Fréttamaður

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

Silja Rún er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna

Fjársvikar þóttist vera Brad Pitt í rúmlega ár til að svíkja konu um tugi milljóna. Konan hélt að hún væri að greiða fyrir krabbameinsmeðferð leikarans. Viðtal við hana hefur fengið mikla neikvæða athygli á netinu. 

Katrín Jakobs­dóttir tekur við af Daða Má

Katrín Jakobsdóttir hefur tekið við sem formaður stjórnar Fasteigna Háskóla Íslands. Hún tekur við af Daða Má Kristóferssyni sem hefur tekið við embætti efnahags- og fjármálaráherra.

Að minnsta kosti 24 látnir

Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Danskur fjölskyldufaðir syrgir heimili sitt í borginni líkt og þúsundir annarra. Að minnsta kosti 24 eru látnir.

Týnd at­kvæði séu ekki eins­dæmi

Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki einsdæmi að utankjörfundaratkvæði skili sér ekki í tæka tíð en skýrt sé að þess konar atkvæði séu ógild. Þá þurfi að fara sem fyrst í breytingar á reglum varðandi jöfnunarsæti. 

Máluðu gröf Charles Darwin í mót­mæla­skyni

Tvær konur voru handteknar í London eftir að hafa málað á gröf náttúrufræðingsins Charles Darwin. Þær voru á vegum breska loftlagsaðgerðahópsins Just Stop Oil. Hækkun meðalhitastigsins í heiminum árið 2024 náði yfir 1,5°C mörkin.

Trump yngri á leið til Græn­lands

Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland.

Má heita Amína en ekki Hó

Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína.

Sjá meira