Katrín segir lífskjör ráðast af fleiru en launum, Ásgeir varar við „hringavitleysu“ Komandi kjaraviðræður voru á meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fjölluðu um á ársfundi Seðlabanka Íslands sem var haldinn fyrr í dag. Forsætisráðherra lagði áherslu á að lífskjör réðust af fleiri þáttum en fjárhæðinni sem er gefin upp á launaseðlinum og seðlabankastjóri varaði við þeirri „hringavitleysu“ mæta stýrivaxtahækkunum með auknum launakröfum. 31.3.2022 19:44
Tekjur Fossa tóku 600 milljóna króna stökk og hagnaðurinn margfaldaðist Þóknanatekjur Fossa markaða námu ríflega 1,5 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 600 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi íslenska verðbréfafyrirtækisins. 31.3.2022 15:01
Tekjur stærstu hótelkeðju landsins tvöfölduðust milli ára Íslandshótel, stærsta hótelkeðja landsins með 17 hótel í rekstri, tapaði um 120 milljónum króna á síðasta ári en til samanburðar nam tap félagsins á árinu 2020 nær 2,2 milljörðum króna. 30.3.2022 15:22
Seðlabankastjóri óttast mögulega endurkomu verðtryggingar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur áhyggjur af því að hækkandi vextir og nýjar reglur um hámark greiðslubyrðar geti leitt til þess að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán og að lífeyrissjóðir verði á ný atkvæðamiklir á lánamarkaði. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. 30.3.2022 13:01
Sögðu Alþingi að huga að fyrstu kaupendum frekar en íbúðareigendum Stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa áhyggjur af því að skortur á fasteignum og miklar hækkanir fasteignaverðs geri það að verkum að ómögulegt verði fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn. Að þeirra mati eiga aðgerðir stjórnvalda frekar að beinast að fyrstu kaupendum heldur en þeim sem hafa nú þegar keypt sér fasteign. 29.3.2022 15:01
Áhættan af sambandsrofi við kerfi Nasdaq innan „ásættanlegra marka“ Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að áhættan af því að samband rofni við verðbréfauppgjörskerfi Nasdaq, sem geymir nær öll íslensk verðbréf og er hýst í gagnaverum í Svíþjóð, sé innan „ásættanlegra marka“ eins og staðan er í dag. Ef stríðið í Úkraínu breiðist út gæti Seðlabankinn hins vegar þurft að endurmeta stöðuna. 28.3.2022 08:51
Aðfangaverð flækist fyrir uppbyggingu húsnæðis, stálvirki upp um 65 prósent Miklar hækkanir á aðfangaverði munu hækka byggingarkostnað almennt, þar með talið á íbúðahúsnæði, og líklega leiða af sér tafir í uppbyggingu. Jafnframt gætu þær fælt verktaka frá þátttöku í útboðum. Þetta segir Þorvaldur H. Gissurarson, eigandi og forstjóri ÞG Verks. 25.3.2022 12:45
Síminn segir merki um að Ljósleiðarinn fegri afkomuna Síminn heldur því fram að stöðugar breytingar á afskriftartíma í bókhaldi Ljósleiðarans beri þess merki að verið sé að „fegra“ rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins. Ef afskriftartíminn væri nær því sem þekkist hjá sambærilegum fyrirtækjum á Íslandi og Norðurlöndunum væri „ólíklegt“ að Ljósleiðarinn myndi skila eiganda sínum, Orkuveitu Reykjavíkur, fjármunum á næstu áratugum. 25.3.2022 06:50
Keldan setur nýja og uppfærða útgáfu í loftið Upplýsinga- og fréttaveitan Keldan setti nýja og uppfærða útgáfu í loftið í dag sem miðar að því að bæta notendaupplifun og virkni í farsímum og spjaldtölvum. 24.3.2022 12:17
EpiEndo stækkar stjórnendateymið með ráðningu Stefáns sem fjármálastjóra Lyfjaþróunarfyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals hefur ráðið Stefán Pétursson, sem stýrði fjármálasviði Arion banka í ellefu ár þangað til hann lét af störfum í fyrra, sem fjármálastjóra. Eftir ráðningu Stefáns eru starfsmenn fyrirtækisins orðnir 19 talsins og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast frá því í september í fyrra. 24.3.2022 09:15