Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. 18.2.2024 17:05
Féll í gjá í Heiðmörk Kona féll í sprungu í Heiðmörk í dag. Hún mun hafa verið á Búrfellsgjár gönguleiðinni þegar hún féll og voru björgunarsveitir frá Garðabæ og Hafnarfirði sendar á vettvang. 18.2.2024 15:58
Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. 18.2.2024 14:32
„Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á Íslandi. Hún segir umræðuna ekki eiga að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. 18.2.2024 13:22
Hettusótt í Hraunvallaskóla Starfsmenn Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hafa greinst smitaðir með hettusótt. Veirusjúkdómurinn er í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og má það sama segja um mislinga. 18.2.2024 11:38
Ætlar ekki að hætta við innrás í Rafah Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir ekki koma til greina að hætta við innrás í borgina Rafah í suðurhluta Gasastrandarinnar. Rúm milljón Palestínumanna hefur flúið þangað undan átökum Ísraela og Hamas-liða sem hafa valdið gífurlegum skaða á svæðinu lokaða. 18.2.2024 11:19
Santos vill hundrað milljónir frá Kimmel George Santos, fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur höfðað mál gegn þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel, ABC og Disney. Er það vegna þess að Kimmel gabbaði Santos til að taka upp myndband sem notað var til að gera grín að hinum smánaða fyrrverandi þingmanni. 18.2.2024 10:07
Rússland, Ríkisútvarpið og Kristrún um hælisleitendur á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 18.2.2024 09:30
Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. 17.2.2024 17:05
Vill taka þrjátíu milljarða lán vegna jarðhræringa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu fjárlaga sem snúa að allt að þrjátíu milljarða lántöku í erlendri mynt. Á það að mæta mögulegri fjárþörf vegna jarðhræringa á Reykjanesi. 17.2.2024 16:09