Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3.11.2024 20:42
Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Hönnunarverslunin Snúran kveður íslenska fagurkerabransann innan tíðar en tíu ár eru síðan verslunin opnaði. Eigandi Snúrunnar kveðst ætla að snúa sér að öðru. 3.11.2024 20:24
„Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins segir að frambjóðendurnir þrír sem fengu framboð sín á lista flokksins ógild hafi lagt sig alla fram við að skila inn staðfestingu á samþykki með lögmætum hætti. Knappur tími og tæknileg vandræði hafi valdið því að samþykki þeirra fékkst ekki staðfest. 3.11.2024 19:23
Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3.11.2024 16:59
Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Úrskurðarfundur landskjörstjórnar um gildi framboða í kosningunum til Alþingis fer fram í Þjóðminjasafninu í dag klukkan þrjú. Fundinum verður streymt á Vísi. 3.11.2024 14:01
Vekja athygli á bágri stöðu nepalskra kvenna með fjallgöngu Hópur íslenskra og nepalskra fjallgöngukvenna gengu á dögunum upp á tindinn Lobuche í Himalayafjöllum til að vekja athygli á stöðu kvenna í Nepal og í fjallgöngugeiranum. Lobuche er rúmlega sex þúsund metra hár. 2.11.2024 23:37
Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Bólusetningar við lömunarveiki hófust á ný í Norðurhluta Gasa í morgun eftir að seinkun varð á vegna aukinna árása Ísraelshers í október. Stefnt er á að bólusetja á annað hundrað þúsund barna við sjúkdómnum. 2.11.2024 22:25
Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensíahéraði á Spáni til aðstoðar vegna hamfaraflóða sem gengu þar yfir í byrjun vikunnar. 2.11.2024 20:15
Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Margt var um manninn þegar hinn svokallaði J-dagur var haldinn hátíðlega í gærkvöldi. „Snjórinn fellur“ kallast sá viðburður þegar jólabjórinn kemur til byggða 1. nóvember ár hvert. 2.11.2024 19:08
Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Óalgeng tegund regnboga gnæfði yfir Reykjavík í dag en regnboginn var nærri alveg litlaus. 2.11.2024 18:02