Fréttamaður

Smári Jökull Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Flottur leikur Viktors Gísla í sigri Nantes

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Nantes sem vann þrettán marka sigur á Cretail í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Viggó Sigurðsson og félagar í Leipzig töpuðu naumlega gegn Göppingen í þýsku deildinni.

Lazio hafði betur í Rómarslagnum

Lazio hafði betur í slag Rómarliðanna í ítalska boltanum í dag. Felipe Anderson skoraði eina mark leiksins og sigurinn þýðir að Lazio fer upp fyrir nágranna sína í töflunni.

Brynjólfur og félagar enn í fallsæti

Brynjólfur Andersen og félagar í norska liðinu Kristiansund eru enn í fallsæti norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en næstsíðasta umferðin fór fram í dag.

Nökkvi Þeyr skoraði og lagði upp

Nökkvi Þeyr Þórisson átti flottan leik fyrir Beerschot í næstefstu deild í Belgíu í dag. Hann skoraði og lagði upp í 3-1 sigri liðsins gegn Lommel. Þá var Dagný Brynjarsdóttir í liði West Ham sem vann sigur í miklum markaleik á Englandi.

Bayern lyfti sér upp í efsta sætið

Bayern Munchen tyllti sér í efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-2 útisigur á Hertha Berlin í dag. Borussia Dortmund vann öruggan sigur gegn Bochum.

Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving

Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann.

Pep við Zlatan: „Skrifaðu aðra bók“

Pep Guardiola og Zlatan Ibrahimovic eru engir sérstakir vinir. Nú hefur þeim enn og aftur lent saman eftir að Ibrahimovic sagði í viðtali að egó Guardiola kæmi í veg fyrir framfarir Erling Haaland hjá Manchester City.

Mikilvægur sigur hjá Hirti og félögum

Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa unnu mikilvægan sigur á Cosenza í ítölsku Serie B í dag. Hjörtur lék allan leikinn en lið Pisa er um miðja deild

Sjá meira