Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2.9.2024 11:02
Vinsælir Íslendingar aftur valdir fyrir næsta EM Það eru enn rúmir sextán mánuðir í að EM karla í handbolta hefjist, og öll undankeppnin er eftir, en það er engu að síður orðið ljóst í hvaða riðli strákarnir okkar í íslenska landsliðinu myndu spila. 2.9.2024 10:31
Stutt gaman hjá Brynjari og Júlíus kallaður til Miðjumaðurinn Júlíus Magnússon, sem leikur með Fredrikstad í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. 2.9.2024 09:46
Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin í Víkinni og tuttugu mínútna þrennu Dramatíkin og fjörið var alls ráðandi í næstsíðustu umferðinni í hinni hefðbundnu deildakeppni Bestu deildar karla í fótbolta í gær. 2.9.2024 09:32
Sonja hristi af sér flensuna og komst í úrslit Sonja Sigurðardóttir syndir í úrslitum í 50 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í París í dag eftir að hafa tryggt sér áttunda og síðasta sætið þar, í undanrásum í morgun. 2.9.2024 08:33
Börnin höfðu ekki trú á Gauff en voru rekin í burtu Bandaríska tenniskonan Coco Gauff nær ekki að verja risatitil sinn á US Open í ár því hún féll í gær úr keppni eftir tap gegn löndu sinni, Emmu Navarro. Ungir krakkar settu svip sinn á lokakafla leiksins. 2.9.2024 08:01
Eiginkonan kom Casemiro til varnar eftir martröðina í gær Anna Mariana, eiginkona Casemiro, tók til varna fyrir sinn mann á Instagram eftir að Brasilíumaðurinn sætti harkalegri gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Manchester United gegn Liverpool í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 2.9.2024 07:31
Víkingar sluppu við stórliðin en mæta Gumma Tóta Víkingar fengu í dag að vita hvaða sex liðum þeir mæta í nýrri Sambandsdeild Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu á Vísi. 30.8.2024 12:02
Eggert og Andri mæta Roma og Tottenham Dregið var í nýja deildarkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag, í beinni útsendingu á Vísi. Lið á borð við Manchester United, Tottenham og Roma, ásamt nokkrum Íslendingaliðum, voru með í drættinum. 30.8.2024 10:46
Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. 30.8.2024 10:33