreglan var kölluð til við Reykjanesbrautina í dag eftir að Íslendingur hafði verið með skæting og dónaskap við björgunarsveitarfólk sem starfar þar í umboði lögreglunnar á Suðurnesjum við að stjórna umferð og tryggja öryggi við gosstöðvarnar. 24.8.2024 15:52
Sjúkdómar ógna velferð íslenska hestsins í síauknum mæli Efnaskiptasjúkdómar eru vaxandi vandamál í íslenska hrossastofninum. Eigendur og umráðamenn hrossa eru hvattir til að þekkja til þessara sjúkdóma en þeir hafa haft þær afleiðingar að sífellt fleirri hross þjást af hófsperru og fleiri fylgikvillum. 24.8.2024 14:43
Mannskæða slysið nú rannsakað sem mögulegt manndráp Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið. 24.8.2024 14:07
„Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn“ Dagskrá Menningarnætur var sett af stað með pompi og prakt í hádeginu þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði hátíðina formlega. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg segir dagskránna í dag vera þá veglegustu og hvetur fólk til að vera ekkert að bíða eftir kvöldinu og drífa sig niður í miðbæ. 24.8.2024 12:18
Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 24.8.2024 11:42
Gasmengun leggst yfir Grindavík í dag Eldgosið virðist hafa náð jafnvægi í gærkvöldi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Gasmengun mun berast til suðurs, yfir Grindavík, í dag enda norðlæg átt á gosstöðvunum. Gasmengun við eldstöðina getur farið yfir hættumörk í dag. 24.8.2024 09:54