Hverjir eru ISKP? Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þegar Kalífadæmi Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi féll í mars 2019 markaði það ekki endalok hryðjuverkasamtakanna sjálfra. Síðan þá hefur hver leiðtoginn á fætur öðrum verið felldur af bandarískum hermönnum en samtökin sjálf hafa þó tórað áfram, í einhverri mynd. 26.3.2024 09:00
Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25.3.2024 22:01
GameTíví: Pac-Man, hryllingur og framboðstilkynning Það verður ansi margt um að vera hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þeir ætla meðal annars að keppa í Pac-Man, spilla hryllingsleiki og svo er óvænt tilkynning. 25.3.2024 19:31
Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25.3.2024 19:15
Lækka trygginguna meðan Trump áfrýjar Tryggingin sem Trump þarf að greiða vegna 454 milljóna dala sektar sem honum hefur verið gert að greiða í New York í 175 milljónir. Trump þarf þó að leggja fram trygginguna innan tíu daga og hún gildir eingöngu meðan hann áfrýjar sektarúrskurðinum. 25.3.2024 18:06
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi. 22.3.2024 21:33
Aukin hætta vegna gasmengunar Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina. 22.3.2024 16:27
„Við höfum ekki séð svona áður“ Ísak Finnbogason hefur á undanförnum árum verið iðinn við að sýna frá eldgosum á Íslandi í beinni útsendingu með drónum. Í gær fangaði hann hraun flæða inn í Melhólsnámu og fylgdust þúsundir með útsendingunni. 22.3.2024 15:48
Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað ályktun um vopnahlés á Gasaströndinni. Sendiherrar Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunarinnar, sem lögð var fram af sendiherra Bandaríkjanna. 22.3.2024 13:41
Umfangsmiklar árásir á Úkraínu Rafmagnsleysi hefur orðið víða í Úkraínu eftir umfangsmikla árás Rússa á orkuinnviði landsins í nótt og í morgun. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað rúmlega sextíu Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran og tæplega níutíu eld- og stýriflaugar. 22.3.2024 11:56