Hundrað daga plan leggur grunn að umbreytingum Alfa Framtaks Fjárfestingar Alfa Framtaks, sem nýlega gekk frá fjármögnun á 15 milljarða króna framtakssjóði, í fjölskyldufyrirtækjum hafa miðað að því að gera fyrirtækin óháð eigendum þeirra svo að þeir verði með seljanlega eign í höndunum og ekki bundnir við reksturinn til elífðarnóns. Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri segir að eftir hverja fjárfestingu sé ráðist í hundrað daga plan sem leggur grunninn að ábatasömu eignarhaldi. 10.4.2022 10:19
Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð. 8.4.2022 13:22
Stjórnandi hjá Festu keypti í útboði Íslandsbanka samhliða sjóðnum Forstöðumaður eignastýringar Festu lífeyrissjóðs tók þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka samhliða lífeyrissjóðnum í gegnum félag sem er að stórum hluta í hans eigu. Samkvæmt svari frá Festu hafði hann ekki aðkomu að ákvörðun félagsins um þátttöku í útboðinu. 8.4.2022 09:39
Stjórnendakapall í Kauphöllinni: Ásgeir og Magnús taka við stjórn SKEL Fjárfestingafélagið SKEL hefur ráðið Ásgeir Helga Reykfjörð Gylfason, aðstoðarbankastjóra Arion banka, í starf forstjóra og Magnús Inga Einarsson, framkvæmdastjóra bankasviðs Kviku banka, í starf fjármálastjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynning fjárfestingafélagsins til Kauphallarinnar. 7.4.2022 09:18
Pólitískar tilnefningar standast ekki alþjóðleg viðmið um stjórnarhætti Tilnefningar í stjórnir fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins, að fjármálafyrirtækjum undanskildum, uppfylla ekki alþjóðleg viðmið um góða stjórnarhætti og Ísland sker sig úr hópi OECD-ríkja að þessu leyti. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt stofnanafjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf um stjórnarhætti og stefnumótun. 7.4.2022 06:00
Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6.4.2022 14:49
Fjarskiptastofa herðir tökin fyrir söluna á Mílu Fjarskiptastofa hefur að undanförnu leitast við að setja meiri kvaðir á Símasamstæðuna þrátt fyrir að salan á Mílu sé langt á veg komin og þrátt fyrir að markaðshlutdeild samstæðunnar hafi farið minnkandi á síðustu árum. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir óviðunandi að Fjarskiptastofa vinni út frá úreltum forsendum um markaðsstyrk samstæðunnar. Stofnunin sé föst í fortíðinni. 6.4.2022 06:00
Ný flokkun hjá FTSE skilar fjölbreyttari flóru og ýtir undir skráningar „Það hefur sárvantað fjölbreytni í fjárfestaflóruna. Við höfum náð árangri þegar kemur að innlendum einstaklingum en erlenda innflæðið hefur ekki verið eins mikið og maður hefði viljað. Með breiðari flóru styrkist verðmyndun og við fáum betri markað,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. 5.4.2022 14:01
Íslensk félög í sigti margfalt stærri fjárfesta eftir nýja flokkun hjá FTSE Flokkun Íslands sem nýmarkaðsríki hjá FTSE Russell laðar tugi milljarða króna af erlendu fjármagni að íslenska hlutabréfamarkaðinum og eykur sýnileika markaðarins á erlendri grundu. Tímasetningin er hagstæð í ljósi þess að innflæði kemur á sama tíma og innlendir fjárfestar beina fjármagni, sem þeir hafa fengið útgreitt í formi arðs á síðustu vikum eða tekið frá fyrir hlutafjárútboð Íslandsbanka, aftur inn á markaðinn. Þetta segja viðmælendur Innherja á fjármálamarkaði. 5.4.2022 07:00
Ljósleiðarinn segir fjárfestum að langur afskriftartími eigi fullan rétt á sér Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, telur ekkert óeðlilegt við það að ljósleiðarakerfi fyrirtækisins sé afskrifað á 46 árum sem er nokkuð lengri afskriftartími en gengur og gerist hjá sambærilegum innviðafyrirtækjum. Í fjárfestakynningu fyrir skuldabréfaútboð bendir Ljósleiðarinn meðal annars á að rörakerfið, sem er stærsti kostnaðarliðurinn við lagningu ljósleiðara, geti nýst í meira en 50 ár. 1.4.2022 07:01