Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 5.10.2024 16:23
Málningu kastað og ryskingar við sendiráðið Mótmælendur sem kröfðust aðgerða í málefnum Palestínu fyrir utan bandaríska sendiráðið við Engjateig skvettu málningu á vegg sendiráðsins fyrr í dag. Þá virðist hafa komið til smávægilegra átaka milli lögreglu og mótmælenda. 5.10.2024 16:13
Engum verði vísað út við myndbirtingu Formaður dómstólsins í Avignon í Frakklandi hefur dregið til baka ákvörðun sína um að vísa fjölmiðlafólki úr dómsal þegar myndefni verður sýnt við réttarhöld í máli Dominique Pélicot. Hvorki fjölmiðlafólki né almenningi verði vísað út við myndbirtingar. 5.10.2024 14:21
Minnst sextán látnir í aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu Aurskriður sem féllu í Bosníu og Hersegóvínu í nótt og ollu miklum flóðum urðu að minnsta kosti sextán að bana. 5.10.2024 13:34
Harður þriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Þriggja bíla árekstur varð til þess að einn bílanna valt nærri Hólmi við Suðurlandsveg á tólfta tímanum í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 5.10.2024 11:49
Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Saeed Atallah Ali einn leiðtoga Hamas og fjölskylda hans létu lífið í loftárásum Ísraelshers á flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanon í morgun. 5.10.2024 10:45
Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson hefur tilkynnt að ekki verði teknir upp fleiri þættir af hlaðvarpi hans, Karlmennskunni. 5.10.2024 10:19
Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8.9.2024 23:20
„Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag. 8.9.2024 22:08
Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8.9.2024 21:22