„Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4.3.2024 14:45
Hraun flæðir á Galapagoseyjum Eldgos hófst á Galapagos-eyjum undan ströndum Ekvador í gærkvöldi. Hraun flæddi úr La Cumbre eldfjallinu á Fernandinaeyju en það er virkasta eldfjalla eyjaklasans fræga, og rann út í sjó. 4.3.2024 11:53
Úrskurða líklega Trump í vil degi fyrir „ofurþriðudag“ Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna gáfu til kynna í gær að von sé á úrskurði um það hvort ráðamönnum Colorado sé heimilt að meina Donald Trump að vera á kjörseðlum í ríkinu. Forval í báðum flokkum fer fram í ríkinu, og fimmtán öðrum, á morgun en dagurinn er iðurlega kallaður „ofurþriðjudagur“. 4.3.2024 10:42
Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29.2.2024 23:11
„Of margir Palestínumenn dóu í dag“ Talið er að minnsta kosti 112 hafi dáið og hundruð hafi slasast og eða særst á Gasaströndinni síðustu nótt þegar verið var að flytja matvæli og neyðarbirgðir á svæðið. Palestínumenn segja ísraelska hermenn hafa skotið á þvögu fólks sem stöðvaði vörubílanna með birgðirnar. 29.2.2024 21:36
MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. 29.2.2024 19:59
Bein útsending: Upplýsingafundur um vatn og rafmagn í Reykjanesbæ Upplýsingafundur um afhendingaröryggi vatns og raforku á Suðurnesjum fer fram í Reykjanesbæ í kvöld. Þar verður meðal annars fjallað um viðbrögð við jarðhræringum og forvarnir og verður fólki gert kleift að spyrja spurninga úr sal eða í gegnum Facebook. 29.2.2024 19:35
Kjósa einnig um verkfall hjá ræstingarfólki Ákveðið var á fundi samninganefndar Verkalýðsfélags Akraness í dag að halda atkvæðagreiðslu um hvort ræstingarfólk sem tilheyrir VLFA vilji í verkfall. Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélagsins, segir að verði verkfall samþykkt geti það líklega hafist 25. mars. 29.2.2024 19:10
Hætt við aftöku vegna ítrekaðra mistaka Aftöku raðmorðingjans Thomas Eugene Creech í Idaho í Bandaríkjunum var frestað um óákveðinn tíma í gær. Sú ákvörðun var tekin eftir að læknateymi mistókst að finna æð sem hægt væri að dæla lyfjablöndunni sem átti að draga hann til dauða í. 29.2.2024 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Líkur eru á að um níu hundruð félagsmenn Eflingar, sem starfa við ræstingar, fari í ótímabundið verkfall um miðjan mars ef fram heldur sem horfir. Formaður Eflingar segir verkfall ræstingafólks munu bíta fast á öllum sviðum samfélagsins. 29.2.2024 18:01