Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Mikill munur er á leikskólagöngu barna foreldra sem fæddust á Íslandi og barna innflytjenda. Börn innflytjenda sem sækja leikskóla eru hlutfallslega talsvert færri en börn innfæddra og ganga gjarnan seinna í leikskóla. Þessi þróun ýti undir mismunun í skólakerfinu og á vinnumarkaðnum. Það geri heimgreiðslur sömuleiðis. 9.9.2024 06:45
Maður fluttur á slysadeild eftir að pítsa brann Lögreglan og slökkvilið var kallað til í dag eftir að tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborg Reykjavíkur. Enginn eldur reyndist á svæðinu en mikill reykur kom frá ofni sem hafði gleymst að slökkva á við pítsubakstur. 6.9.2024 17:29
Eigandi BL tekur við forstjórastólnum á nýjan leik „Brynjar Elefsen Óskarsson hefur látið af störfum sem forstjóri og eru honum þökkuð góð störf fyrir félagið.“ 6.9.2024 13:30
Stjórnmálasamtök ávítuð fyrir vanskil á reikningum Aðeins 31,5 prósent þeirra stjórnmálaflokka eða samtaka sem sæti áttu á Alþingi eða buðu fram í kosningum til sveitastjórna árið 2022 hafa staðið skil á ársreikningum fyrir það ár. Mikill misbrestur hefur orðið á skilum ársreikninga stjórnmálasamtaka undanfarin ár. 6.9.2024 11:43
Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6.9.2024 10:58
Nektarmyndum deilt á geysivinsæla Instagram-síðu Óprúttinn aðili hakkaði sig inn á hinn geysivinsæla Instagram-reikning Memezar og setti þar inn efni sem er ekki við hæfi barna í morgun. Memezar er með tæplega 24 milljón fylgjendur og er ein vinsælasta síða Instagram sem er tileinkuð gríni og skopmyndum. 6.9.2024 10:31
Eldgosinu er lokið og landris hafið í Svartsengi Eldgosinu norðan við Stóra-Skógfell sem hófst þann 22. ágúst er nú lokið en engin sjáanleg virkni hefur verið í gígum á svæðinu í um hálfan sólarhring. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. 6.9.2024 09:49
„Við þurfum að læra af öðrum þjóðum“ Hlynur Snorrason, formaður félags yfirlögregluþjóna, segir það ekki of seint að bregðast við ógnvænlegri þróun þar sem ungmenni beita vopnum í auknum mæli og að allt samfélagið þurfi að leggjast á eitt til að sporna gegn þessu. Mikilvægt sé að draga lærdóm frá öðrum þjóðum. 2.9.2024 22:03
Geimvísindastofnun Íslands stóð fyrir fundi í Grósku Opinn fundur Alþjóðlega vinnuhópsins um kannanir reikistjörnunnar Mars (IMEWG) fór fram í Grósku í kvöld. IMEWG kom saman hér á landi í boði Geimvísindastofnun Íslands en þetta er í fyrsta sinn sem fundurinn er opinn almenningi. 2.9.2024 21:49
Gert að fjarlægja stórt auglýsingaskilti við Miklubraut Lónseyri ehf., eigandi lóðar við Miklubraut 101, verður gert að fjarlægja stórt auglýsingaskilti við akbrautina. Á lóðinni er Orkan og bílaapótek Lyfjavals en byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar krafðist þess að skiltið yrði fjarlægt vegna skorts á byggingarleyfi fyrir uppsetningu skiltis. 2.9.2024 20:38