Blaðamaður

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tvö prósent af fjárfestingum ríkisins voru græn

Um tvö prósent af heildarfjárfestingu íslenska ríkisins geta talist til grænna fjárfestinga samkvæmt þröngri skilgreiningu á hugtakinu. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar.

SÍ segir ráðuneytinu að vanda betur til verka með ÍL-sjóð

Seðlabanki Íslands segir óheppilegt hversu lengi hefur dregist að setja reglugerð um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs og bankinn telur að reglugerðardrögin sem nú liggja fyrir séu óviðunandi. Þetta kemur fram í umsögn Seðlabankans.

Ingólfur hættir sem forstjóri CRI, leita að alþjóðlegum stjórnenda

Ingólfur Guðmundsson hefur látið af störfum sem forstjóri Carbon Recycling International (CRI) og leitar íslenska tæknifyrirtækið nú að alþjóðlegum stjórnanda til að taka við keflinu. Þetta staðfestir Þórður Magnússon, stjórnarformaður CRI, í samtali við Innherja.

Lítil sem engin framvinda í inn­viða­fjár­festingum líf­eyris­sjóða

Þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hafi sýnt áhuga á fjármögnun innviðaverkefna og haldið úti sérstökum sjóði fyrir innviðafjárfestingar í sjö ár hefur lítið sem ekkert gerst í þeim efnum. Hlutdeild sjóðanna í innviðum landsins er enn jafnlítil og hún var árið 2003. Þetta kom fram í máli Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs, á ársfundi Landssamtaka lífeyrissjóða.

Eigandi LEGO setur 5 milljarða króna í Kerecis

Danska fyrirtækið KIRKBI A/S, eigandi LEGO vörumerkisins, mun fjárfesta 40 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 5,3 milljörðum króna, í Kerecis og er íslenska fyrirtækið verðmetið á 73 milljarða króna í viðskiptunum. Þetta kemur fram í bréfi sem stjórn Kerecis sendi á hluthafa í gær og Innherji hefur undir höndum.

Agnar hættir hjá Kviku og skulda­bréfa­sjóðnum slitið

Agnar Tómas Möller mun láta af störfum sem sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu samkvæmt heimildum Innherja. Í kjölfarið verður sérhæfða skuldabréfasjóðnum Kvika – Iceland Fixed Income Fund (IFIF) slitið og fjármunum skilað til hlutdeildarskírteinishafa.

Stofn­endur indó vilja bæta banka­kjör heimila um tíu milljarða

Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson, stofnendur indó, fengu að heyra fjölmargar ástæður fyrir því hvers vegna ómögulegt væri að stofna nýjan banka. Fjórum árum síðar er sparisjóðurinn kominn með starfsleyfi, aðgang að greiðslukerfi bankanna og stefnir að því að bjóða alla velkomna í viðskipti á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa einsett sér að umbylta verðlagningu á bankamarkaðinum og telja að aukin samkeppni geti skilað heimilum landsins allt að 10 milljarða króna ábata.

Síldarvinnslan bindur miklar vonir við uppganginn í fiskeldi

„Við bindum vonir við að fiskeldi komi til með að verða ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar í framtíðinni,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, í samtali við Innherja um 15 milljarða króna fjárfestingu íslenska sjávarútvegsfélagsins í Arctic Fish.

„Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“

Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt.

Sjá meira