Pep við Zlatan: „Skrifaðu aðra bók“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 16:00 Pep Guardiola og Zlatan Ibrahimavic eru enn og aftur komnir í hár saman. Vísir/Getty Pep Guardiola og Zlatan Ibrahimovic eru engir sérstakir vinir. Nú hefur þeim enn og aftur lent saman eftir að Ibrahimovic sagði í viðtali að egó Guardiola kæmi í veg fyrir framfarir Erling Haaland hjá Manchester City. Zlatan var í liði Barcelona árin 2009-2011 undir stjórn Guardiola og gaf Spánverjanum enga sérstaka dóma í ævisögu sinni sem hann gaf út árið 2011. „Ég öskraði: Þú ert ekki með pung. Þú kúkar á þig fyrir framan Mourinho. Farðu til helvítis,“ skrifaði Zlatan í bók sinni og hefur í seinni tíð sagt að Guardiola sé barnalegasti þjálfari sem hann hefur haft. Á dögunum fór Zlatan síðan í viðtal hjá frönsku sjónvarspsstöðinni Canal+ og fékk þar spurningar um velgengni Erling Haaland hjá Manchester City en Norðmaðurinn hefur byrjað tímabilið stórkostlega á Englandi. „Getur Guardiola gert Haaland ennþá betri? Það fer eftir egói Guardiola, ef hann leyfir Haaland að vera stærri karakter en hann sjálfur. Hann leyfði hvorki mér né öðrum leikmönnum að vera það,“ sagði Svíinn. Pep Guardiola var spurður út í þessi ummæli Zlatan á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City gegn Fulham í dag. Hann svaraði kaldhæðnislega að hann væri stærsti egóistinn hjá Englandsmeisturunum. „Hann hefur rétt fyrir sér, algjörlega rétt. Hjá þessu félagi, í þessu liði er egóið mitt stærra en frammistöður allra leikmanna. Ég er ekki ánægður með það þegar Erling skorar þrjú mörk og allt fjallar um hann. Ég verð svo öfundssjúkur. Í alvöru talað, svo öfundssjúkur.“ „Ég segi við Erling: Gerðu það, ekki skora fleiri mörk því þá skrifa The Sun og Daily Mail ekki neitt um mig. Zlatan þekkir mig vel. Hann getur kannski skrifað nýja bók því hann hefur rétt fyrir sér, egóið mitt er risastórt.“ Zlatan Ibrahimovic said Pep Guardiola's ego will hamper Erling Haaland's ability at Manchester City.Pep's response is just perfect Pep #ManCity #MCFC pic.twitter.com/4y8pJRe7re— Mike Minay (@MikeMinay) November 4, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan: Pep faldi sig frá mér Zlatan Ibrahimovic segir Jose Mourinho enn vera hinn sérstaka en gagnrýnir Pep Guardiola. 20. október 2019 11:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Zlatan var í liði Barcelona árin 2009-2011 undir stjórn Guardiola og gaf Spánverjanum enga sérstaka dóma í ævisögu sinni sem hann gaf út árið 2011. „Ég öskraði: Þú ert ekki með pung. Þú kúkar á þig fyrir framan Mourinho. Farðu til helvítis,“ skrifaði Zlatan í bók sinni og hefur í seinni tíð sagt að Guardiola sé barnalegasti þjálfari sem hann hefur haft. Á dögunum fór Zlatan síðan í viðtal hjá frönsku sjónvarspsstöðinni Canal+ og fékk þar spurningar um velgengni Erling Haaland hjá Manchester City en Norðmaðurinn hefur byrjað tímabilið stórkostlega á Englandi. „Getur Guardiola gert Haaland ennþá betri? Það fer eftir egói Guardiola, ef hann leyfir Haaland að vera stærri karakter en hann sjálfur. Hann leyfði hvorki mér né öðrum leikmönnum að vera það,“ sagði Svíinn. Pep Guardiola var spurður út í þessi ummæli Zlatan á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City gegn Fulham í dag. Hann svaraði kaldhæðnislega að hann væri stærsti egóistinn hjá Englandsmeisturunum. „Hann hefur rétt fyrir sér, algjörlega rétt. Hjá þessu félagi, í þessu liði er egóið mitt stærra en frammistöður allra leikmanna. Ég er ekki ánægður með það þegar Erling skorar þrjú mörk og allt fjallar um hann. Ég verð svo öfundssjúkur. Í alvöru talað, svo öfundssjúkur.“ „Ég segi við Erling: Gerðu það, ekki skora fleiri mörk því þá skrifa The Sun og Daily Mail ekki neitt um mig. Zlatan þekkir mig vel. Hann getur kannski skrifað nýja bók því hann hefur rétt fyrir sér, egóið mitt er risastórt.“ Zlatan Ibrahimovic said Pep Guardiola's ego will hamper Erling Haaland's ability at Manchester City.Pep's response is just perfect Pep #ManCity #MCFC pic.twitter.com/4y8pJRe7re— Mike Minay (@MikeMinay) November 4, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan: Pep faldi sig frá mér Zlatan Ibrahimovic segir Jose Mourinho enn vera hinn sérstaka en gagnrýnir Pep Guardiola. 20. október 2019 11:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Zlatan: Pep faldi sig frá mér Zlatan Ibrahimovic segir Jose Mourinho enn vera hinn sérstaka en gagnrýnir Pep Guardiola. 20. október 2019 11:15