Fagnað um miðja nótt af þúsundum stuðningsmanna Nígeríski fótboltamaðurinn Victor Osimhen lenti í Istanbúl um miðja nótt en það kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna Galatasaray tækju á móti honum. 3.9.2024 09:33
Sonja tólfta í síðustu grein Íslendinga Sundkonan Sonja Sigurðardóttir varð í 12. sæti í 100 metra skriðsundi, í flokki S3, á Ólympíumóti fatlaðra í París í dag. 3.9.2024 09:06
Næsthæsti maður heims þarf að sofa á gólfinu í París Einn af þeim sem óhjákvæmilega vekja hvað mesta athygli á Ólympíumóti fatlaðra er Morteza Mehrzad enda er hann næsthávaxnasti maður heims, eða 2,46 metrar að hæð. Að vera svo hávaxinn hefur sína kosti og galla. 3.9.2024 08:33
Bjóða Sindra hjartanlega velkominn í vottað hlaup Eftir að hafa slegið 24 ára gamalt aldursflokkamet hlauparans mikla Kára Steins Karlssonar, en ekki fengið það skráð, hefur hinn 15 ára gamli Sindri Karl Sigurjónsson verið boðinn sérstaklega velkominn í Hjartadagshlaupið í ár. 3.9.2024 08:02
Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur fullan stuðning nýrra manna í æðstu stöðum hjá Manchester United, þrátt fyrir dapurt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. 3.9.2024 07:31
Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2.9.2024 14:30
Grillað fyrir appelsínugula sem berjast fyrir lífi sínu Fylkisfólk hefur blásið í herlúðra fyrir leikinn við Stjörnuna í Garðabæ í kvöld, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Fylkir þarf á sigri að halda í erfiðri fallbaráttu. 2.9.2024 14:00
Segir óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir vottun hlaupsins Íþróttabandalag Reykjavíkur og langhlaupanefnd Frjálsíþróttasamband Íslands hafa deilt um kostnað við vottun hlaupanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og náðu ekki samkomulagi vegna 10 kílómetra hlaupsins í ár. Formaður ÍBR kallar eftir föstu verði fyrir vottun, burtséð frá fjölda keppenda. 2.9.2024 13:09
Neita að selja Trossard Félagaskiptaglugginn í sádiarabíska fótboltanum lokast í dag og félögin þar eru enn að vinna að því að lokka til sín stjörnur úr evrópska boltanum. 2.9.2024 12:31
Stjörnunni ekki refsað vegna leikskýrslu Knattspyrnudeild Stjörnunnar verður ekki refsað vegna framferðis síns við skráningu leikskýrslu, samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. 2.9.2024 12:02