Stjórnarformaður Eimskips segir réttast að leyfa öðrum að taka við keflinu Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Öldu Seafood Holding, sem heldur utan um starfsemi Samherja Holding í Evrópu og Kanada, segist ekki gefa kost á sér í aðalstjórn Eimskips vegna anna í starfi og auk þess segir hann að Eimskip standi á tímamótum eftir vel heppnaðar stefnubreytingar á síðustu þremur árum. 5.3.2022 14:00
Ásgeir segir framboð, ekki vaxtalækkanir, rót vandans á íbúðamarkaði Verðhækkanir á fasteignamarkaði má fyrst og fremst rekja til framboðsskorts á húsnæði frekar en peningastefnu Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í máli Ásgeir Jónssonar seðlabankastjóra á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær þar sem hann var spurður um fasteignamarkaðinn og samhengi hans við peningastefnu bankans. 4.3.2022 13:28
Seðlabankastjóri: Ekki ólíklegt að stríðið hafi dómínóáhrif eins og farsóttin Ísland verður ekki fyrir jafn beinum efnahagsáhrifum af Úkraínustríðinu og aðrar Evrópuþjóðir að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Hann óttast þó áhrif olíuverðshækkana á íslenska ferðaþjónustu og ófyrirséð dómínóáhrif sem stríðið gæti hrundið af stað. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóri á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. 3.3.2022 16:00
Íslandsbanki á von á 700 milljónum sem hafa legið óhreyfðar vegna dómsmáls Íslandsbanki getur átt von á því að fá greiddar 676 milljóna króna, sem hafa um árabil legið óhreyfðar á bankareikningi á meðan óvissa var um niðurstöðu í dómsmáli, eftir nýlegan úrskurð Landsréttar í málinu. 3.3.2022 08:08
Tvísýnt er um útflutning á íslenskri sjávarútvegstækni til Rússlands Íslensk tæknifyrirtæki, sem sérhæfa sig í sjávarútvegi og hafa landað verðmætum samningum við rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki um aðkomu að nýsmíði fiskveiðiskipa, geta hvorki sent tæknibúnað til Rússlands né átt von á greiðslu fyrir búnaðinn. Þetta segir Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine. 2.3.2022 13:00
Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley. 2.3.2022 08:01
Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1.3.2022 08:16
Innrás Rússa setur strik í reikning Síldarvinnslunnar Síldarvinnslan er með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hafði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Síldarvinnslan sendi til Kauphallarinnar. 28.2.2022 09:54
Athugun fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós „víðtæka veikleika“ hjá SaltPay Ákvörðun sektar upp á 44 milljónir króna í sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og SaltPay vegna brota félagsins á ákvæðum peningaþvættislaga var byggð á því að athugun eftirlitsstofnunarinnar leiddi í ljós „víðtæka veikleika“ hjá SaltPay. Færsluhirðirinn hefur áður bent á að veikleikarnir tengist kerfum sem voru til staðar þegar félagið tók yfir Borgun vorið 2020. 24.2.2022 07:01
PLAY ræsir miðasölu til Orlando, sjá mikið svigrúm til verðlækkana PLAY hefur hafið miðasölu á flugi til Orlando í Flórída sem verður fjórði áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir flugfélagið geta boðið mun hagstæðari fargjöld til Orlando en tíðkast hafa hingað til. 23.2.2022 08:00