Lífeyrissjóðir slitu samstarfi við Íslensk verðbréf um rekstur TFII Eigendur framtakssjóðsins TFII, sem eru að uppistöðu lífeyrissjóðir, áttu frumkvæði að því að slíta samstarfi við sjóðastýringuna ÍV-sjóði, dótturfélag Íslenskra verðbréfa, eftir að hafa gert ýmsar athugasemdir við reksturinn. Nýkjörin stjórn framtakssjóðsins mun í framhaldinu taka ákvörðun um það hvort leitað verði eftir nýjum rekstraraðila eða hvort sjóðurinn reki sig sjálfur. 28.4.2023 16:00
Landsbankinn tapaði Borgunarmálinu í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Að mati héraðsdóms var vanræksla Landsbankans á því að gæta hagsmuna sinna höfuðorsök þess að bankinn varð af milljarða söluhagnaði við söluna á eignarhlut í kortafyrirtækinu. 27.4.2023 12:03
Bankarnir slógu met í mars eftir lántöku borgarinnar Íslenskir viðskiptabankar hafa aldrei lánað jafnmikið til sveitarfélaga í einum mánuði og þeir gerðu í mars síðastliðnum. Útlánavöxtinn má rekja til þess að Reykjavíkurborg hefur í tvígang hætt við fyrirhugað skuldabréfaútboð og þess í stað dregið á lánalínur hjá viðskiptabönkum. 27.4.2023 08:52
Teya skilar hagnaði eftir fjögurra ára þrautargöngu Greiðslumiðlunin Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, hagnaðist um 93 milljónir króna á síðasta ári eftir nærri 1,4 milljarða króna tap á árinu 2021. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2017 sem fyrirtækið nær jákvæðri afkomu. 26.4.2023 18:00
Útlánastafli Símans gæti tvöfaldast á þessu ári Umsvif Símans á lánamarkaði gætu tvöfaldast á þessu ári að mati Orra Haukssonar, forstjóra fjarskiptafélagsins, en velgengni fjártæknilausnarinnar Síminn Pay var ein ástæða fyrir því að vaxtatekjur fyrirtækisins voru hærri en vaxtagjöld á fyrsta fjórðungi ársins. 26.4.2023 16:05
Bankarnir bíða með óþreyju eftir sjálfbærri útgáfu ríkissjóðs Íslensku viðskiptabankanir bíða óþreyjufullir eftir því að ríkissjóður gefi út sitt fyrsta sjálfbæra skuldabréf sem myndi gagnast sem viðmið fyrir verðlagningu á sjálfbærum íslenskum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu enda er ríkissjóður, sem uppfyllir alla lánsfjárþörf sína með útgáfu á innlendum markaði, ekki í neinum flýti. 24.4.2023 13:52
Breskur fjárfestir vill byrja að leggja sæstreng til Íslands á næsta ári Framkvæmdir í tengslum við lagningu rafmagnssæstrengs milli Íslands og Bretlands gætu hafist á næsta ári ef marka má áform forsvarsmanna Atlantic Superconnection, sem hafa um árabil unnið að framgangi málsins. Uppbyggingin felur meðal annars í sér að reist verði rannsóknarmiðstöð og sérstök kapalverksmiðja sem mun nýta ál úr álverinu í Straumsvík. 21.4.2023 14:14
Hamrar og BKP Invest bætast við hluthafahóp OZ Sérhæfða ráðgjafar- og fjárfestingafélagið Hamrar Capital Partners og BKP Invest, fjárfestingafélag í eigu Bjarna Kristjáns Þorvarðarsonar og Ken Peterson, hafa bæst við hluthafahóp gervigreindarfyrirtækisins OZ. Fyrirtækið og lykilhluthafar þess hafa einnig gert samning við Hamra um ýmsa þjónustu sem miðar að því að auka virði OZ á næstu árum. 21.4.2023 09:11
Máli skuldabréfaeigenda gegn stjórnendum WOW air ekki vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað frávísunarkröfum Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra og eiganda WOW air, og stjórnarmanna flugfélagsins vegna máls sem var höfðað af hópi skuldabréfaeigenda. Ekki var fallist á að vísa málinu frá dómi vegna ákvæðis í skuldabréfunum um að ágreiningur um tiltekna þætti útboðsins félli undir lögsögu sænskra dómstóla. 20.4.2023 12:11
Verðbólgan gengi hraðar niður ef ríkið sýndi meira aðhald Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, segir að ónægjanlegt aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankann ber þyngri byrði en æskilegt er út frá sjónarmiðum um skilvirka hagstjórn. Öflugari sveiflujöfnun í fjármálastefnu ríkisins myndi, að mati varaseðlabankastjóra, stytta þann tíma sem þarf til að ná verðbólgunni niður í markmið. 19.4.2023 08:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent