Stjórn OR segir brýnt að hrinda söluferli Ljósleiðarans af stað Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir brýnt að hefja samskipti við Fjarskiptastofu svo að afla megi heimildar til þess að auka hlutafé hjá dótturfélaginu Ljósleiðaranum. Stjórnin bendir á að ferlið sé tímafrekt og aðstæður á fjármálamörkuðum krefjandi. 18.4.2023 07:13
Fjármálaráð segir að „lausung“ í ríkisfjármálum valdi framúrkeyrslu Lausung í fjármálastjórn ríkisins, sem endurspeglast í því að ófyrirséður tekjuauki ríkissjóðs hefur verið nýttur til aukinna útgjalda, er ein helsta ástæðan fyrir því að fyrri fjármálaáætlanir hafa ekki gengið eftir. Fjármálastefna sem gengur út á að safna skuldum bæði „í hæðum og lægðum skerðir trúverðugleika,“ að mati fjármálaráðs. 14.4.2023 07:55
Þakklætisvottur fyrir fórnfýsi stjórnvalda Það þykir heldur kræft, og jaðrar satt að segja við ósvífni, þegar ríkisvaldinu nægir ekki lengur að stæra sig af því að hafa útvegað þér hækjur heldur byrjar að rukka fyrir afnotin. 13.4.2023 08:30
Japanskur fyrirtækjarisi fjárfestir í Alvotech fyrir níu milljarða Japanska fjárfestingafélagið Mitsui & Co, sem er hluti af einni stærstu fyrirtækjasamsteypu heims, hefur keypt breytanleg skuldabréf Alvotech að fjárhæð 62,75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna, af félagi sem er að stórum hluta í eigu Róbert Wessman, forstjóra Alvotech. Stærsti hluthafi Mitsui er fjárfestingafélag Warrens Buffett en fjárfestingin í Alvotech kemur einum degi áður en líftæknilyfjafyrirtækið gerir ráð fyrir að fá niðurstöðu frá bandaríska lyfjaeftirlitinu vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir gigtarlyfið Humira. 12.4.2023 09:36
Alfa Framtak hleypir nýrri innviðasamstæðu af stokkunum Framtakssjóðastýringin Alfa Framtak hefur stofnað nýtt félag, INVIT, sem hefur það hlutverk að sameina íslensk innviðafyrirtæki undir einum hatti. 12.4.2023 07:27
Tryggingasjóðurinn rekinn með tapi í fyrsta sinn eftir afnám iðgjalda Tryggingasjóður vegna fjármálafyrirtækja (TFV) tapaði tæplega 1,3 milljörðum króna í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn er rekinn með tapi en ástæðan er sú að innlánafyrirtæki hættu að greiða iðgjöld til sjóðsins á ári sem litaðist jafnframt af krefjandi markaðsaðstæðum. 11.4.2023 11:39
Engin viðlíka ákvæði um kveikjuviðburð í AT1-bréfum bankanna AT1-gerningar Arion banka og Íslandsbanka nytu ávallt forgangs fram yfir hlutafé ef á það myndi reyna en í skilmálum skuldabréfanna er ekki að finna sambærileg ákvæði í skilmálum sömu bréfa hjá Credit Suisse. Þetta kemur fram í svari frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Innherja. 5.4.2023 11:02
Bankarnir gefa ekki út AT1-bréf í bráð eftir yfirtökuna á Credit Suisse Markaðurinn með svokölluð AT1-skuldabréf í Evrópu er laskaður eftir yfirtöku bankans UBS á Credit Suisse. Íslensku viðskiptabankarnir munu því ekki geta nýtt, að minnsta kosti ekki í bráð, það svigrúm sem þeir hafa til að gefa út AT1-bréf en þau gera bönkum meðal annars kleift að ná fram hagkvæmari skipan eigin fjár. 3.4.2023 07:18
Lánastarfsemi Símans gæti orðið „eins og sparisjóður að stærð“ Útlánastarfsemi er orðin það stór þáttur í rekstri Símans að ekki er hægt að líta fram hjá honum lengur og haldi vöxturinn áfram gæti starfsemin nálgast það að verða „eins og sparisjóður að stærð“ eftir nokkur ár. 1.4.2023 09:08
Rafkrónan yrði mögulega öflugasta tæki Seðlabankans Áhrifin sem möguleg útgáfa rafkrónu getur haft á peningastefnu Seðlabankans geta verið allt frá því að vera óveruleg upp í að rafkrónuna verði helsti farvegurinn fyrir miðlun peningastefnunnar. Lykilspurningin er hvort rafkrónan muni bera jákvæða vexti en afstaða Seðlabankans til þess er varfærin enda gæti það haft í för með sér „varanlega tilfærslu fjármagns“ frá viðskiptabönkum yfir til Seðlabankans og dregið þannig úr útlánagetu bankanna. 29.3.2023 07:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent