Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Munurinn nemur þriggja ára skóla­göngu

Mikill munur er á leikskólagöngu barna foreldra sem fæddust á Íslandi og barna innflytjenda. Börn innflytjenda sem sækja leikskóla eru hlutfallslega talsvert færri en börn innfæddra og ganga gjarnan seinna í leikskóla. Þessi þróun ýti undir mismunun í skólakerfinu og á vinnumarkaðnum. Það geri heimgreiðslur sömuleiðis.

Maður fluttur á slysa­deild eftir að pítsa brann

Lögreglan og slökkvilið var kallað til í dag eftir að tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborg Reykjavíkur. Enginn eldur reyndist á svæðinu en mikill reykur kom frá ofni sem hafði gleymst að slökkva á við pítsubakstur. 

Stjórn­mála­sam­tök á­vítuð fyrir van­skil á reikningum

Aðeins 31,5 prósent þeirra stjórnmálaflokka eða samtaka sem sæti áttu á Alþingi eða buðu fram í kosningum til sveitastjórna árið 2022 hafa staðið skil á ársreikningum fyrir það ár. Mikill misbrestur hefur orðið á skilum ársreikninga stjórnmálasamtaka undanfarin ár.

Kom út í plús eftir fram­boðið

Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús.

Nektar­myndum deilt á geysi­vin­sæla Insta­gram-síðu

Óprúttinn aðili hakkaði sig inn á hinn geysivinsæla Instagram-reikning Memezar og setti þar inn efni sem er ekki við hæfi barna í morgun. Memezar er með tæplega 24 milljón fylgjendur og er ein vinsælasta síða Instagram sem er tileinkuð gríni og skopmyndum.

Eld­gosinu er lokið og land­ris hafið í Svarts­engi

Eldgosinu norðan við Stóra-Skógfell sem hófst þann 22. ágúst er nú lokið en engin sjáanleg virkni hefur verið í gígum á svæðinu í um hálfan sólarhring. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. 

„Við þurfum að læra af öðrum þjóðum“

Hlynur Snorrason, formaður félags yfirlögregluþjóna, segir það ekki of seint að bregðast við ógnvænlegri þróun þar sem ungmenni beita vopnum í auknum mæli og að allt samfélagið þurfi að leggjast á eitt til að sporna gegn þessu. Mikilvægt sé að draga lærdóm frá öðrum þjóðum.

Geimvísindastofnun Ís­lands stóð fyrir fundi í Grósku

Opinn fundur Alþjóðlega vinnuhópsins um kannanir reikistjörnunnar Mars (IMEWG) fór fram í Grósku í kvöld. IMEWG kom saman hér á landi í boði Geimvísindastofnun Íslands en þetta er í fyrsta sinn sem fundurinn er opinn almenningi.

Gert að fjar­lægja stórt aug­lýsinga­skilti við Miklu­braut

Lónseyri ehf., eigandi lóðar við Miklubraut 101, verður gert að fjarlægja stórt auglýsingaskilti við akbrautina. Á lóðinni er Orkan og bílaapótek Lyfjavals en byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar krafðist þess að skiltið yrði fjarlægt vegna skorts á byggingarleyfi fyrir uppsetningu skiltis.

Sjá meira