Segir mjög góðan rökstuðning þurfa ef halda á áfram hvalveiðum Matvælaráðherra segir mjög góðan rökstuðning þurfa til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem vilja halda veiðunum til streitu. 12.5.2023 12:48
Diljá býr í Húsdýragarðinum Fyrstu lömb sumarsins í Húsdýragarðinum komu í heiminn í dag og eitt þeirra hefur nú þegar hlotið viðeigandi nafn í ljósi tímasetningarinnar. Hún ber að sjálfsögðu nafnið Diljá í höfuðið á Eurovisionfara Íslands. 10.5.2023 21:48
Alveg ljóst að kennt verði í MS í haust Byggingar Menntaskólans við Sund þarfnast mikils viðhalds og loka gæti þurft skólanum í þrjú ár á framkvæmdatímanum. Formaður kennarafélags MS segir þó alveg ljóst að kennt verði við skólann í haust. 10.5.2023 20:01
Væri slæmt að enda með 35 þúsund íbúðir sem uppfylli ekki skilyrði um dagsbirtu Arkitektar fagna því að yfirvöld stefni á uppbyggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum. Ekki megi þó gefa afslátt af gæðum húsnæðis. Nauðsynlegt sé að því verði stýrt hvernig uppbygging fari fram og verktakar eigi ekki að sjá um það einir. 7.5.2023 15:46
Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó. 6.5.2023 18:30
Tvö sækjast eftir að leiða ASÍ Tvö eru í framboði til forseta Alþýðussambands Íslands á 45. þingi sambandsins sem heldur áfram í dag og stendur fram á morgun. Þingið leggst vel í frambjóðendurna sem segja mikilvægast að ganga sameinuð til kjaraviðræðna í haust. 27.4.2023 12:02
Hafna alfarið kröfum um afturvirkni Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni. 27.4.2023 08:11
Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki. 26.4.2023 12:10
Hamarinn spyr ekki um stétt, stöðu eða kennitölu Börn af erlendum uppruna geta átt erfitt með að finna sig í skipulögðu tómstundastarfi og sérstaklega ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Í Hafnarfirði er starfrækt ungmennahús sem spyr ekki um stétt né stöðu, eða kennitölu. 20.4.2023 08:00
Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19.4.2023 20:25