Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Saka flokk Le Pen um fjársvik

Talið er að Franska þjóðfylkingin, flokkur Marine Le Pen, forsetaframbjóðanda í Frakklandi, hafi svikið nærri 600 milljónir króna út úr Evrópuþinginu

Frakkar rannsaka HM-útboðin

Franskir saksóknarar rannsaka nú ferlið sem leiddi til þess að ákveðið var að Rússar fengju að halda heimsmeistaramót karla í knattspyrnu árið 2018 og Katarar árið 2022.

Útlit fyrir afar spennandi fyrri umferð í Frakklandi

Fyrri umferð forsetakosninga í Frakklandi fer fram á morgun. Fjórir frambjóðendur eiga raunhæfan möguleika á að komast áfram í aðra umferð. Kannanir benda ekki til spennandi seinni umferðar, sama hverjir verða þar.

Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn

Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni.

Baráttan komin á fullan skrið

Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins á Bretlandi, heitir því að hann muni taka í gegn ósanngjarnt kerfi og færa valdið og auðinn aftur til fólksins verði hann forsætisráðherra landsins.

Leit hætt að Joseph Kony

Leit að uppreisnarleiðtoganum og stríðsherranum Joseph Kony hefur verið hætt. Úganski herinn greindi frá þessu en Kony hafði verið leitað í Mið-Afríkulýðveldinu undanfarin ár.

Vilja meiri mótmæli

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvöttu í gær til áframhaldandi mótmæla. Á miðvikudag mótmæltu þúsundir á götum höfuðborgarinnar Caracas. Kölluðu aðgerðasinnar mótmælin "móður allra mótmæla“.

Handtóku 53 fyrir samkynja hjónabönd

Saksóknarar í Nígeríu hafa ákært 53 fyrir að skipuleggja að fagna samkynja hjónavígslum. Hin ákærðu neita sök og segja lögfræðingar þeirra að skjólstæðingarnir séu beittir misrétti.

Segjast hættir að treysta Trump

Misvísandi skilaboð um leið flotadeildar bandaríkjahers að Kóreuskaga valda fjaðrafoki í Suður-Kóreu. ­Forsetaframbjóðandi segir Kóreumenn ekki geta treyst Trump sem forseta ef hann var í raun að segja ósatt.

Sjá meira