Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjárfesti fermingarpeningunum í listaverk og sér ekki eftir því í dag

Sigurður Sævar Magnússon er myndlistarmaður og listaverkasafnari sem hlotið hefur mikla athygli fyrir bæði listaverk sín og framkomu. Þessi ungi maður er annálaður fagurkeri sem hefur komið sér upp veglegu safni verka eftir bæði núlifandi listamenn og eldri meistara listasögunnar.

Ferðalag Jógvans og Friðriks Ómars fór illa af stað

„Ferðalag okkar um landið þetta sumarið hófst í dag. Friðrik varð smá bílveikur eftir að Jógvan opnaði Eggjasamloku á Hellisheiðinni en við teljum að hann muni ná sér að fullu eftir góðan nætursvefn,“ segja þeir Jógvan og Friðrik Ómar um tónleikaferðalag sitt.

Sælkerarar fögnuðu nýrri matreiðslubók

Meistarakokkarnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson eigendur Sælkerabúðarinnar sendu á dögunum frá sér bókina GRILL og var útgáfu bókarinnar fagnað í vikunni.

Varð umboðsmaður Kaleo fyrir tilviljun

Sindri Ástmarsson hafði starfað sem plötusnúður og útvarpsmaður í dágóðan tíma þegar hann vildi leita á ný mið. Áður en hann vissi af var hann orðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo.

Hélt fjölskyldufund og tilkynnti að hún verður nakin í nýjum þáttum

„Foreldrar eiga að ræða við unglingana sína um kynlíf, enginn á að skammast sín fyrir neitt og svo á fjölskyldan að horfa saman á þættina,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur sem í sumar fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 sem kallast Allskonar kynlíf.

Sjá meira