Blaðamaður

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Katrín segir lífskjör ráðast af fleiru en launum, Ásgeir varar við „hringavitleysu“

Komandi kjaraviðræður voru á meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fjölluðu um á ársfundi Seðlabanka Íslands sem var haldinn fyrr í dag. Forsætisráðherra lagði áherslu á að lífskjör réðust af fleiri þáttum en fjárhæðinni sem er gefin upp á launaseðlinum og seðlabankastjóri varaði við þeirri „hringavitleysu“ mæta stýrivaxtahækkunum með auknum launakröfum.

Seðla­banka­stjóri óttast mögu­lega endur­komu verð­tryggingar

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur áhyggjur af því að hækkandi vextir og nýjar reglur um hámark greiðslubyrðar geti leitt til þess að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán og að lífeyrissjóðir verði á ný atkvæðamiklir á lánamarkaði. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær.

Sögðu Al­þingi að huga að fyrstu kaup­endum frekar en í­búðar­eig­endum

Stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa áhyggjur af því að skortur á fasteignum og miklar hækkanir fasteignaverðs geri það að verkum að ómögulegt verði fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn. Að þeirra mati eiga aðgerðir stjórnvalda frekar að beinast að fyrstu kaupendum heldur en þeim sem hafa nú þegar keypt sér fasteign.

Á­hættan af sam­bands­rofi við kerfi Nas­daq innan „á­sættan­legra marka“

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að áhættan af því að samband rofni við verðbréfauppgjörskerfi Nasdaq, sem geymir nær öll íslensk verðbréf og er hýst í gagnaverum í Svíþjóð, sé innan „ásættanlegra marka“ eins og staðan er í dag. Ef stríðið í Úkraínu breiðist út gæti Seðlabankinn hins vegar þurft að endurmeta stöðuna.

Síminn segir merki um að Ljósleiðarinn fegri afkomuna

Síminn heldur því fram að stöðugar breytingar á afskriftartíma í bókhaldi Ljósleiðarans beri þess merki að verið sé að „fegra“ rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins. Ef afskriftartíminn væri nær því sem þekkist hjá sambærilegum fyrirtækjum á Íslandi og Norðurlöndunum væri „ólíklegt“ að Ljósleiðarinn myndi skila eiganda sínum, Orkuveitu Reykjavíkur, fjármunum á næstu áratugum.

EpiEndo stækkar stjórnendateymið með ráðningu Stefáns sem fjármálastjóra

Lyfjaþróunarfyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals hefur ráðið Stefán Pétursson, sem stýrði fjármálasviði Arion banka í ellefu ár þangað til hann lét af störfum í fyrra, sem fjármálastjóra. Eftir ráðningu Stefáns eru starfsmenn fyrirtækisins orðnir 19 talsins og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast frá því í september í fyrra.

Sjá meira