fréttaþulur

Telma Tómasson

Telma Tómasdóttir er fréttamaður og fréttaþulur á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ferða­menn í vanda í ám á Fjalla­baks­leið og Þórs­mörk

Nokkur fjöldi ökumanna lenti í erfiðleikum í vaðinu í Hólmsá á Fjallabaksleið syðri síðdegis í gær og gærkvöldi, áður en þjóðvegur 1 var opnaður. Björgunarsveitamenn komu ferðamönnunum til aðstoðar en skilja þurfti þrjá bíla eftir.

Á fjórða þúsund manna glímir við mikla elda í Kali­forníu

Miklir gróðureldar geisa í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum og ná þeir nú yfir tuttugu ferkílómetra svæði. Á fjórða þúsund viðbragðsaðila glímir við eldana en upptök þeirra eru rakin til brennandi bíls sem var velt út í gil í síðustu viku.

Enn hætta á vatna­vöxtum en dregur úr rigningunni

Dregið hefur úr rigningu á sunnanverðu landinu en enn má búast við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni vegna hennar. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu.

Hringvegurinn opnaður en öku­menn beðnir um að sýna til­lits­semi

Hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum í gærkvöldi, en með þeim takmörkunum að vegurinn er einbreiður. Umferð var stýrt með ljósum yfir brúna í nótt, eftir því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi.

Myndaveisla frá stjörnufans og gleðinni í Víðidal

Um fimm til sex þúsund manns eru nú á Landsmóti hestamanna sem fram fer á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Allt eru þetta áhugamenn um íslenska hestinn, flestir íslenskir en einnig um 2000 erlendir gestir. Búist er við talsverðri fjölgun næstu daga, talið að um sjö til átta þúsund manns verði á svæðinu um helgina.

Bjóða far­þegum að breyta ferðum vegna mögu­legs verk­falls

Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli.

Fyrstu kaup Þór­kötlu í Grinda­vík gengin í gegn

Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku.

Sjá meira